Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2025 11:35 Herjólfsdalur. Vísir/Sigurjón Lögregluembættið í Vestmannaeyjum mun ekki greina frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð fyrr en búið er að tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð mögulegra brotaþola. Yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir í samtali við fréttastofu að verklagsreglur hvað þetta varðar séu í takt við það sem verið hefur undanfarin ár. Lögregluembættið sé ekki að leyna hugsanlegum kynferðisbrotum eða hylma yfir þau, síður en svo, heldur sé ekki farið djúpt í tölfræði hvað þetta varðar í fjölmiðlum þegar rannsóknarhagsmunir séu í húfi. Þetta verklag lögreglunnar hefur iðulega sætt gagnrýni síðan tekið var upp á því árið 2015, með bréfi sem þáverandi lögreglustjóri Vestmannaeyja sendi á alla viðbragðsaðila, þar sem þeir voru beðnir um að verjast allra fregna af kynferðisbrotamálum í rannsókn. Stigamót gáfu frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu ekki til hagsbóta fyrir brotaþola að dregið sé að greint sé frá brotum sem upp koma. Þá hefur verið vísað til þess að hér er ekki um samræmt verklag lögregluembætta að ræða en flest önnur embætti hafa þann hátt á að greina frá tilkynningum um brot sem þessi jafnharðan. Hátíðin hafi farið vel fram og flestir til fyrirmyndar Samkvæmt upplýsingum lögregluembættisins í Vestmannaeyjum sinnti lögreglan samtals 287 málum og verkefnum sem tengdust hátíðinni auk þess að halda úti öflugu eftirliti. Að mati lögreglunnar fór hátíðin vel fram og voru flestir gestir til fyrirmyndar. „Þegar þetta er skrifað eru 18 hegningarlagabrot skráð í lögreglukerfið, flest ofbeldisbrot. Þá eru 23 sérrefsilagabrot skráð, flest áfengislagabrot og fíkniefnalagabrot. Nokkur umferðarlagabrot. Málin eru flest öll í rannsókn, en nokkrum hefur þegar verið lokið með svokallaðri lögreglustjórasátt (sekt),“ segir í tilkynningu lögreglu. Samtals gistu 11 fangageymslur yfir hátíðina. „Það má þó reikna með að lögreglunni berist frekari tilkynningar um brot á næstu dögum, en lögreglu berast iðulega tilkynningar um brot eftir að hátíðin er yfirstaðin. Þessi tölfræði er því sett fram með þeim fyrirvara,“ segir í tilkynningu lögreglu. Yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir að engar stórfelldar líkamsárásir hafi komið á borð lögreglu enn sem komið er. „En það eru mörg mál í rannsókn. Svo má reikna með að lögreglunni berist frekari tilkynningar næstu daga, þannig við förum ekki djúpt í tölfræðina að svo stöddu.“ Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Kynferðisofbeldi Lögreglumál Verslunarmannahelgin Tengdar fréttir Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Lögreglan sinnti samtals tæplega sex hundruð málum á tveimur stærstu útihátíðum verslunarmannahelgarinnar í Vestmannaeyjum og á Akureyri. Þrátt fyrir mikinn mannfjölda á Akureyri var helgin þar rólegri en aðrar verslunarmannahelgar. Veðrið spilaði stórt hlutverk á báðum hátíðunum. 5. ágúst 2025 20:02 Ekkert tilkynnt kynferðisbrot og minna af fíkniefnum Karl Gauti Hjaltason lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að lögregla hafi enn ekki fengið kynferðisbrot á borð til sín. Sömu sögu er að segja um alvarlegar líkamsárásir og minna er um fíkniefni. 4. ágúst 2024 19:37 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir í samtali við fréttastofu að verklagsreglur hvað þetta varðar séu í takt við það sem verið hefur undanfarin ár. Lögregluembættið sé ekki að leyna hugsanlegum kynferðisbrotum eða hylma yfir þau, síður en svo, heldur sé ekki farið djúpt í tölfræði hvað þetta varðar í fjölmiðlum þegar rannsóknarhagsmunir séu í húfi. Þetta verklag lögreglunnar hefur iðulega sætt gagnrýni síðan tekið var upp á því árið 2015, með bréfi sem þáverandi lögreglustjóri Vestmannaeyja sendi á alla viðbragðsaðila, þar sem þeir voru beðnir um að verjast allra fregna af kynferðisbrotamálum í rannsókn. Stigamót gáfu frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu ekki til hagsbóta fyrir brotaþola að dregið sé að greint sé frá brotum sem upp koma. Þá hefur verið vísað til þess að hér er ekki um samræmt verklag lögregluembætta að ræða en flest önnur embætti hafa þann hátt á að greina frá tilkynningum um brot sem þessi jafnharðan. Hátíðin hafi farið vel fram og flestir til fyrirmyndar Samkvæmt upplýsingum lögregluembættisins í Vestmannaeyjum sinnti lögreglan samtals 287 málum og verkefnum sem tengdust hátíðinni auk þess að halda úti öflugu eftirliti. Að mati lögreglunnar fór hátíðin vel fram og voru flestir gestir til fyrirmyndar. „Þegar þetta er skrifað eru 18 hegningarlagabrot skráð í lögreglukerfið, flest ofbeldisbrot. Þá eru 23 sérrefsilagabrot skráð, flest áfengislagabrot og fíkniefnalagabrot. Nokkur umferðarlagabrot. Málin eru flest öll í rannsókn, en nokkrum hefur þegar verið lokið með svokallaðri lögreglustjórasátt (sekt),“ segir í tilkynningu lögreglu. Samtals gistu 11 fangageymslur yfir hátíðina. „Það má þó reikna með að lögreglunni berist frekari tilkynningar um brot á næstu dögum, en lögreglu berast iðulega tilkynningar um brot eftir að hátíðin er yfirstaðin. Þessi tölfræði er því sett fram með þeim fyrirvara,“ segir í tilkynningu lögreglu. Yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir að engar stórfelldar líkamsárásir hafi komið á borð lögreglu enn sem komið er. „En það eru mörg mál í rannsókn. Svo má reikna með að lögreglunni berist frekari tilkynningar næstu daga, þannig við förum ekki djúpt í tölfræðina að svo stöddu.“
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Kynferðisofbeldi Lögreglumál Verslunarmannahelgin Tengdar fréttir Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Lögreglan sinnti samtals tæplega sex hundruð málum á tveimur stærstu útihátíðum verslunarmannahelgarinnar í Vestmannaeyjum og á Akureyri. Þrátt fyrir mikinn mannfjölda á Akureyri var helgin þar rólegri en aðrar verslunarmannahelgar. Veðrið spilaði stórt hlutverk á báðum hátíðunum. 5. ágúst 2025 20:02 Ekkert tilkynnt kynferðisbrot og minna af fíkniefnum Karl Gauti Hjaltason lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að lögregla hafi enn ekki fengið kynferðisbrot á borð til sín. Sömu sögu er að segja um alvarlegar líkamsárásir og minna er um fíkniefni. 4. ágúst 2024 19:37 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Lögreglan sinnti samtals tæplega sex hundruð málum á tveimur stærstu útihátíðum verslunarmannahelgarinnar í Vestmannaeyjum og á Akureyri. Þrátt fyrir mikinn mannfjölda á Akureyri var helgin þar rólegri en aðrar verslunarmannahelgar. Veðrið spilaði stórt hlutverk á báðum hátíðunum. 5. ágúst 2025 20:02
Ekkert tilkynnt kynferðisbrot og minna af fíkniefnum Karl Gauti Hjaltason lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að lögregla hafi enn ekki fengið kynferðisbrot á borð til sín. Sömu sögu er að segja um alvarlegar líkamsárásir og minna er um fíkniefni. 4. ágúst 2024 19:37