Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Jón Ísak Ragnarsson skrifar 31. júlí 2025 16:53 Sautján stiga hiti var á Raufarhöfn í dag þegar Vísir sló á þráðinn þangað. Tjaldsvæði Raufarhafnar Tjaldsvæði víða á Norðurlandi, þar sem besta veðrinu er spáð um helgina, eru óðum að fyllast. Tjaldsvæðavörður í Vaglaskógi segir að brjálað hafi verið að gera í bókunum síðustu tvo daga og ljóst sé að margir ætli sé að elta góða veðrið um helgina. „Við erum bara að verða fullbókuð, það eru bara einhver örfá stæði eftir, og það er orðið fullt í rafmagn,“ segir Þórhildur Ásgeirsdóttir, tjaldstæðavörður í Vaglaskógi. Veðrið hafi verið gott á svæðinu undanfarna daga, en að vísu hafi verið nýbyrjað að rigna örlítið þegar blaðamaður sló á þráðinn. Miðað við spár sé þó aðeins um lítinn skúr að ræða og von sé á fínasta veðri um helgina. Ásgeir Hreiðarsson, framkvæmdastjóri útivistarsvæðisins á Hömrum, segir að tjaldsvæðið sé farið að þéttast. Þar sé ekkert bókunarkerfi og þeir sem komi fyrstir, fái pláss. „Það er að þéttast hérna, og ég á alveg von á því miðað við veðurspá að það komi til með að verða fullt. Það er lítið orðið eftir af rafmagnstenglum, við erum búin að opna á fleiri svæði, það er alveg pláss, en lítið af rafmagnstenglum að komast í,“ segir Ásgeir. Blíðviðrisdagur á tjaldsvæðinu á Hömrum.Stöð 2 Angela, rekstraraðili tjaldsvæðisins á Raufarhöfn, segir að veðrið þar sé dásamlegt og hafi verið undanfarna daga. Á tjaldsvæðinu við Raufarhöfn gildir einnig lögmálið fyrstir koma, fyrstir fá. „En ef það er allt fullt á svæðinu sjálfu, og inni í skeifunni, þá erum við með aukasvæði sem er fótboltavöllurinn. Þeir sem eru sjálfbærir með rafmagn og salernisaðstöðu, þeir geta leikandi verið þar á flennistórum velli,“ segir Angela. Á Raufarhöfn sé núna sautján stiga hiti og smá vindur, sem kæli mann niður í hitanum. Tjaldsvæði Þingeyjarsveit Eyjafjarðarsveit Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina hefur versnað síðan í gær að sögn veðurfræðings. Gul viðvörun tekur gildi á föstudagskvöld á Suðurlandi og í Eyjum. 31. júlí 2025 10:43 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Sjá meira
„Við erum bara að verða fullbókuð, það eru bara einhver örfá stæði eftir, og það er orðið fullt í rafmagn,“ segir Þórhildur Ásgeirsdóttir, tjaldstæðavörður í Vaglaskógi. Veðrið hafi verið gott á svæðinu undanfarna daga, en að vísu hafi verið nýbyrjað að rigna örlítið þegar blaðamaður sló á þráðinn. Miðað við spár sé þó aðeins um lítinn skúr að ræða og von sé á fínasta veðri um helgina. Ásgeir Hreiðarsson, framkvæmdastjóri útivistarsvæðisins á Hömrum, segir að tjaldsvæðið sé farið að þéttast. Þar sé ekkert bókunarkerfi og þeir sem komi fyrstir, fái pláss. „Það er að þéttast hérna, og ég á alveg von á því miðað við veðurspá að það komi til með að verða fullt. Það er lítið orðið eftir af rafmagnstenglum, við erum búin að opna á fleiri svæði, það er alveg pláss, en lítið af rafmagnstenglum að komast í,“ segir Ásgeir. Blíðviðrisdagur á tjaldsvæðinu á Hömrum.Stöð 2 Angela, rekstraraðili tjaldsvæðisins á Raufarhöfn, segir að veðrið þar sé dásamlegt og hafi verið undanfarna daga. Á tjaldsvæðinu við Raufarhöfn gildir einnig lögmálið fyrstir koma, fyrstir fá. „En ef það er allt fullt á svæðinu sjálfu, og inni í skeifunni, þá erum við með aukasvæði sem er fótboltavöllurinn. Þeir sem eru sjálfbærir með rafmagn og salernisaðstöðu, þeir geta leikandi verið þar á flennistórum velli,“ segir Angela. Á Raufarhöfn sé núna sautján stiga hiti og smá vindur, sem kæli mann niður í hitanum.
Tjaldsvæði Þingeyjarsveit Eyjafjarðarsveit Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina hefur versnað síðan í gær að sögn veðurfræðings. Gul viðvörun tekur gildi á föstudagskvöld á Suðurlandi og í Eyjum. 31. júlí 2025 10:43 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Sjá meira
Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina hefur versnað síðan í gær að sögn veðurfræðings. Gul viðvörun tekur gildi á föstudagskvöld á Suðurlandi og í Eyjum. 31. júlí 2025 10:43