Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. júlí 2025 12:01 Olíubrák liggur yfir bílaplaninu við kirkjuna og Sigurður Már Hannesson sóknarprestur er þreyttur á stöðunni. Sóknarprestur í Seljakirkju í Reykjavík er langþreyttur á bílum sem eru skildir eftir á bílaplani við kirkjuna og eru gjarnan fullir af bensínbrúsum. Ekki er um að ræða eina dæmið um slíka bíla en á sama tíma hefur mikið borið á olíustuldi á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafa fjórir bílar verið fjarlægðir af planinu undanfarinn mánuð. Í vikunni var hundruð lítrum af olíu stolið úr flutningabílum flutningafyrirtækisins Fraktlausna auk þess sem vörubílstjóri greip þjóf glóðvolgan í slíkum erindagjörðum í Bústaðahverfi um miðja nótt. Framkvæmdastjóri Fraktlausna sagði fleiri fyrirtæki hafa lent í slíkum þjófnaði og að hann teldi höfuðborgarsvæðið fullt af bílum stútfullum af stolnum bensín- og olíubrúsum. Fréttastofa greindi frá einum slíkum við Miklubraut í maí síðastliðnum. Annar slíkur bíll fullur af brúsum er á bílaplani við Seljakirkju í Reykjavík. Sigurður Már Hannesson sóknarprestur segir bílinn hafa verið þar svo mánuðum skiptir. „Þessi bíll og fleiri hafa verið á planinu hjá okkur lengi vel. Rauninni höfum við verið í allt sumar í sambandi við bæði Reykjavíkurborg, við lögregluna, við heilbrigðiseftirlitið til þess að reyna að fá þessa bíla fjarlægða,“ segir Sigurður sem segir augljóst að slíkur bíll geti valdið mikilli eldhættu á bílastæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa fjórir bílar verið fjarlægðir af planinu undanfarinn mánuð. Áður hefur lögregla hvatt vörubílstjóra til að láta vita verði þeir fyrir þjófnaði á díseolíu og sagt um þjófafaraldur að ræða. Sigurður segir þetta hvimleitt vandamál. „Það gerist oft að plön eins og þessi, bílaplön, að það hrannist upp bílar og verði til þessir „bílakirkjugarðar,“ ef við getum orðað það svoleiðis. Og yfirvöld hafa verið svolítið sein að grípa í taumana og fjarlæga þessa bíla.“ Hann segir líkt og lögreglan að bílarnir hafi einn af öðrum horfið af bílaplaninu en ekki nógu margir. „Og þessi bíll og nokkrir aðrir eru þarna eftir. Við vitum náttúrulega ekkert hvort þetta séu sömu menn, sömu bílar, sama fólk og hafa verið í þessum þjófnaði þarna umrædda en við verðum að bíða átekta hvað þetta varðar.“ Lögreglumál Reykjavík Þjóðkirkjan Olíuþjófnaður Tengdar fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Óprúttinn þjófur var gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem hann var í óðaönn við að stela díselolíu af bílnum. Fleiri nýleg dæmi eru um slíkan þjófnað en síðustu helgi var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækis. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist en þjófnaður sem þessi hafi færst mjög í aukana í sumar. 28. júlí 2025 11:20 Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir í gærnótt. Framkvæmdastjóri segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni upp á nokkrar milljónir vegna þjófahóps sem hafi í gríð og erg stolið olíu af fyrirtækinu. 26. júlí 2025 14:07 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Í vikunni var hundruð lítrum af olíu stolið úr flutningabílum flutningafyrirtækisins Fraktlausna auk þess sem vörubílstjóri greip þjóf glóðvolgan í slíkum erindagjörðum í Bústaðahverfi um miðja nótt. Framkvæmdastjóri Fraktlausna sagði fleiri fyrirtæki hafa lent í slíkum þjófnaði og að hann teldi höfuðborgarsvæðið fullt af bílum stútfullum af stolnum bensín- og olíubrúsum. Fréttastofa greindi frá einum slíkum við Miklubraut í maí síðastliðnum. Annar slíkur bíll fullur af brúsum er á bílaplani við Seljakirkju í Reykjavík. Sigurður Már Hannesson sóknarprestur segir bílinn hafa verið þar svo mánuðum skiptir. „Þessi bíll og fleiri hafa verið á planinu hjá okkur lengi vel. Rauninni höfum við verið í allt sumar í sambandi við bæði Reykjavíkurborg, við lögregluna, við heilbrigðiseftirlitið til þess að reyna að fá þessa bíla fjarlægða,“ segir Sigurður sem segir augljóst að slíkur bíll geti valdið mikilli eldhættu á bílastæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa fjórir bílar verið fjarlægðir af planinu undanfarinn mánuð. Áður hefur lögregla hvatt vörubílstjóra til að láta vita verði þeir fyrir þjófnaði á díseolíu og sagt um þjófafaraldur að ræða. Sigurður segir þetta hvimleitt vandamál. „Það gerist oft að plön eins og þessi, bílaplön, að það hrannist upp bílar og verði til þessir „bílakirkjugarðar,“ ef við getum orðað það svoleiðis. Og yfirvöld hafa verið svolítið sein að grípa í taumana og fjarlæga þessa bíla.“ Hann segir líkt og lögreglan að bílarnir hafi einn af öðrum horfið af bílaplaninu en ekki nógu margir. „Og þessi bíll og nokkrir aðrir eru þarna eftir. Við vitum náttúrulega ekkert hvort þetta séu sömu menn, sömu bílar, sama fólk og hafa verið í þessum þjófnaði þarna umrædda en við verðum að bíða átekta hvað þetta varðar.“
Lögreglumál Reykjavík Þjóðkirkjan Olíuþjófnaður Tengdar fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Óprúttinn þjófur var gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem hann var í óðaönn við að stela díselolíu af bílnum. Fleiri nýleg dæmi eru um slíkan þjófnað en síðustu helgi var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækis. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist en þjófnaður sem þessi hafi færst mjög í aukana í sumar. 28. júlí 2025 11:20 Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir í gærnótt. Framkvæmdastjóri segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni upp á nokkrar milljónir vegna þjófahóps sem hafi í gríð og erg stolið olíu af fyrirtækinu. 26. júlí 2025 14:07 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Óprúttinn þjófur var gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem hann var í óðaönn við að stela díselolíu af bílnum. Fleiri nýleg dæmi eru um slíkan þjófnað en síðustu helgi var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækis. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist en þjófnaður sem þessi hafi færst mjög í aukana í sumar. 28. júlí 2025 11:20
Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir í gærnótt. Framkvæmdastjóri segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni upp á nokkrar milljónir vegna þjófahóps sem hafi í gríð og erg stolið olíu af fyrirtækinu. 26. júlí 2025 14:07