Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. ágúst 2025 12:05 Már Wolfgang Mixa er dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Vísir/Ívar Fannar Már Wolfgang Mixa segir að tollastefna Donalds Trump Bandaríkjaforseta muni líklega draga úr viðskiptahalla Bandaríkjanna, sem sé meginmarkmið stefnunnar. Hann líkir viðvarandi viðskiptahalla Bandaríkjanna sem „ákveðnu Titanic“ og ljóst sé að á einhverjum tímapunkti hafi þurft að taka sveig. Már segir varðandi tollastefnuna að áhrif hennar séu óljós og flókin, og breyturnar séu of margar til að hægt sé að spá fyrir um heildaráhrif hennar á hagkerfið. Staðan í þessum efnum sé eins og flókin staða á taflborði, þar sem margar breytur séu í gangi, og hlutir gætu farið í margar áttir. Þetta kemur fram í viðtali sem tekið var við Má í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem tollar Trumps voru til umræðu. Verðbólga muni aukast Már segir að tollahækkanirnar muni einfaldlega þýða að það verði erfiðara fyrir þjóðir að flytja vörur til Bandaríkjanna og keppa við bandarískar vörur. Það hafi verið ætlunin með tollunum og það sé nokkuð ljóst að hún muni heppnast. Tollarnir þýði líka að ýmsar vörur í Bandaríkjunum muni hækka í verði. „Þessi tollur, hann fer að stórum hluta út í vöruverð, þannig að verðbógla mun aukast í Bandaríkjunum.“ „Auk þess þá minnkar þetta samkeppni, það er ekki alveg útséð hvernig bandarísk fyrirtæki munu bregðast við. Munu þau hækka verð á sínum vörum þar sem minni samkeppni er til staðar eða ekki?“ Þá hafi komið fram í fréttum í síðustu viku að verið væri að skapa færri störf í Bandaríkjunum nú en nokkru sinni fyrr. Trump hafi verið ósáttur við þær tölur, sagt þær rangar. „Já hann sagði að þær væru rangar, en það komu nú sáralítið rök með þeirri staðhæfingu. En hvort sem þær eru rangar eða ekki, það má vel vera að þær séu réttar af því það er meiri óvissa. Þegar óvissa eykst, þá draga fyrirtæki gjarnan saman seglin í að skapa ný störf.“ Væntingarvísitala Bandaríkjanna hafi mælst mjög lág, og hafi sjaldan mælst eins lág og síðustu vikur og mánuði. „Seinast þegar vísitalan féll svona mikið var það í aðdraganda 2008 hrunsins. Ég ætla ekkert að fara fullyrða um það hvort það sé einhver endurteknin í loftinu eða framundan í þeim efnum. En bandarískir neytendur eru að draga saman seglin, og það er ákveðinn fórnarkostnaður við það að setja tolla,“ segir Már. Lítill fyrirsjáanleiki Lítill fyrirsjáanleiki sé í tollastefnunni og það gæti haft áhrif á viðskiptaákvarðanir annarra þjóða. „Þegar það er lítill fyrirsjáanleiki, bara ef við lítum á Svisslendinga, ég er nokkuð viss um að mörg fyrirtæki í Sviss þessa stundina séu að funda núna og spyrja sig: Hvert getum við flutt úr vörur í stað Bandaríkjanna?“ „Það er bara mjög líklegt að það verði þróunin að þjóðir fari að leita annað. En það mun þá draga úr viðskiptahallanum í Bandaríkjunum, Bandaríkin flytja þá minna inn, og ef það er meginmarkmiðið með þessari tollastefnu, það eitt og sér, þá er þeim markmiðum, ég geri ráð fyrir að þau muni nást,“ segir Már. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Bítið Bylgjan Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Efnahagsmál Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Már segir varðandi tollastefnuna að áhrif hennar séu óljós og flókin, og breyturnar séu of margar til að hægt sé að spá fyrir um heildaráhrif hennar á hagkerfið. Staðan í þessum efnum sé eins og flókin staða á taflborði, þar sem margar breytur séu í gangi, og hlutir gætu farið í margar áttir. Þetta kemur fram í viðtali sem tekið var við Má í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem tollar Trumps voru til umræðu. Verðbólga muni aukast Már segir að tollahækkanirnar muni einfaldlega þýða að það verði erfiðara fyrir þjóðir að flytja vörur til Bandaríkjanna og keppa við bandarískar vörur. Það hafi verið ætlunin með tollunum og það sé nokkuð ljóst að hún muni heppnast. Tollarnir þýði líka að ýmsar vörur í Bandaríkjunum muni hækka í verði. „Þessi tollur, hann fer að stórum hluta út í vöruverð, þannig að verðbógla mun aukast í Bandaríkjunum.“ „Auk þess þá minnkar þetta samkeppni, það er ekki alveg útséð hvernig bandarísk fyrirtæki munu bregðast við. Munu þau hækka verð á sínum vörum þar sem minni samkeppni er til staðar eða ekki?“ Þá hafi komið fram í fréttum í síðustu viku að verið væri að skapa færri störf í Bandaríkjunum nú en nokkru sinni fyrr. Trump hafi verið ósáttur við þær tölur, sagt þær rangar. „Já hann sagði að þær væru rangar, en það komu nú sáralítið rök með þeirri staðhæfingu. En hvort sem þær eru rangar eða ekki, það má vel vera að þær séu réttar af því það er meiri óvissa. Þegar óvissa eykst, þá draga fyrirtæki gjarnan saman seglin í að skapa ný störf.“ Væntingarvísitala Bandaríkjanna hafi mælst mjög lág, og hafi sjaldan mælst eins lág og síðustu vikur og mánuði. „Seinast þegar vísitalan féll svona mikið var það í aðdraganda 2008 hrunsins. Ég ætla ekkert að fara fullyrða um það hvort það sé einhver endurteknin í loftinu eða framundan í þeim efnum. En bandarískir neytendur eru að draga saman seglin, og það er ákveðinn fórnarkostnaður við það að setja tolla,“ segir Már. Lítill fyrirsjáanleiki Lítill fyrirsjáanleiki sé í tollastefnunni og það gæti haft áhrif á viðskiptaákvarðanir annarra þjóða. „Þegar það er lítill fyrirsjáanleiki, bara ef við lítum á Svisslendinga, ég er nokkuð viss um að mörg fyrirtæki í Sviss þessa stundina séu að funda núna og spyrja sig: Hvert getum við flutt úr vörur í stað Bandaríkjanna?“ „Það er bara mjög líklegt að það verði þróunin að þjóðir fari að leita annað. En það mun þá draga úr viðskiptahallanum í Bandaríkjunum, Bandaríkin flytja þá minna inn, og ef það er meginmarkmiðið með þessari tollastefnu, það eitt og sér, þá er þeim markmiðum, ég geri ráð fyrir að þau muni nást,“ segir Már. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Bítið Bylgjan Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Efnahagsmál Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira