Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2025 11:35 Herjólfsdalur. Vísir/Sigurjón Lögregluembættið í Vestmannaeyjum mun ekki greina frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð fyrr en búið er að tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð mögulegra brotaþola. Yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir í samtali við fréttastofu að verklagsreglur hvað þetta varðar séu í takt við það sem verið hefur undanfarin ár. Lögregluembættið sé ekki að leyna hugsanlegum kynferðisbrotum eða hylma yfir þau, síður en svo, heldur sé ekki farið djúpt í tölfræði hvað þetta varðar í fjölmiðlum þegar rannsóknarhagsmunir séu í húfi. Þetta verklag lögreglunnar hefur iðulega sætt gagnrýni síðan tekið var upp á því árið 2015, með bréfi sem þáverandi lögreglustjóri Vestmannaeyja sendi á alla viðbragðsaðila, þar sem þeir voru beðnir um að verjast allra fregna af kynferðisbrotamálum í rannsókn. Stigamót gáfu frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu ekki til hagsbóta fyrir brotaþola að dregið sé að greint sé frá brotum sem upp koma. Þá hefur verið vísað til þess að hér er ekki um samræmt verklag lögregluembætta að ræða en flest önnur embætti hafa þann hátt á að greina frá tilkynningum um brot sem þessi jafnharðan. Hátíðin hafi farið vel fram og flestir til fyrirmyndar Samkvæmt upplýsingum lögregluembættisins í Vestmannaeyjum sinnti lögreglan samtals 287 málum og verkefnum sem tengdust hátíðinni auk þess að halda úti öflugu eftirliti. Að mati lögreglunnar fór hátíðin vel fram og voru flestir gestir til fyrirmyndar. „Þegar þetta er skrifað eru 18 hegningarlagabrot skráð í lögreglukerfið, flest ofbeldisbrot. Þá eru 23 sérrefsilagabrot skráð, flest áfengislagabrot og fíkniefnalagabrot. Nokkur umferðarlagabrot. Málin eru flest öll í rannsókn, en nokkrum hefur þegar verið lokið með svokallaðri lögreglustjórasátt (sekt),“ segir í tilkynningu lögreglu. Samtals gistu 11 fangageymslur yfir hátíðina. „Það má þó reikna með að lögreglunni berist frekari tilkynningar um brot á næstu dögum, en lögreglu berast iðulega tilkynningar um brot eftir að hátíðin er yfirstaðin. Þessi tölfræði er því sett fram með þeim fyrirvara,“ segir í tilkynningu lögreglu. Yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir að engar stórfelldar líkamsárásir hafi komið á borð lögreglu enn sem komið er. „En það eru mörg mál í rannsókn. Svo má reikna með að lögreglunni berist frekari tilkynningar næstu daga, þannig við förum ekki djúpt í tölfræðina að svo stöddu.“ Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Kynferðisofbeldi Lögreglumál Verslunarmannahelgin Tengdar fréttir Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Lögreglan sinnti samtals tæplega sex hundruð málum á tveimur stærstu útihátíðum verslunarmannahelgarinnar í Vestmannaeyjum og á Akureyri. Þrátt fyrir mikinn mannfjölda á Akureyri var helgin þar rólegri en aðrar verslunarmannahelgar. Veðrið spilaði stórt hlutverk á báðum hátíðunum. 5. ágúst 2025 20:02 Ekkert tilkynnt kynferðisbrot og minna af fíkniefnum Karl Gauti Hjaltason lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að lögregla hafi enn ekki fengið kynferðisbrot á borð til sín. Sömu sögu er að segja um alvarlegar líkamsárásir og minna er um fíkniefni. 4. ágúst 2024 19:37 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir í samtali við fréttastofu að verklagsreglur hvað þetta varðar séu í takt við það sem verið hefur undanfarin ár. Lögregluembættið sé ekki að leyna hugsanlegum kynferðisbrotum eða hylma yfir þau, síður en svo, heldur sé ekki farið djúpt í tölfræði hvað þetta varðar í fjölmiðlum þegar rannsóknarhagsmunir séu í húfi. Þetta verklag lögreglunnar hefur iðulega sætt gagnrýni síðan tekið var upp á því árið 2015, með bréfi sem þáverandi lögreglustjóri Vestmannaeyja sendi á alla viðbragðsaðila, þar sem þeir voru beðnir um að verjast allra fregna af kynferðisbrotamálum í rannsókn. Stigamót gáfu frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu ekki til hagsbóta fyrir brotaþola að dregið sé að greint sé frá brotum sem upp koma. Þá hefur verið vísað til þess að hér er ekki um samræmt verklag lögregluembætta að ræða en flest önnur embætti hafa þann hátt á að greina frá tilkynningum um brot sem þessi jafnharðan. Hátíðin hafi farið vel fram og flestir til fyrirmyndar Samkvæmt upplýsingum lögregluembættisins í Vestmannaeyjum sinnti lögreglan samtals 287 málum og verkefnum sem tengdust hátíðinni auk þess að halda úti öflugu eftirliti. Að mati lögreglunnar fór hátíðin vel fram og voru flestir gestir til fyrirmyndar. „Þegar þetta er skrifað eru 18 hegningarlagabrot skráð í lögreglukerfið, flest ofbeldisbrot. Þá eru 23 sérrefsilagabrot skráð, flest áfengislagabrot og fíkniefnalagabrot. Nokkur umferðarlagabrot. Málin eru flest öll í rannsókn, en nokkrum hefur þegar verið lokið með svokallaðri lögreglustjórasátt (sekt),“ segir í tilkynningu lögreglu. Samtals gistu 11 fangageymslur yfir hátíðina. „Það má þó reikna með að lögreglunni berist frekari tilkynningar um brot á næstu dögum, en lögreglu berast iðulega tilkynningar um brot eftir að hátíðin er yfirstaðin. Þessi tölfræði er því sett fram með þeim fyrirvara,“ segir í tilkynningu lögreglu. Yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir að engar stórfelldar líkamsárásir hafi komið á borð lögreglu enn sem komið er. „En það eru mörg mál í rannsókn. Svo má reikna með að lögreglunni berist frekari tilkynningar næstu daga, þannig við förum ekki djúpt í tölfræðina að svo stöddu.“
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Kynferðisofbeldi Lögreglumál Verslunarmannahelgin Tengdar fréttir Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Lögreglan sinnti samtals tæplega sex hundruð málum á tveimur stærstu útihátíðum verslunarmannahelgarinnar í Vestmannaeyjum og á Akureyri. Þrátt fyrir mikinn mannfjölda á Akureyri var helgin þar rólegri en aðrar verslunarmannahelgar. Veðrið spilaði stórt hlutverk á báðum hátíðunum. 5. ágúst 2025 20:02 Ekkert tilkynnt kynferðisbrot og minna af fíkniefnum Karl Gauti Hjaltason lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að lögregla hafi enn ekki fengið kynferðisbrot á borð til sín. Sömu sögu er að segja um alvarlegar líkamsárásir og minna er um fíkniefni. 4. ágúst 2024 19:37 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Lögreglan sinnti samtals tæplega sex hundruð málum á tveimur stærstu útihátíðum verslunarmannahelgarinnar í Vestmannaeyjum og á Akureyri. Þrátt fyrir mikinn mannfjölda á Akureyri var helgin þar rólegri en aðrar verslunarmannahelgar. Veðrið spilaði stórt hlutverk á báðum hátíðunum. 5. ágúst 2025 20:02
Ekkert tilkynnt kynferðisbrot og minna af fíkniefnum Karl Gauti Hjaltason lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að lögregla hafi enn ekki fengið kynferðisbrot á borð til sín. Sömu sögu er að segja um alvarlegar líkamsárásir og minna er um fíkniefni. 4. ágúst 2024 19:37