„Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. júlí 2025 14:02 Hallgrímur er sáttur með úrslitin úr fyrri leiknum og veit hvað þarf að gera til að vinna einvígið í kvöld. Vísir/Hulda Margrét KA tekur á móti Silkeborg í seinni leik liðanna á uppseldum Greifavelli á Akureyri í kvöld, með jafna 1-1 stöðu eftir fyrri leikinn úti í Danmörku. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, segir Danina sjá það sem skandal ef þeir tapa í kvöld en hann þekkir þjálfara Silkeborg vel og veit hvað hann vill gera. „Við erum bara virkilega ánægðir að geta komið í seinni leikinn og eiga raunhæfan möguleika. Strákarnir stóðu sig vel úti og við erum búnir að koma okkar í þá stöðu, að eiga góðan mögulega gegn firnasterku liði“ sagði Hallgrímur í samtali við Vísi fyrir seinni leikinn. Uppseldur Greifavöllur KA hefur lagt mikið kapp í að gera Greifavöllinn kláran fyrir kvöldið. Fyrir tveimur árum þurfti KA að leita á náðir Fram í Úlfarsárdalnum og spila sína leiki á Lambhagavellinum, en í ár er búið að breyta Greifavellinum þannig að hann uppfylli allar kröfur. „Það gerir virkilega mikið fyrir okkur, frábært starf sem að sjálfboðaliðar KA hafa unnið við svæðið svo við getum fengið heimaleik. Við í KA höfum aðeins vanist því að spila Evrópuleiki, en ekki hérna fyrir norðan. Ég held að það hafi síðast verið á Greifavellinum árið 2003 [þegar KA vann Sloboda Tuzla í Intertoto bikarnum]. Maður finnur alveg spennuna og stemninguna hérna í nærumhverfinu fyrir leiknum“ segir Hallgrímur en hann mun stýra sínu liði fyrir framan fulla stúku. Uppselt er á Greifavöllinn í kvöld. Erfiðari leiknum lokið KA kemur inn í seinni leikinn með mjög fína stöðu, jafnt eftir fyrri leikinn á útivelli og Hallgrímur segir að verkefnið ætti að vera auðveldara á heimavelli. „Það er klárt mál að í svona leikjum er erfiðara að spila á útivelli. Við erum búnir með þann leik og hvernig sá leikur þróaðist og spilaðist gefur okkur trú. Verðskuldað jafntefli fannst mér, við fengum alveg nokkur færi og héldum þeim frá stóran hluta leiksins. Við þurfum bara að spila mjög svipaðan leik, vera þéttir og góðir á boltanum. Ég var ánægðastur með það úti, við vorum ekki bara að sparka boltanum upp, við náðum að halda honum vel og koma okkur upp völlinn. Silkeborg er lið sem er ekki gott að pressa og vill ekki pressa. Þannig að við fáum tíma á boltanum.“ Pressa á Dönunum að tapa ekki fyrir íslensku liði Úrslitin voru mjög óvænt, ef marka má umfjöllun danskra miðla, sem lýstu jafnteflinu eins og tapi fyrir Silkeborg. „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA… Við ætlum að nýta okkur það, að það er hörkupressa á þeim“ segir Hallgrímur en hann á ekki von á því að Silkeborg reyni eitthvað öðruvísi en í fyrri leiknum. „Nei ég á ekki von á því, þekkjandi þjálfarann þá held ég að hann geri það sama“ segir Hallgrímur. Hallgrímur spilaði undir Kent Nielsen þegar hann var þjálfari OB. Vísir/Getty Þekkir þjálfarann vel og veit hvað hann vill gera Hallgrímur spilaði undir Kent Nielsen, þjálfara Silkeborg, á sínum tíma sem leikmaður í dönsku deildinni. „Ég þekki hann vel, sem þjálfara og persónu. Við erum búnir að hittast og spjalla, þekkjum hvorn annan vel en ég þekki hann aðeins betur sem þjálfara heldur en hann þekkir mig. Ég græddi aðeins á því úti, ég veit nákvæmlega hvað hann vill gera. Sóknarlega eru miklir möguleikar, það eru svæði á köntunum og þeir eiga erfitt með að verjast fyrirgjöfum. Við skorum einmitt eftir fyrirgjöf í Danmörku“ sagði Hallgrímur að lokum. Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
„Við erum bara virkilega ánægðir að geta komið í seinni leikinn og eiga raunhæfan möguleika. Strákarnir stóðu sig vel úti og við erum búnir að koma okkar í þá stöðu, að eiga góðan mögulega gegn firnasterku liði“ sagði Hallgrímur í samtali við Vísi fyrir seinni leikinn. Uppseldur Greifavöllur KA hefur lagt mikið kapp í að gera Greifavöllinn kláran fyrir kvöldið. Fyrir tveimur árum þurfti KA að leita á náðir Fram í Úlfarsárdalnum og spila sína leiki á Lambhagavellinum, en í ár er búið að breyta Greifavellinum þannig að hann uppfylli allar kröfur. „Það gerir virkilega mikið fyrir okkur, frábært starf sem að sjálfboðaliðar KA hafa unnið við svæðið svo við getum fengið heimaleik. Við í KA höfum aðeins vanist því að spila Evrópuleiki, en ekki hérna fyrir norðan. Ég held að það hafi síðast verið á Greifavellinum árið 2003 [þegar KA vann Sloboda Tuzla í Intertoto bikarnum]. Maður finnur alveg spennuna og stemninguna hérna í nærumhverfinu fyrir leiknum“ segir Hallgrímur en hann mun stýra sínu liði fyrir framan fulla stúku. Uppselt er á Greifavöllinn í kvöld. Erfiðari leiknum lokið KA kemur inn í seinni leikinn með mjög fína stöðu, jafnt eftir fyrri leikinn á útivelli og Hallgrímur segir að verkefnið ætti að vera auðveldara á heimavelli. „Það er klárt mál að í svona leikjum er erfiðara að spila á útivelli. Við erum búnir með þann leik og hvernig sá leikur þróaðist og spilaðist gefur okkur trú. Verðskuldað jafntefli fannst mér, við fengum alveg nokkur færi og héldum þeim frá stóran hluta leiksins. Við þurfum bara að spila mjög svipaðan leik, vera þéttir og góðir á boltanum. Ég var ánægðastur með það úti, við vorum ekki bara að sparka boltanum upp, við náðum að halda honum vel og koma okkur upp völlinn. Silkeborg er lið sem er ekki gott að pressa og vill ekki pressa. Þannig að við fáum tíma á boltanum.“ Pressa á Dönunum að tapa ekki fyrir íslensku liði Úrslitin voru mjög óvænt, ef marka má umfjöllun danskra miðla, sem lýstu jafnteflinu eins og tapi fyrir Silkeborg. „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA… Við ætlum að nýta okkur það, að það er hörkupressa á þeim“ segir Hallgrímur en hann á ekki von á því að Silkeborg reyni eitthvað öðruvísi en í fyrri leiknum. „Nei ég á ekki von á því, þekkjandi þjálfarann þá held ég að hann geri það sama“ segir Hallgrímur. Hallgrímur spilaði undir Kent Nielsen þegar hann var þjálfari OB. Vísir/Getty Þekkir þjálfarann vel og veit hvað hann vill gera Hallgrímur spilaði undir Kent Nielsen, þjálfara Silkeborg, á sínum tíma sem leikmaður í dönsku deildinni. „Ég þekki hann vel, sem þjálfara og persónu. Við erum búnir að hittast og spjalla, þekkjum hvorn annan vel en ég þekki hann aðeins betur sem þjálfara heldur en hann þekkir mig. Ég græddi aðeins á því úti, ég veit nákvæmlega hvað hann vill gera. Sóknarlega eru miklir möguleikar, það eru svæði á köntunum og þeir eiga erfitt með að verjast fyrirgjöfum. Við skorum einmitt eftir fyrirgjöf í Danmörku“ sagði Hallgrímur að lokum.
Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti