Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Agnar Már Másson skrifar 5. ágúst 2025 13:54 Þegar gosið var upp á sitt besta í júlí. Vísir/Björn Steinbekk Veðurstofa Íslands hefur staðfest að gosinu á Sundhnúksgígaröðinni sé lokið í bili. Níunda gosið á gígaröðinni stóð yfir í um tuttugu daga. Þótt ekki sé lengur virkni í gígnum er áfram möguleiki á því að gosmóðu verði vart, jafnvel í einhverja daga eftir goslok. Veðurstofa Íslands skrifar þetta í tilkynningu til fjölmiðla en gosið hófst 16. júlí á Sundhnúksgígaröðinni. Engin virkni er lengur í gígunum og nýtt hættumatskort endurspeglar þessa breytingu, segir í tilkynningunni. Gosórói og strókavirkni féllu allverulega niður um helgina og gasmengunar og gosmóðu hefur lítið orðið vart undanfarna daga. Þrátt fyrir að gosið sé yfirstaðið eru enn lífshættulegar aðstæður á svæðinu vegna nýs og óstöðugs hrauns og mögulegrar gasmengunar. Engin virkni er í gígunum samkvæmt drónamynd frá lögreglunni, segir í tilkynningunni. Bent er á að lífshættulegt sé að ganga á nýstorknuðu hrauni þar sem yfirborð skorpu getur brostið án fyrirvara og glóandi hraun leynst beint undir. Hætta sé við hraunjaðra þar sem þunnfljótandi hrauntungur geta skyndilega runnið fram. Einnig getur hraunjaðarinn hrunið fram. Gasmengun geti áfram farið yfir hættumörk í nágrenni við eldstöðina. Hættumatskort Veðurstofunnar frá 5. ágúst.Veðurstofa Nýtt hættumatskort hefur verið gefið út og mun gilda næstu viku. Í gær, mánudag, féll virkni í gígnum alveg niður samhliða minnkandi gosóróa. Örlítil virkni var sjáanleg í nótt en í dag hefur engin virkni verið í gígnum og gosið talið yfirstaðið. Landris hefur hafist á ný samkvæmt gervihnattagögnum og GNSS-mælum og nemur það hátt í þremur sentímetrum. Því er ljóst, að mati stofnunarinnar, að kvikustreymi undir Svartsengi sé enn til staðar og ef landris heldur áfram getur það leitt til frekari kvikuhlaupa og eldgosa. Verðurstofa segir að engar stórvægilegar breytingar hafi orðið á útbreiðslu hraunbreiðunnar síðustu daga en hún sé enn óstöðug sem getur leitt til framhlaups við hraunjaðra. Þá getur yfirborð jaðarsins brostið án fyrirvara og glóandi hrauntunga runnið fram. Slík framhlaup eru lífshættuleg og mikilvægt er að halda sig fjarri jaðrinum. Þessi hætta er enn til staðar þó að eldgosinu sé lokið. Gasmengun frá eldgosinu hefur mælst lítil á svæðinu undanfarna tvo daga og gosmóðu hefur ekki orðið vart. Þótt ekki sé lengur virkni í gígnum er áfram möguleiki á að gosmóðu geti orðið vart, jafnvel í einhverja daga eftir goslok. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Veðurstofa Íslands skrifar þetta í tilkynningu til fjölmiðla en gosið hófst 16. júlí á Sundhnúksgígaröðinni. Engin virkni er lengur í gígunum og nýtt hættumatskort endurspeglar þessa breytingu, segir í tilkynningunni. Gosórói og strókavirkni féllu allverulega niður um helgina og gasmengunar og gosmóðu hefur lítið orðið vart undanfarna daga. Þrátt fyrir að gosið sé yfirstaðið eru enn lífshættulegar aðstæður á svæðinu vegna nýs og óstöðugs hrauns og mögulegrar gasmengunar. Engin virkni er í gígunum samkvæmt drónamynd frá lögreglunni, segir í tilkynningunni. Bent er á að lífshættulegt sé að ganga á nýstorknuðu hrauni þar sem yfirborð skorpu getur brostið án fyrirvara og glóandi hraun leynst beint undir. Hætta sé við hraunjaðra þar sem þunnfljótandi hrauntungur geta skyndilega runnið fram. Einnig getur hraunjaðarinn hrunið fram. Gasmengun geti áfram farið yfir hættumörk í nágrenni við eldstöðina. Hættumatskort Veðurstofunnar frá 5. ágúst.Veðurstofa Nýtt hættumatskort hefur verið gefið út og mun gilda næstu viku. Í gær, mánudag, féll virkni í gígnum alveg niður samhliða minnkandi gosóróa. Örlítil virkni var sjáanleg í nótt en í dag hefur engin virkni verið í gígnum og gosið talið yfirstaðið. Landris hefur hafist á ný samkvæmt gervihnattagögnum og GNSS-mælum og nemur það hátt í þremur sentímetrum. Því er ljóst, að mati stofnunarinnar, að kvikustreymi undir Svartsengi sé enn til staðar og ef landris heldur áfram getur það leitt til frekari kvikuhlaupa og eldgosa. Verðurstofa segir að engar stórvægilegar breytingar hafi orðið á útbreiðslu hraunbreiðunnar síðustu daga en hún sé enn óstöðug sem getur leitt til framhlaups við hraunjaðra. Þá getur yfirborð jaðarsins brostið án fyrirvara og glóandi hrauntunga runnið fram. Slík framhlaup eru lífshættuleg og mikilvægt er að halda sig fjarri jaðrinum. Þessi hætta er enn til staðar þó að eldgosinu sé lokið. Gasmengun frá eldgosinu hefur mælst lítil á svæðinu undanfarna tvo daga og gosmóðu hefur ekki orðið vart. Þótt ekki sé lengur virkni í gígnum er áfram möguleiki á að gosmóðu geti orðið vart, jafnvel í einhverja daga eftir goslok.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira