„Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Árni Jóhannsson skrifar 3. ágúst 2025 18:56 Mikael Breki skiljanlega í skýjunum með mark fyrir uppeldisklúbbinn. Vísir / Diego Mikal Breki Þórðarson skoraði mark KA þegar liðið gerði jafntefli við Breiðablik á útivelli í 17. umferð Bestu deildar karla í dag. Leikurinn endaði 1-1 og geta Akureyringar talið þetta gott stig á útivelli í baráttunni sem er framundan. Mikael var að skora sitt fyrsta mark í sumar en var fyrst spurður að því hvort KA menn gætu ekki verið ánægðir með stigið sem þeir fengu í dag. „Já við getum algjörlega verið ánægðir með stigið í dag. Þetta var flott frammistaða. Við þéttir, skipulagðir og agaðir. Gáfum ekki mikið af færum, sköpuðum okkur nokkur færi og hefðum getað stolið þessu.“ En KA hljóta að vera svekktir að fá ekki öll stigin en þeir voru á löngum kafla í seinni hálfleik mjög frískir og velgdu Blikum undir uggum oft og mörgum sinnum. Anton Ari var t.a.m. valinn maður leiksins af stuðningsmönnum Blika. „Já við hefðum alveg geta stolið þessu, skorað tvö eða þrjú jafnvel. Við vorum að stríða þeim alveg þannig að við getum verið svekktir að taka ekki öll stigin í dag.“ Alveg í blálokin á leiknum skoraði Viktor Örn Margeirsson mark eftir hornspyrnu en mjög löngu síðar var markið dæmt af. Hvernig var tilfinningin hjá Mikael í þessum atburði og sá hann hvað gerðist? „Ég sá þetta ekki sjálfur, en sá myndband og þetta var rétt. Rétt skal vera rétt. Þetta var súrt þegar maður hélt að þetta væri að tapast en svo var maður smá glaður þegar sá hann flauta. Það var bara flott.“ Mikael var að skora sitt annað mark í meistaraflokki og fyrsta markið sitt í sumar og gæti þetta mark orðið ansi mikilvægt þegar talið er upp úr pokanum góða í lok tímabils. Hann var beðinn um að lýsa því og líðan sinni þegar boltinn söng í netinu. „Geggjuð tilfinning. Mér fannst ég hitta hann smá illa en geggjað að sjá boltann syngja í netinu. Það er alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið.“ KA menn hafa staðið sig vel undanfarnar vikur þó úrslit og stigasöfnun hefur ekki alltaf fylgt frammistöðunni. Hvernig líst Mikael á komandi átök? „Það er komið sjálfstraust í liðið. Við erum agaðir og við erum skipulagðir og akkúrat núna þurfum við að fá frammistöður og stig. Við þurfum að fara að koma okkur upp úr þessari botnbaráttur sem við erum í.“ KA Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira
Mikael var að skora sitt fyrsta mark í sumar en var fyrst spurður að því hvort KA menn gætu ekki verið ánægðir með stigið sem þeir fengu í dag. „Já við getum algjörlega verið ánægðir með stigið í dag. Þetta var flott frammistaða. Við þéttir, skipulagðir og agaðir. Gáfum ekki mikið af færum, sköpuðum okkur nokkur færi og hefðum getað stolið þessu.“ En KA hljóta að vera svekktir að fá ekki öll stigin en þeir voru á löngum kafla í seinni hálfleik mjög frískir og velgdu Blikum undir uggum oft og mörgum sinnum. Anton Ari var t.a.m. valinn maður leiksins af stuðningsmönnum Blika. „Já við hefðum alveg geta stolið þessu, skorað tvö eða þrjú jafnvel. Við vorum að stríða þeim alveg þannig að við getum verið svekktir að taka ekki öll stigin í dag.“ Alveg í blálokin á leiknum skoraði Viktor Örn Margeirsson mark eftir hornspyrnu en mjög löngu síðar var markið dæmt af. Hvernig var tilfinningin hjá Mikael í þessum atburði og sá hann hvað gerðist? „Ég sá þetta ekki sjálfur, en sá myndband og þetta var rétt. Rétt skal vera rétt. Þetta var súrt þegar maður hélt að þetta væri að tapast en svo var maður smá glaður þegar sá hann flauta. Það var bara flott.“ Mikael var að skora sitt annað mark í meistaraflokki og fyrsta markið sitt í sumar og gæti þetta mark orðið ansi mikilvægt þegar talið er upp úr pokanum góða í lok tímabils. Hann var beðinn um að lýsa því og líðan sinni þegar boltinn söng í netinu. „Geggjuð tilfinning. Mér fannst ég hitta hann smá illa en geggjað að sjá boltann syngja í netinu. Það er alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið.“ KA menn hafa staðið sig vel undanfarnar vikur þó úrslit og stigasöfnun hefur ekki alltaf fylgt frammistöðunni. Hvernig líst Mikael á komandi átök? „Það er komið sjálfstraust í liðið. Við erum agaðir og við erum skipulagðir og akkúrat núna þurfum við að fá frammistöður og stig. Við þurfum að fara að koma okkur upp úr þessari botnbaráttur sem við erum í.“
KA Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira