Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. júlí 2025 13:53 Allt vatn þarf að sjóða í Stöðvarfirði vegna örgerlamengunar. Vísir/Samsett Kimi Tayler er aðfluttur Stöðfirðingur og starfsmaður í Steinasafni Petru. Hún segir sig og alla íbúa bæjarins komna með upp í kok af ferðamönnum sem geri þarfir sínar á víðavangi í bænum. Hún hefur orðið vör við saur við göngustíga, á bak við líkamsrækt bæjarins og í lækjum fjarðarins. Kimi hefur verið búsett á Íslandi í átta ár og þar af þrjú í Stöðvarfirði þar sem hún vinnur í Steinasafni Petru. Hún segir þetta vandamál hafa færst í aukana á undanförnum árum. Hvort það er vegna aukins fjölda ferðamanna vill hún ekki fullyrða. Hún segist hafa samúð með ferðamönnum í salernisleit enda hægara sagt en gert að finna almenningsklósett á Austfjörðum. Það sé þó aldrei í lagi að kúka á gangstéttina í þéttbýli. „Ég skil vel vanda ferðamanna með að finna almenningssalerni og sérstaklega úti á landi. En þú ert að keyra í gegnum þorp, þú sérð að hér eigi fólk heima. Að þú skulir gera svona lagað er engan veginn í lagi,“ segir hún. Kimi segist hafa víða heyrt frá vinum og nágrönnum að þeir hafi rambað fram á mannasaur þegar þau eru úti með hundin eða í göngutúr í firðinum. „Fólk kemur til Íslands fyrir náttúrufegurðina. Þannig að saurga hana á þennan hátt er algjörlega óásættanlegt,“ segir Kimi. Það var svo í gær að sveitarfélagið Fjarðabyggð birti tilkynningu á vef sínum um að ekólí hafi greinst í neysluvatni bæjarins. Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands, segir afar ólíklegt að það sé af völdum úrgangs manna enda séu lindarbrunnarnir sem vatnir er tekið upp talsvert uppi í hlíðum og því líklegra að sýkingin hafi borist þangað með úrgangi fugla, sauðfjár eða hreindýra. Fjarðabyggð Heilbrigðismál Ferðaþjónusta Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira
Kimi hefur verið búsett á Íslandi í átta ár og þar af þrjú í Stöðvarfirði þar sem hún vinnur í Steinasafni Petru. Hún segir þetta vandamál hafa færst í aukana á undanförnum árum. Hvort það er vegna aukins fjölda ferðamanna vill hún ekki fullyrða. Hún segist hafa samúð með ferðamönnum í salernisleit enda hægara sagt en gert að finna almenningsklósett á Austfjörðum. Það sé þó aldrei í lagi að kúka á gangstéttina í þéttbýli. „Ég skil vel vanda ferðamanna með að finna almenningssalerni og sérstaklega úti á landi. En þú ert að keyra í gegnum þorp, þú sérð að hér eigi fólk heima. Að þú skulir gera svona lagað er engan veginn í lagi,“ segir hún. Kimi segist hafa víða heyrt frá vinum og nágrönnum að þeir hafi rambað fram á mannasaur þegar þau eru úti með hundin eða í göngutúr í firðinum. „Fólk kemur til Íslands fyrir náttúrufegurðina. Þannig að saurga hana á þennan hátt er algjörlega óásættanlegt,“ segir Kimi. Það var svo í gær að sveitarfélagið Fjarðabyggð birti tilkynningu á vef sínum um að ekólí hafi greinst í neysluvatni bæjarins. Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands, segir afar ólíklegt að það sé af völdum úrgangs manna enda séu lindarbrunnarnir sem vatnir er tekið upp talsvert uppi í hlíðum og því líklegra að sýkingin hafi borist þangað með úrgangi fugla, sauðfjár eða hreindýra.
Fjarðabyggð Heilbrigðismál Ferðaþjónusta Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira