Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 2. ágúst 2025 08:03 Hótun Evrópusambandsins um að leggja tolla á Ísland þvert á EES-samninginn er ekki í fyrsta sinn sem sambandið hefur haft í hótunum við okkur. Þvert á móti hefur það ítrekað gerzt á liðnum árum. Til að mynda bæði í Icesave-málinu og makríldeilunni á sínum tíma. Raunar hefur enginn hótað okkur í seinni tíð í sama mæli og Evrópusambandið. Varðandi Icesave-málið fólust hótanir Evrópusambandsins einkum í því að EES-samningnum yrði mögulega komið í uppnámi ef við Íslendingar samþykktum ekki að taka á okkur ábyrgðina á skuldbindingum Landsbanka Íslands vegna innistæða í Icesave-netbankanum í Bretlandi og Hollandi. Gekk sambandið vægast sagt hart fram í þeim efnum. Hins vegar var sú staðreynd að samþykki okkar Íslendinga þyrfti fyrir því að við bærum ábyrgð á innistæðunum vitanlega næg rök fyrir því að við bærum ekki ábyrgð í þeim efnum. Fyrir vikið vildi Evrópusambandið alls ekki að málið færi fyrir dómstóla heldur yrði leyst með pólitískum samningnum þar sem ábyrgðin yrði öll á okkar herðum. Málið fór hins vegar loks fyrir EFTA-dómstólinn eftir að þjóðin hafnaði í þjóðaratkvæði tveimur samningum, sem þáverandi ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna gerði við brezk og hollenzk stjórnvöld. Skorað var á þáverandi forseta lýðveldisins, Ólaf Ragnar Grímsson, að vísa samningunum til þjóðarinnar sem hann gerði. Framganga Evrópusambandsins var síðan kórónuð með því að það stefndi sér inn í málið gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum og beitti þannig afli sínu til þess að reyna að koma í veg fyrir að hann dæmdi okkur í vil. Svo fór þó að lokum að dómstóllinn staðfesti að við Íslendingar bærum enga ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands. Hvað makríldeiluna varðar taldi Evrópusambandið, og telur í reynd enn, að við Íslendingar eigum alls engan rétt á því að veiða makríl þrátt fyrir að hann hafi árum saman gengið inn í íslenzku efnahagslögsöguna í verulegu magni. Ráðamenn í Brussel töldu sig einfaldlega eiga stofninn og hótuðu okkur öllu illu ef við létum ekki vera að veiða hann. Við Íslendingar bentum á það að við værum í fullum rétti til þess að veiða þá stofna sem væri að finna í efnahagslögsögu Íslands en sjálfsagt væri að semja um makrílinn eins og um aðra deilistofna. Ekki væri ásættanlegt að makríllinn kæmi inn í lögsöguna, fitaði sig þar á átu á kostnað annarra stofna og færi síðan yfir í lögsögu Evrópusambandsins. Hins vegar hafa til þessa ekki náðst samningar um makrílveiðarnar á milli Íslands og Evrópusambandsins. Einkum vegna þess að sambandið hefur ekki verið til viðræðu um það að við Íslendingar fengjum í slíkum samningum hlutdeild sem endurspeglaði veru stofnsins í íslenzku lögsögunni. Raunar ekkert sem getur einu sinni talizt nálægt því. Mjög langur vegur er þannig frá því að hótun eins og sú sem Ísland stendur frammi fyrir í dag frá Evrópusambandinu sé eitthvað nýtt undir sólinni. Sú hefur þvert á móti sem fyrr segir reglulega verið raunin enda staðan oft og iðulega verið sú að hagsmunir okkar Íslendinga hafa engan veginn átt samleið með hagsmunum sambandsins. Deginum ljósara er að innan Evrópusambandsins hefðum við þannig orðið að taka á okkur Icesave-skuldir Landsbanka Íslands og ekki veitt svo mikið sem sporð af makríl. Fullveldið skipti sköpum í báðum þessum tilfellum eins og í svo mörgum öðrum þar sem hagsmunir lands og þjóðar hafa verið í húfi. Frelsið til þess að ráða okkar eigin málum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Hótun Evrópusambandsins um að leggja tolla á Ísland þvert á EES-samninginn er ekki í fyrsta sinn sem sambandið hefur haft í hótunum við okkur. Þvert á móti hefur það ítrekað gerzt á liðnum árum. Til að mynda bæði í Icesave-málinu og makríldeilunni á sínum tíma. Raunar hefur enginn hótað okkur í seinni tíð í sama mæli og Evrópusambandið. Varðandi Icesave-málið fólust hótanir Evrópusambandsins einkum í því að EES-samningnum yrði mögulega komið í uppnámi ef við Íslendingar samþykktum ekki að taka á okkur ábyrgðina á skuldbindingum Landsbanka Íslands vegna innistæða í Icesave-netbankanum í Bretlandi og Hollandi. Gekk sambandið vægast sagt hart fram í þeim efnum. Hins vegar var sú staðreynd að samþykki okkar Íslendinga þyrfti fyrir því að við bærum ábyrgð á innistæðunum vitanlega næg rök fyrir því að við bærum ekki ábyrgð í þeim efnum. Fyrir vikið vildi Evrópusambandið alls ekki að málið færi fyrir dómstóla heldur yrði leyst með pólitískum samningnum þar sem ábyrgðin yrði öll á okkar herðum. Málið fór hins vegar loks fyrir EFTA-dómstólinn eftir að þjóðin hafnaði í þjóðaratkvæði tveimur samningum, sem þáverandi ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna gerði við brezk og hollenzk stjórnvöld. Skorað var á þáverandi forseta lýðveldisins, Ólaf Ragnar Grímsson, að vísa samningunum til þjóðarinnar sem hann gerði. Framganga Evrópusambandsins var síðan kórónuð með því að það stefndi sér inn í málið gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum og beitti þannig afli sínu til þess að reyna að koma í veg fyrir að hann dæmdi okkur í vil. Svo fór þó að lokum að dómstóllinn staðfesti að við Íslendingar bærum enga ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands. Hvað makríldeiluna varðar taldi Evrópusambandið, og telur í reynd enn, að við Íslendingar eigum alls engan rétt á því að veiða makríl þrátt fyrir að hann hafi árum saman gengið inn í íslenzku efnahagslögsöguna í verulegu magni. Ráðamenn í Brussel töldu sig einfaldlega eiga stofninn og hótuðu okkur öllu illu ef við létum ekki vera að veiða hann. Við Íslendingar bentum á það að við værum í fullum rétti til þess að veiða þá stofna sem væri að finna í efnahagslögsögu Íslands en sjálfsagt væri að semja um makrílinn eins og um aðra deilistofna. Ekki væri ásættanlegt að makríllinn kæmi inn í lögsöguna, fitaði sig þar á átu á kostnað annarra stofna og færi síðan yfir í lögsögu Evrópusambandsins. Hins vegar hafa til þessa ekki náðst samningar um makrílveiðarnar á milli Íslands og Evrópusambandsins. Einkum vegna þess að sambandið hefur ekki verið til viðræðu um það að við Íslendingar fengjum í slíkum samningum hlutdeild sem endurspeglaði veru stofnsins í íslenzku lögsögunni. Raunar ekkert sem getur einu sinni talizt nálægt því. Mjög langur vegur er þannig frá því að hótun eins og sú sem Ísland stendur frammi fyrir í dag frá Evrópusambandinu sé eitthvað nýtt undir sólinni. Sú hefur þvert á móti sem fyrr segir reglulega verið raunin enda staðan oft og iðulega verið sú að hagsmunir okkar Íslendinga hafa engan veginn átt samleið með hagsmunum sambandsins. Deginum ljósara er að innan Evrópusambandsins hefðum við þannig orðið að taka á okkur Icesave-skuldir Landsbanka Íslands og ekki veitt svo mikið sem sporð af makríl. Fullveldið skipti sköpum í báðum þessum tilfellum eins og í svo mörgum öðrum þar sem hagsmunir lands og þjóðar hafa verið í húfi. Frelsið til þess að ráða okkar eigin málum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun