Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 1. ágúst 2025 15:58 Eyjólfur Ingvi Bjarnason er formaður stjórnar hjá deild sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands. Vísir/Vilhelm Deild sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands lýsir yfir vonbrigðum með þau afurðaverð sem kynnt hafa verið fyrir komandi haust. Formaður stjórnar segir vonbrigði að afurðaverð fylgi ekki verðlagi í landinu og segir verð fyrir dilkakjöt ekki standa undir þeim kostnaði sem falli til við framleiðsluna, jafnvel að teknu tilliti til stuðningskerfa. Reiknuð verðhækkun fyrir kindakjöt sem kynnt hefur verið fyrir komandi haust er 2,2 prósent fyrir dilkakjöt og 1 prósent fyrir fullorðið, en ársverðbólga síðustu tólf mánuði er um fjögur prósent. „Skilaboðin sem við sauðfjárbændur fáum eru svolítið þau að menn eigi að halda áfram að draga saman seglin. En það sem við verðum líka að hafa í huga er að það er alls staðar samdráttur í framleiðslu erlendis líka.“ „Þannig ef að við framleiðum ekki nóg af kjöti hér innanlands er heldur ekkert offramboð erlendis,“ segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður stjórnar deildar sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands. Hækkun fylgi ekki verðlagi Hann segir að þar sem verðhækkunin fylgi ekki almennu verðlagi í landinu sé um að ræða verðrýrnun frá síðasta ári. Nýju verðin endurspegli ekki þær væntingar sem uppi hafa verið um áframhaldandi bætta afkomu og rekstraröryggi greinarinnar til framtíðar. Eyjólfur heldur því til haga að verðhækkanir hafi verið í takt við verðlagsþróun hjá Sláturfélagi Suðurlands, þar sem verð hækkaði um 4 prósent fyrir dilkajöt og 4,3 prósent fyrir fullorðið. Hjá öðrum afurðarstöðvum hafi verð hækkað um 1,6 prósent fyrir dilkakjöt og 0 prósent fyrir fullorðið. Eyjólfur segir að samruni Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæðis hafi ekki gengið í gegn að fullu, þar sem dómsmál hafi tafið fyrir mögulegum hagræðingaraðgerðum sem til hafi staðið að ráðast í. „Við skorum á afurðastöðvar að endurskoða útgefin verð, og senda þau skilaboð að menn eigi að halda áfram að stunda búskap, það er það sem þetta snýst um,“ segir Eyjólfur. Nauðsynlegt að skapa betri rekstrarskilyrði Í tilkynningu Bændasamtakanna segir að á síðustu árum hafi tekist að vinda ofan af þeim mikla skaða sem varð þegar afurðaverð til sauðfjárbænda lækkaði verulega á árunum 2016 - 2017. „Leiðrétting afurðaverðs síðustu þrjú ár var mikilvægt skref í að bæta stöðu greinarinnar og endurheimta traust. Núverandi verð fylgja vart þróun almenns verðlags og valda því vonbrigðum. Sauðfjárbændur gera þá kröfu að rekstur sauðfjárbúa skili eðlilegri afkomu. Það er forsenda þess að hægt sé að halda búrekstri áfram, greiða mannsæmandi laun og fjárfesta til framtíðar.“ „Sauðfjárbændur þurfa að geta fjárfest í búum sínum, innleitt nýja tækni og hagrætt í rekstri. Það verður hins vegar ekki gert ef grundvöllur rekstrarins er veikur. Til þess þarf greinin að njóta rekstrarskilyrða sem gera það kleift. Að skapa þau skilyrði er sameiginlegt verkefni bænda, afurðastöðva, stjórnvalda og neytenda,“ segir í tilkynningu Bændasamtaka Íslands. Landbúnaður Matvælaframleiðsla Verðlag Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Fleiri fréttir Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sjá meira
Reiknuð verðhækkun fyrir kindakjöt sem kynnt hefur verið fyrir komandi haust er 2,2 prósent fyrir dilkakjöt og 1 prósent fyrir fullorðið, en ársverðbólga síðustu tólf mánuði er um fjögur prósent. „Skilaboðin sem við sauðfjárbændur fáum eru svolítið þau að menn eigi að halda áfram að draga saman seglin. En það sem við verðum líka að hafa í huga er að það er alls staðar samdráttur í framleiðslu erlendis líka.“ „Þannig ef að við framleiðum ekki nóg af kjöti hér innanlands er heldur ekkert offramboð erlendis,“ segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður stjórnar deildar sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands. Hækkun fylgi ekki verðlagi Hann segir að þar sem verðhækkunin fylgi ekki almennu verðlagi í landinu sé um að ræða verðrýrnun frá síðasta ári. Nýju verðin endurspegli ekki þær væntingar sem uppi hafa verið um áframhaldandi bætta afkomu og rekstraröryggi greinarinnar til framtíðar. Eyjólfur heldur því til haga að verðhækkanir hafi verið í takt við verðlagsþróun hjá Sláturfélagi Suðurlands, þar sem verð hækkaði um 4 prósent fyrir dilkajöt og 4,3 prósent fyrir fullorðið. Hjá öðrum afurðarstöðvum hafi verð hækkað um 1,6 prósent fyrir dilkakjöt og 0 prósent fyrir fullorðið. Eyjólfur segir að samruni Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæðis hafi ekki gengið í gegn að fullu, þar sem dómsmál hafi tafið fyrir mögulegum hagræðingaraðgerðum sem til hafi staðið að ráðast í. „Við skorum á afurðastöðvar að endurskoða útgefin verð, og senda þau skilaboð að menn eigi að halda áfram að stunda búskap, það er það sem þetta snýst um,“ segir Eyjólfur. Nauðsynlegt að skapa betri rekstrarskilyrði Í tilkynningu Bændasamtakanna segir að á síðustu árum hafi tekist að vinda ofan af þeim mikla skaða sem varð þegar afurðaverð til sauðfjárbænda lækkaði verulega á árunum 2016 - 2017. „Leiðrétting afurðaverðs síðustu þrjú ár var mikilvægt skref í að bæta stöðu greinarinnar og endurheimta traust. Núverandi verð fylgja vart þróun almenns verðlags og valda því vonbrigðum. Sauðfjárbændur gera þá kröfu að rekstur sauðfjárbúa skili eðlilegri afkomu. Það er forsenda þess að hægt sé að halda búrekstri áfram, greiða mannsæmandi laun og fjárfesta til framtíðar.“ „Sauðfjárbændur þurfa að geta fjárfest í búum sínum, innleitt nýja tækni og hagrætt í rekstri. Það verður hins vegar ekki gert ef grundvöllur rekstrarins er veikur. Til þess þarf greinin að njóta rekstrarskilyrða sem gera það kleift. Að skapa þau skilyrði er sameiginlegt verkefni bænda, afurðastöðva, stjórnvalda og neytenda,“ segir í tilkynningu Bændasamtaka Íslands.
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Verðlag Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Fleiri fréttir Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sjá meira