„Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. júlí 2025 14:02 Hallgrímur er sáttur með úrslitin úr fyrri leiknum og veit hvað þarf að gera til að vinna einvígið í kvöld. Vísir/Hulda Margrét KA tekur á móti Silkeborg í seinni leik liðanna á uppseldum Greifavelli á Akureyri í kvöld, með jafna 1-1 stöðu eftir fyrri leikinn úti í Danmörku. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, segir Danina sjá það sem skandal ef þeir tapa í kvöld en hann þekkir þjálfara Silkeborg vel og veit hvað hann vill gera. „Við erum bara virkilega ánægðir að geta komið í seinni leikinn og eiga raunhæfan möguleika. Strákarnir stóðu sig vel úti og við erum búnir að koma okkar í þá stöðu, að eiga góðan mögulega gegn firnasterku liði“ sagði Hallgrímur í samtali við Vísi fyrir seinni leikinn. Uppseldur Greifavöllur KA hefur lagt mikið kapp í að gera Greifavöllinn kláran fyrir kvöldið. Fyrir tveimur árum þurfti KA að leita á náðir Fram í Úlfarsárdalnum og spila sína leiki á Lambhagavellinum, en í ár er búið að breyta Greifavellinum þannig að hann uppfylli allar kröfur. „Það gerir virkilega mikið fyrir okkur, frábært starf sem að sjálfboðaliðar KA hafa unnið við svæðið svo við getum fengið heimaleik. Við í KA höfum aðeins vanist því að spila Evrópuleiki, en ekki hérna fyrir norðan. Ég held að það hafi síðast verið á Greifavellinum árið 2003 [þegar KA vann Sloboda Tuzla í Intertoto bikarnum]. Maður finnur alveg spennuna og stemninguna hérna í nærumhverfinu fyrir leiknum“ segir Hallgrímur en hann mun stýra sínu liði fyrir framan fulla stúku. Uppselt er á Greifavöllinn í kvöld. Erfiðari leiknum lokið KA kemur inn í seinni leikinn með mjög fína stöðu, jafnt eftir fyrri leikinn á útivelli og Hallgrímur segir að verkefnið ætti að vera auðveldara á heimavelli. „Það er klárt mál að í svona leikjum er erfiðara að spila á útivelli. Við erum búnir með þann leik og hvernig sá leikur þróaðist og spilaðist gefur okkur trú. Verðskuldað jafntefli fannst mér, við fengum alveg nokkur færi og héldum þeim frá stóran hluta leiksins. Við þurfum bara að spila mjög svipaðan leik, vera þéttir og góðir á boltanum. Ég var ánægðastur með það úti, við vorum ekki bara að sparka boltanum upp, við náðum að halda honum vel og koma okkur upp völlinn. Silkeborg er lið sem er ekki gott að pressa og vill ekki pressa. Þannig að við fáum tíma á boltanum.“ Pressa á Dönunum að tapa ekki fyrir íslensku liði Úrslitin voru mjög óvænt, ef marka má umfjöllun danskra miðla, sem lýstu jafnteflinu eins og tapi fyrir Silkeborg. „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA… Við ætlum að nýta okkur það, að það er hörkupressa á þeim“ segir Hallgrímur en hann á ekki von á því að Silkeborg reyni eitthvað öðruvísi en í fyrri leiknum. „Nei ég á ekki von á því, þekkjandi þjálfarann þá held ég að hann geri það sama“ segir Hallgrímur. Hallgrímur spilaði undir Kent Nielsen þegar hann var þjálfari OB. Vísir/Getty Þekkir þjálfarann vel og veit hvað hann vill gera Hallgrímur spilaði undir Kent Nielsen, þjálfara Silkeborg, á sínum tíma sem leikmaður í dönsku deildinni. „Ég þekki hann vel, sem þjálfara og persónu. Við erum búnir að hittast og spjalla, þekkjum hvorn annan vel en ég þekki hann aðeins betur sem þjálfara heldur en hann þekkir mig. Ég græddi aðeins á því úti, ég veit nákvæmlega hvað hann vill gera. Sóknarlega eru miklir möguleikar, það eru svæði á köntunum og þeir eiga erfitt með að verjast fyrirgjöfum. Við skorum einmitt eftir fyrirgjöf í Danmörku“ sagði Hallgrímur að lokum. Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira
„Við erum bara virkilega ánægðir að geta komið í seinni leikinn og eiga raunhæfan möguleika. Strákarnir stóðu sig vel úti og við erum búnir að koma okkar í þá stöðu, að eiga góðan mögulega gegn firnasterku liði“ sagði Hallgrímur í samtali við Vísi fyrir seinni leikinn. Uppseldur Greifavöllur KA hefur lagt mikið kapp í að gera Greifavöllinn kláran fyrir kvöldið. Fyrir tveimur árum þurfti KA að leita á náðir Fram í Úlfarsárdalnum og spila sína leiki á Lambhagavellinum, en í ár er búið að breyta Greifavellinum þannig að hann uppfylli allar kröfur. „Það gerir virkilega mikið fyrir okkur, frábært starf sem að sjálfboðaliðar KA hafa unnið við svæðið svo við getum fengið heimaleik. Við í KA höfum aðeins vanist því að spila Evrópuleiki, en ekki hérna fyrir norðan. Ég held að það hafi síðast verið á Greifavellinum árið 2003 [þegar KA vann Sloboda Tuzla í Intertoto bikarnum]. Maður finnur alveg spennuna og stemninguna hérna í nærumhverfinu fyrir leiknum“ segir Hallgrímur en hann mun stýra sínu liði fyrir framan fulla stúku. Uppselt er á Greifavöllinn í kvöld. Erfiðari leiknum lokið KA kemur inn í seinni leikinn með mjög fína stöðu, jafnt eftir fyrri leikinn á útivelli og Hallgrímur segir að verkefnið ætti að vera auðveldara á heimavelli. „Það er klárt mál að í svona leikjum er erfiðara að spila á útivelli. Við erum búnir með þann leik og hvernig sá leikur þróaðist og spilaðist gefur okkur trú. Verðskuldað jafntefli fannst mér, við fengum alveg nokkur færi og héldum þeim frá stóran hluta leiksins. Við þurfum bara að spila mjög svipaðan leik, vera þéttir og góðir á boltanum. Ég var ánægðastur með það úti, við vorum ekki bara að sparka boltanum upp, við náðum að halda honum vel og koma okkur upp völlinn. Silkeborg er lið sem er ekki gott að pressa og vill ekki pressa. Þannig að við fáum tíma á boltanum.“ Pressa á Dönunum að tapa ekki fyrir íslensku liði Úrslitin voru mjög óvænt, ef marka má umfjöllun danskra miðla, sem lýstu jafnteflinu eins og tapi fyrir Silkeborg. „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA… Við ætlum að nýta okkur það, að það er hörkupressa á þeim“ segir Hallgrímur en hann á ekki von á því að Silkeborg reyni eitthvað öðruvísi en í fyrri leiknum. „Nei ég á ekki von á því, þekkjandi þjálfarann þá held ég að hann geri það sama“ segir Hallgrímur. Hallgrímur spilaði undir Kent Nielsen þegar hann var þjálfari OB. Vísir/Getty Þekkir þjálfarann vel og veit hvað hann vill gera Hallgrímur spilaði undir Kent Nielsen, þjálfara Silkeborg, á sínum tíma sem leikmaður í dönsku deildinni. „Ég þekki hann vel, sem þjálfara og persónu. Við erum búnir að hittast og spjalla, þekkjum hvorn annan vel en ég þekki hann aðeins betur sem þjálfara heldur en hann þekkir mig. Ég græddi aðeins á því úti, ég veit nákvæmlega hvað hann vill gera. Sóknarlega eru miklir möguleikar, það eru svæði á köntunum og þeir eiga erfitt með að verjast fyrirgjöfum. Við skorum einmitt eftir fyrirgjöf í Danmörku“ sagði Hallgrímur að lokum.
Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira