Innlent

Útlendingamálin, Reynisfjara og Hin­segin dagar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12.

Dómsmálaráðherra hyggst tempra kraftmikla fólksfjölgun til landsins með nýjum og strangari reglum um dvalarleyfi. Fólksfjölgun á Íslandi hafi verið fimmtánföld á við Evrópumeðaltal og sé að stærstum hluta borin uppi af erlendum ríkisborgurum.

Hæstaréttarlögmaður er ósammála lagaprófessor um að íslenska ríkið geti talist brotlegt gegn Mannréttindasáttmála Evrópu þegar slys verða á fjölsóttum ferðamannastöðum. Einstakir aðilar sem hafi ferðaþjónustu að atvinnu geti hugsanlega borið ábyrgð ef illa fer á þeirra vakt en hann geti illa séð hvernig ríkið eigi að gera það. Hann varar við hertu regluverki og auknu eftirliti í ferðaþjónustu.

Lögreglan sinnti samtals tæplega 600 málum á tveimur stærstu útihátíðum verslunarmannahelgarinnar í Vestmannaeyjum og á Akureyri. Þrátt fyrir mikinn mannfjölda á Akureyri var helgin þar rólegri en aðrar verslunarmannahelgar. Varðstjóri telur að veðurblíðan fyrir norðan hafi haft jákvæð áhrif á gesti.

Hinsegindagar verða settir í dag. Þema daganna í ár er „Samstaða skapar samfélag“.

Klippa: Hádegisfréttir 5. ágúst 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×