Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 6. ágúst 2025 07:31 Það er ánægjulegt að sjá að í dómsmálaráðuneytinu skuli hafa verið ráðist í „ítarlega greiningarvinnu“, eins og ráðherrann kallar það, til að komast að því hvers vegna íbúum landsins hafi fjölgað svona mikið á síðustu árum. Það var líka ánægjulegt að sjá að hin ítarlega greining (eða leit á heimasíðu Hagstofunnar) skuli hafa skilað því sem ég og fleiri höfum viðstöðulaust reynt að benda á ár eftir ár. Fjölgunin er fyrst og fremst vegna stjórnleysis í innflytjendamálum (ráðherrann notaði reyndar orðið „stefnuleysi“). Dómsmálaráðherra segir að 2/3 hlutar fjölgunarinnar frá 2017 séu erlendir ríkisborgarar. Hið rétta er 3/4 en látum það liggja á milli hluta því ráðherrann sagði margt skynsamlegt í grein sinni á Vísi og í viðtölum. Skynsamlegt að því marki að þar voru nefnd mörg þeirra atriða sem mér hefur orðið tíðrætt um og orðalagið nánast hið sama. Hlutir sem flokksfélagar ráðherrans töldu fyrir skömmu til marks um popúlisma, öfgar og jafnvel mannvonsku. Ráðherrann sagðist hafa heyrt ákall um breytingar frá kjósendum, m.a. kennurum, heilbrigðisstarfsmönnum og lögreglu fyrir síðustu kosningar. Ég efast ekki um að það sé rétt en þá er þeim mun furðulegra að samtímis skuli flokkur ráðherrans hafa leitast við að þagga niður umræðu um innflytjendamál. Fyrir kosningar var formanni Viðreisnar tíðrætt um skort á mannúð hjá þeim sem vöktu athygli á þessum málum. Ég vona að dómsmálaráðherra sé alvara með málflutningi sínum og bregðist við í samræmi við tilefnið. Í mörgum vestrænum ríkjum sem hafa misst stjórn á innflytjendamálum hefur leiðin til glötunar verið vörðuð yfirlýsingum stjórnmálamanna sem þóttust skilja áhyggjur kjósenda en gerðu svo eitthvað allt annað. Við höfum ekki tíma fyrir fleiri villuljós. Það þarf að taka á þessum málum af festu, strax. Þess vegna taldi ég mikilvægt að þau yrðu rædd fyrir síðustu kosningar. Hin þegar kynntu mál sem ráðherrann nefndi sem viðbrögð munu ekki duga til. Útlendingalögin eru handónýt. Frá upphafi mátti vera ljóst hvert þau myndu leiða eins og ég hef minnt á í nærri áratug. Við þurfum ný útlendingalög sem taka mið af raunveruleikanum. Eftir stendur svo spurningin: Hvernig fer það saman að ætla að ná stjórn á landamærunum en telja um leið öllu til þess fórnandi að ganga í ESB? Höfundur er formaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Innflytjendamál Hælisleitendur Miðflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að sjá að í dómsmálaráðuneytinu skuli hafa verið ráðist í „ítarlega greiningarvinnu“, eins og ráðherrann kallar það, til að komast að því hvers vegna íbúum landsins hafi fjölgað svona mikið á síðustu árum. Það var líka ánægjulegt að sjá að hin ítarlega greining (eða leit á heimasíðu Hagstofunnar) skuli hafa skilað því sem ég og fleiri höfum viðstöðulaust reynt að benda á ár eftir ár. Fjölgunin er fyrst og fremst vegna stjórnleysis í innflytjendamálum (ráðherrann notaði reyndar orðið „stefnuleysi“). Dómsmálaráðherra segir að 2/3 hlutar fjölgunarinnar frá 2017 séu erlendir ríkisborgarar. Hið rétta er 3/4 en látum það liggja á milli hluta því ráðherrann sagði margt skynsamlegt í grein sinni á Vísi og í viðtölum. Skynsamlegt að því marki að þar voru nefnd mörg þeirra atriða sem mér hefur orðið tíðrætt um og orðalagið nánast hið sama. Hlutir sem flokksfélagar ráðherrans töldu fyrir skömmu til marks um popúlisma, öfgar og jafnvel mannvonsku. Ráðherrann sagðist hafa heyrt ákall um breytingar frá kjósendum, m.a. kennurum, heilbrigðisstarfsmönnum og lögreglu fyrir síðustu kosningar. Ég efast ekki um að það sé rétt en þá er þeim mun furðulegra að samtímis skuli flokkur ráðherrans hafa leitast við að þagga niður umræðu um innflytjendamál. Fyrir kosningar var formanni Viðreisnar tíðrætt um skort á mannúð hjá þeim sem vöktu athygli á þessum málum. Ég vona að dómsmálaráðherra sé alvara með málflutningi sínum og bregðist við í samræmi við tilefnið. Í mörgum vestrænum ríkjum sem hafa misst stjórn á innflytjendamálum hefur leiðin til glötunar verið vörðuð yfirlýsingum stjórnmálamanna sem þóttust skilja áhyggjur kjósenda en gerðu svo eitthvað allt annað. Við höfum ekki tíma fyrir fleiri villuljós. Það þarf að taka á þessum málum af festu, strax. Þess vegna taldi ég mikilvægt að þau yrðu rædd fyrir síðustu kosningar. Hin þegar kynntu mál sem ráðherrann nefndi sem viðbrögð munu ekki duga til. Útlendingalögin eru handónýt. Frá upphafi mátti vera ljóst hvert þau myndu leiða eins og ég hef minnt á í nærri áratug. Við þurfum ný útlendingalög sem taka mið af raunveruleikanum. Eftir stendur svo spurningin: Hvernig fer það saman að ætla að ná stjórn á landamærunum en telja um leið öllu til þess fórnandi að ganga í ESB? Höfundur er formaður Miðflokksins.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar