Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2025 12:45 Leikmenn Bröndby IF fagna hér marki á móti nágrönnum sínum í FC Kaupamannahöfn og það á sjálfum Parken. Getty/Kristian Tuxen Ladegaard Berg Danskir fjölmiðlar segja frá vandræðalegum liðsfundi fyrir nýja leikmenn Bröndby í fótboltanum en danska félagið er þessa dagana að undirbúa sig fyrir leiki á móti Víkingum í Sambandsdeildinni seinna í þessari viku. Víkingur fær Bröndby í heimsókn í Víkina á fimmtudaginn í fyrri leik liðanna í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Í boði er sæti í umspilsleikjum um sæti í Sambandsdeildinni þar sem mótherjinn verður tapliðið úr leik Servette frá Sviss og Utrecht frá Hollandi. Frederik Birk er þjálfari Bröndby og hann viðurkenndi í viðtali við Bold vefinn að upp kom vandræðalega stund á dögunum eftir liðsfund liðsins. Bröndby er með japönsku leikmennina Shō Fukuda og Kōtarō Uchino en þeir eru báðir framherjar og komu báðir til danska félagsins í síðasta mánuði. Þeir kunna ekki orð í dönsku ennþá og leikgreinandi danska félagsins leitaði því til gervigreindarinnar til að þýða fyrir sig fyrirlestur sinn um komandi leik. „Sho og Kotaro komu út af fundinum frekar ringlaðir þar sem Sören, leikgreinandinn minn, hafði verið með fyrirlestur um næstu mótherja okkar. Hann fékk gervigreindina til að hjálpa sér með japönskuna en hún fór bara að tala um kjúklinga og grænmeti. Þeir vissu því ekki alveg hvaða taktík var átt við,“ sagði Frederik Birk við bold.dk. „Það var líka eitthvað um það að við vildum taka yfir Þýskaland og sögulega var þetta einnig að skapa rugling hjá þeim,“ sagði Birk og hló. Kotaro er 22 ára og kom frá Tsukuba University en Sho er ári eldri og kom frá Shonan Bellmare. Báðir gerðu samning til ársins 2029. View this post on Instagram A post shared by 𝐌𝐞𝐫𝐞 𝐅𝐨𝐝𝐛𝐨𝐥𝐝 (@merefodbold) Danski boltinn Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Sjá meira
Víkingur fær Bröndby í heimsókn í Víkina á fimmtudaginn í fyrri leik liðanna í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Í boði er sæti í umspilsleikjum um sæti í Sambandsdeildinni þar sem mótherjinn verður tapliðið úr leik Servette frá Sviss og Utrecht frá Hollandi. Frederik Birk er þjálfari Bröndby og hann viðurkenndi í viðtali við Bold vefinn að upp kom vandræðalega stund á dögunum eftir liðsfund liðsins. Bröndby er með japönsku leikmennina Shō Fukuda og Kōtarō Uchino en þeir eru báðir framherjar og komu báðir til danska félagsins í síðasta mánuði. Þeir kunna ekki orð í dönsku ennþá og leikgreinandi danska félagsins leitaði því til gervigreindarinnar til að þýða fyrir sig fyrirlestur sinn um komandi leik. „Sho og Kotaro komu út af fundinum frekar ringlaðir þar sem Sören, leikgreinandinn minn, hafði verið með fyrirlestur um næstu mótherja okkar. Hann fékk gervigreindina til að hjálpa sér með japönskuna en hún fór bara að tala um kjúklinga og grænmeti. Þeir vissu því ekki alveg hvaða taktík var átt við,“ sagði Frederik Birk við bold.dk. „Það var líka eitthvað um það að við vildum taka yfir Þýskaland og sögulega var þetta einnig að skapa rugling hjá þeim,“ sagði Birk og hló. Kotaro er 22 ára og kom frá Tsukuba University en Sho er ári eldri og kom frá Shonan Bellmare. Báðir gerðu samning til ársins 2029. View this post on Instagram A post shared by 𝐌𝐞𝐫𝐞 𝐅𝐨𝐝𝐛𝐨𝐥𝐝 (@merefodbold)
Danski boltinn Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Sjá meira