Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 2. ágúst 2025 08:03 Hótun Evrópusambandsins um að leggja tolla á Ísland þvert á EES-samninginn er ekki í fyrsta sinn sem sambandið hefur haft í hótunum við okkur. Þvert á móti hefur það ítrekað gerzt á liðnum árum. Til að mynda bæði í Icesave-málinu og makríldeilunni á sínum tíma. Raunar hefur enginn hótað okkur í seinni tíð í sama mæli og Evrópusambandið. Varðandi Icesave-málið fólust hótanir Evrópusambandsins einkum í því að EES-samningnum yrði mögulega komið í uppnámi ef við Íslendingar samþykktum ekki að taka á okkur ábyrgðina á skuldbindingum Landsbanka Íslands vegna innistæða í Icesave-netbankanum í Bretlandi og Hollandi. Gekk sambandið vægast sagt hart fram í þeim efnum. Hins vegar var sú staðreynd að samþykki okkar Íslendinga þyrfti fyrir því að við bærum ábyrgð á innistæðunum vitanlega næg rök fyrir því að við bærum ekki ábyrgð í þeim efnum. Fyrir vikið vildi Evrópusambandið alls ekki að málið færi fyrir dómstóla heldur yrði leyst með pólitískum samningnum þar sem ábyrgðin yrði öll á okkar herðum. Málið fór hins vegar loks fyrir EFTA-dómstólinn eftir að þjóðin hafnaði í þjóðaratkvæði tveimur samningum, sem þáverandi ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna gerði við brezk og hollenzk stjórnvöld. Skorað var á þáverandi forseta lýðveldisins, Ólaf Ragnar Grímsson, að vísa samningunum til þjóðarinnar sem hann gerði. Framganga Evrópusambandsins var síðan kórónuð með því að það stefndi sér inn í málið gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum og beitti þannig afli sínu til þess að reyna að koma í veg fyrir að hann dæmdi okkur í vil. Svo fór þó að lokum að dómstóllinn staðfesti að við Íslendingar bærum enga ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands. Hvað makríldeiluna varðar taldi Evrópusambandið, og telur í reynd enn, að við Íslendingar eigum alls engan rétt á því að veiða makríl þrátt fyrir að hann hafi árum saman gengið inn í íslenzku efnahagslögsöguna í verulegu magni. Ráðamenn í Brussel töldu sig einfaldlega eiga stofninn og hótuðu okkur öllu illu ef við létum ekki vera að veiða hann. Við Íslendingar bentum á það að við værum í fullum rétti til þess að veiða þá stofna sem væri að finna í efnahagslögsögu Íslands en sjálfsagt væri að semja um makrílinn eins og um aðra deilistofna. Ekki væri ásættanlegt að makríllinn kæmi inn í lögsöguna, fitaði sig þar á átu á kostnað annarra stofna og færi síðan yfir í lögsögu Evrópusambandsins. Hins vegar hafa til þessa ekki náðst samningar um makrílveiðarnar á milli Íslands og Evrópusambandsins. Einkum vegna þess að sambandið hefur ekki verið til viðræðu um það að við Íslendingar fengjum í slíkum samningum hlutdeild sem endurspeglaði veru stofnsins í íslenzku lögsögunni. Raunar ekkert sem getur einu sinni talizt nálægt því. Mjög langur vegur er þannig frá því að hótun eins og sú sem Ísland stendur frammi fyrir í dag frá Evrópusambandinu sé eitthvað nýtt undir sólinni. Sú hefur þvert á móti sem fyrr segir reglulega verið raunin enda staðan oft og iðulega verið sú að hagsmunir okkar Íslendinga hafa engan veginn átt samleið með hagsmunum sambandsins. Deginum ljósara er að innan Evrópusambandsins hefðum við þannig orðið að taka á okkur Icesave-skuldir Landsbanka Íslands og ekki veitt svo mikið sem sporð af makríl. Fullveldið skipti sköpum í báðum þessum tilfellum eins og í svo mörgum öðrum þar sem hagsmunir lands og þjóðar hafa verið í húfi. Frelsið til þess að ráða okkar eigin málum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Hótun Evrópusambandsins um að leggja tolla á Ísland þvert á EES-samninginn er ekki í fyrsta sinn sem sambandið hefur haft í hótunum við okkur. Þvert á móti hefur það ítrekað gerzt á liðnum árum. Til að mynda bæði í Icesave-málinu og makríldeilunni á sínum tíma. Raunar hefur enginn hótað okkur í seinni tíð í sama mæli og Evrópusambandið. Varðandi Icesave-málið fólust hótanir Evrópusambandsins einkum í því að EES-samningnum yrði mögulega komið í uppnámi ef við Íslendingar samþykktum ekki að taka á okkur ábyrgðina á skuldbindingum Landsbanka Íslands vegna innistæða í Icesave-netbankanum í Bretlandi og Hollandi. Gekk sambandið vægast sagt hart fram í þeim efnum. Hins vegar var sú staðreynd að samþykki okkar Íslendinga þyrfti fyrir því að við bærum ábyrgð á innistæðunum vitanlega næg rök fyrir því að við bærum ekki ábyrgð í þeim efnum. Fyrir vikið vildi Evrópusambandið alls ekki að málið færi fyrir dómstóla heldur yrði leyst með pólitískum samningnum þar sem ábyrgðin yrði öll á okkar herðum. Málið fór hins vegar loks fyrir EFTA-dómstólinn eftir að þjóðin hafnaði í þjóðaratkvæði tveimur samningum, sem þáverandi ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna gerði við brezk og hollenzk stjórnvöld. Skorað var á þáverandi forseta lýðveldisins, Ólaf Ragnar Grímsson, að vísa samningunum til þjóðarinnar sem hann gerði. Framganga Evrópusambandsins var síðan kórónuð með því að það stefndi sér inn í málið gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum og beitti þannig afli sínu til þess að reyna að koma í veg fyrir að hann dæmdi okkur í vil. Svo fór þó að lokum að dómstóllinn staðfesti að við Íslendingar bærum enga ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands. Hvað makríldeiluna varðar taldi Evrópusambandið, og telur í reynd enn, að við Íslendingar eigum alls engan rétt á því að veiða makríl þrátt fyrir að hann hafi árum saman gengið inn í íslenzku efnahagslögsöguna í verulegu magni. Ráðamenn í Brussel töldu sig einfaldlega eiga stofninn og hótuðu okkur öllu illu ef við létum ekki vera að veiða hann. Við Íslendingar bentum á það að við værum í fullum rétti til þess að veiða þá stofna sem væri að finna í efnahagslögsögu Íslands en sjálfsagt væri að semja um makrílinn eins og um aðra deilistofna. Ekki væri ásættanlegt að makríllinn kæmi inn í lögsöguna, fitaði sig þar á átu á kostnað annarra stofna og færi síðan yfir í lögsögu Evrópusambandsins. Hins vegar hafa til þessa ekki náðst samningar um makrílveiðarnar á milli Íslands og Evrópusambandsins. Einkum vegna þess að sambandið hefur ekki verið til viðræðu um það að við Íslendingar fengjum í slíkum samningum hlutdeild sem endurspeglaði veru stofnsins í íslenzku lögsögunni. Raunar ekkert sem getur einu sinni talizt nálægt því. Mjög langur vegur er þannig frá því að hótun eins og sú sem Ísland stendur frammi fyrir í dag frá Evrópusambandinu sé eitthvað nýtt undir sólinni. Sú hefur þvert á móti sem fyrr segir reglulega verið raunin enda staðan oft og iðulega verið sú að hagsmunir okkar Íslendinga hafa engan veginn átt samleið með hagsmunum sambandsins. Deginum ljósara er að innan Evrópusambandsins hefðum við þannig orðið að taka á okkur Icesave-skuldir Landsbanka Íslands og ekki veitt svo mikið sem sporð af makríl. Fullveldið skipti sköpum í báðum þessum tilfellum eins og í svo mörgum öðrum þar sem hagsmunir lands og þjóðar hafa verið í húfi. Frelsið til þess að ráða okkar eigin málum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun