Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar 4. ágúst 2025 15:00 Þakklæti kemur fyrst upp í hugann þegar ég hugsa um hvað ég er heppinn að hafa fæðst í samfélagi þar sem skynsemi og kærleikur ráða ríkjum eða hvað? Ég er samkynhneigður maður og ólst upp á Íslandi þegar það var allt annað og meira mál að vera það en í dag. Ég þekki hvernig það er að passa upp á hvað sagt er og við hvern. Hvernig það er að hugsa sig tvisvar um áður en maður leiðir makann sinn út á götu. Hvernig það er að reyna stöðugt að „passa inn“. Ég þekki þetta af eigin skinni. Ég tilheyri vissulega minnihlutahópi, en innan þess hóps nýt ég ákveðinna forréttinda, hvítur, miðaldra, giftur hommi. Jafnvel verstu fáfræðipúkar „þola“ okkur svo lengi sem við „reynum ekki við þá“ eins ótrúlega girnilegt og það kann nú að hljóma. En í dag, árið 2025, er staðan sem betur fer breytt. Ég er ekki lengur utanveltu. Ég er hluti af samfélaginu. Í dag er ég „í lagi“. Nú segist fólk „ekkert hafa á móti hommum“ og þekkir jafnvel nokkra: „Þekkirðu ekki Pál? Hann er hommi, frændi minn.“ Við giftumst, skiljum, eignumst börn eða ættleiðum, rétt eins og Jón og Gunna í næstu íbúð. Í ágúst mánuði hvert ár erum við uppáhalds, og öll skreyta sig með regnbogum, líka gagnkynhneigt fólk. Að vera samkynhneigður karl eða kona er ekkert stórmál í dag. En núna hefur annar hópur tekið við hlutverki okkar sem „vandamálið“. Nú er trans fólk of mikið af því góða. Við heyrum það alls staðar að þetta sé að ganga of langt, þetta sé óskiljanlegt rugl og þetta sé stórhættulegt fyrir börn. Við heyrum þetta frá stjórnmálafólki, í fjölmiðlum og í athugasemdakerfum, allt í nafni „gagnrýnnar umræðu“. Fólk má nú hafa sína skoðun, ekki satt? En hvar höfum við þetta heyrt áður? Við heyrðum þetta líka þegar samkynhneigðir börðust fyrir þeim einfalda rétti að fá að elska. Þá var það líka „of mikið“. Börnin gætu orðið ringluð, hjónaband væri í hættu og gæti hreinlega endað á sorphaugunum. Þá var þetta sagt um okkur samkynhneigða fólkið, en nú er þetta sagt um trans fólk, oft sömu raddirnar og þá, en líka stundum fólk sem ætti að muna, eða allavega vita, hvernig þetta var. Við skulum ekki gleyma því að það voru ekki bara fínir hommar í jakkafötum heldur einmitt gagnkynhneigðar og lesbískar konur, trans fólk og aðrar jaðarsettar hinsegin manneskjur sem börðust fyrir þeim réttindum sem við teljum sjálfsögð í dag. Rétturinn til að giftast, ættleiða og bara að lifa opinskátt, þetta kom ekki að sjálfu sér. Allt þetta er uppskera langrar baráttu. Fólk missti vinnuna, fjölskyldu sína, öryggi og jafnvel lífið í þeirri baráttu. Og nú, þegar trans fólk biður um það sama, það eitt að fá að vera til í friði, þá er skyndilega hrópað nei, nú er þetta farið að ganga of langt. Hvers vegna ætti það að teljast ásættanlegt að útiloka lítinn hóp fólks, bara til að halda í gamlar og ímyndaðar hugmyndir um hvernig samfélag „á“ að vera? Ef við lærðum eitthvað af þeirri baráttu sem á undan fór, ættum við að vita að réttindi eru ekki gefin, þau eru áunnin og þau viðhaldast ekki ef við bregðumst þegar röðin kemur að öðrum. Trans fólk er ekki ógn. Þau ógnar ekki menningu okkar eða börnunum okkar. Þau ógnar aðeins þeirri goðsögn að öll eigi að vera eins. Við, þessi sjálfstæða þjóð sem elskar að vera öðruvísi og skemmtilegri en aðrar þjóðir, ættum að vita betur en að kaupa þá mýtu. Baráttan fyrir réttindum og virðingu er ekki lokið. Við þurfum að standa saman og gæta þess að okkar saga verði ekki endurtekin. Rétturinn til að vera til og lifa sem manneskjan sem við erum, er grundvallarmannréttindi sem við verðum að verja, alltaf. Höfundur er samkynhneigður karl sem „fær“ að vera hann sjálfur í friði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Þakklæti kemur fyrst upp í hugann þegar ég hugsa um hvað ég er heppinn að hafa fæðst í samfélagi þar sem skynsemi og kærleikur ráða ríkjum eða hvað? Ég er samkynhneigður maður og ólst upp á Íslandi þegar það var allt annað og meira mál að vera það en í dag. Ég þekki hvernig það er að passa upp á hvað sagt er og við hvern. Hvernig það er að hugsa sig tvisvar um áður en maður leiðir makann sinn út á götu. Hvernig það er að reyna stöðugt að „passa inn“. Ég þekki þetta af eigin skinni. Ég tilheyri vissulega minnihlutahópi, en innan þess hóps nýt ég ákveðinna forréttinda, hvítur, miðaldra, giftur hommi. Jafnvel verstu fáfræðipúkar „þola“ okkur svo lengi sem við „reynum ekki við þá“ eins ótrúlega girnilegt og það kann nú að hljóma. En í dag, árið 2025, er staðan sem betur fer breytt. Ég er ekki lengur utanveltu. Ég er hluti af samfélaginu. Í dag er ég „í lagi“. Nú segist fólk „ekkert hafa á móti hommum“ og þekkir jafnvel nokkra: „Þekkirðu ekki Pál? Hann er hommi, frændi minn.“ Við giftumst, skiljum, eignumst börn eða ættleiðum, rétt eins og Jón og Gunna í næstu íbúð. Í ágúst mánuði hvert ár erum við uppáhalds, og öll skreyta sig með regnbogum, líka gagnkynhneigt fólk. Að vera samkynhneigður karl eða kona er ekkert stórmál í dag. En núna hefur annar hópur tekið við hlutverki okkar sem „vandamálið“. Nú er trans fólk of mikið af því góða. Við heyrum það alls staðar að þetta sé að ganga of langt, þetta sé óskiljanlegt rugl og þetta sé stórhættulegt fyrir börn. Við heyrum þetta frá stjórnmálafólki, í fjölmiðlum og í athugasemdakerfum, allt í nafni „gagnrýnnar umræðu“. Fólk má nú hafa sína skoðun, ekki satt? En hvar höfum við þetta heyrt áður? Við heyrðum þetta líka þegar samkynhneigðir börðust fyrir þeim einfalda rétti að fá að elska. Þá var það líka „of mikið“. Börnin gætu orðið ringluð, hjónaband væri í hættu og gæti hreinlega endað á sorphaugunum. Þá var þetta sagt um okkur samkynhneigða fólkið, en nú er þetta sagt um trans fólk, oft sömu raddirnar og þá, en líka stundum fólk sem ætti að muna, eða allavega vita, hvernig þetta var. Við skulum ekki gleyma því að það voru ekki bara fínir hommar í jakkafötum heldur einmitt gagnkynhneigðar og lesbískar konur, trans fólk og aðrar jaðarsettar hinsegin manneskjur sem börðust fyrir þeim réttindum sem við teljum sjálfsögð í dag. Rétturinn til að giftast, ættleiða og bara að lifa opinskátt, þetta kom ekki að sjálfu sér. Allt þetta er uppskera langrar baráttu. Fólk missti vinnuna, fjölskyldu sína, öryggi og jafnvel lífið í þeirri baráttu. Og nú, þegar trans fólk biður um það sama, það eitt að fá að vera til í friði, þá er skyndilega hrópað nei, nú er þetta farið að ganga of langt. Hvers vegna ætti það að teljast ásættanlegt að útiloka lítinn hóp fólks, bara til að halda í gamlar og ímyndaðar hugmyndir um hvernig samfélag „á“ að vera? Ef við lærðum eitthvað af þeirri baráttu sem á undan fór, ættum við að vita að réttindi eru ekki gefin, þau eru áunnin og þau viðhaldast ekki ef við bregðumst þegar röðin kemur að öðrum. Trans fólk er ekki ógn. Þau ógnar ekki menningu okkar eða börnunum okkar. Þau ógnar aðeins þeirri goðsögn að öll eigi að vera eins. Við, þessi sjálfstæða þjóð sem elskar að vera öðruvísi og skemmtilegri en aðrar þjóðir, ættum að vita betur en að kaupa þá mýtu. Baráttan fyrir réttindum og virðingu er ekki lokið. Við þurfum að standa saman og gæta þess að okkar saga verði ekki endurtekin. Rétturinn til að vera til og lifa sem manneskjan sem við erum, er grundvallarmannréttindi sem við verðum að verja, alltaf. Höfundur er samkynhneigður karl sem „fær“ að vera hann sjálfur í friði.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun