Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Samúel Karl Ólason skrifar 2. ágúst 2025 14:55 Frá Les Sables-d'Olonne, vinsælum strandbæ í Frakklandi. Getty/Gazeau J/Andia Á hverju sumri fyllist strandbærinn Les Sables d‘Olonne á vesturströnd Frakklands af ferðamönnum, sem flestir eru franskir, en þeir þykja gjarnir, jafnvel of gjarnir, á það að ganga um bæinn á sundfötum sínum eða berir að ofan. Íbúar hafa fengið nóg og eru byrjaðir að beita sektum. Ráðamenn og íbúar í bænum Les Sables d’Olonne í Frakklandi hafa beðið ferðamenn um að sýna hófsemi í bænum. „Smá stilling, gerið það,“ skrifaði Yannick Moreau, bæjarstjóri, á samfélagsmiðla í síðustu viku. Tilefnið var að gerðar hafa verið breytingar á reglum bæjarins og verður fólk nú sektað fyrir að ganga nakið eða á sundfötum um götur og verslanir bæjarins. „Þetta er spurning um virðingu við íbúa Sables sem vilja ekki að fólk gangi hálf nakið um bæinn. Þetta er líka spurning um hreinlæti í mörkuðum, verslunum og á götum okkar.“ Bæjarstjórinn sagði fólki frjálst að bera sig á ellefu kílómetra langri strandlengju bæjarins. Ein baðströndin er nektarströnd og þar er því eitthvað fyrir alla. Í viðtali við New York Times sagði Moreau að þessi tilhneiging ferðamanna að spóka sig fáklæddir um bæinn hefði færst í aukana á undanförnum árum. Þeir færu af ströndunum í sundfötum sínum og gengu um bæinn og færu inn í matvöruverslanir og inn á veitingastaði svo gott sem berir. „Ef þú ferð inn í verslun til að kaupa mat, ávexti, grænmeti og kjöt, getur þú ekki verið hálf nakinn svo hár falla á grænmetið. Þetta er spurning um velsæmi.“ Sambærilegar reglur hafa litið dagsins ljós víðsvegar um Evrópu á undanförnum árum. Það á við staði á Spáni, Ítalíu, Króatíu og víðar. Frakkland Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Íbúar hafa fengið nóg og eru byrjaðir að beita sektum. Ráðamenn og íbúar í bænum Les Sables d’Olonne í Frakklandi hafa beðið ferðamenn um að sýna hófsemi í bænum. „Smá stilling, gerið það,“ skrifaði Yannick Moreau, bæjarstjóri, á samfélagsmiðla í síðustu viku. Tilefnið var að gerðar hafa verið breytingar á reglum bæjarins og verður fólk nú sektað fyrir að ganga nakið eða á sundfötum um götur og verslanir bæjarins. „Þetta er spurning um virðingu við íbúa Sables sem vilja ekki að fólk gangi hálf nakið um bæinn. Þetta er líka spurning um hreinlæti í mörkuðum, verslunum og á götum okkar.“ Bæjarstjórinn sagði fólki frjálst að bera sig á ellefu kílómetra langri strandlengju bæjarins. Ein baðströndin er nektarströnd og þar er því eitthvað fyrir alla. Í viðtali við New York Times sagði Moreau að þessi tilhneiging ferðamanna að spóka sig fáklæddir um bæinn hefði færst í aukana á undanförnum árum. Þeir færu af ströndunum í sundfötum sínum og gengu um bæinn og færu inn í matvöruverslanir og inn á veitingastaði svo gott sem berir. „Ef þú ferð inn í verslun til að kaupa mat, ávexti, grænmeti og kjöt, getur þú ekki verið hálf nakinn svo hár falla á grænmetið. Þetta er spurning um velsæmi.“ Sambærilegar reglur hafa litið dagsins ljós víðsvegar um Evrópu á undanförnum árum. Það á við staði á Spáni, Ítalíu, Króatíu og víðar.
Frakkland Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira