Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2025 11:12 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á þaki Hvíta hússins. Þaðan kallaði hann ítrekað til blaðamanna og reyndi að svara spurningum þeirra. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, birtist óvænt í gær á þaki Hvíta hússins þar sem hann kallaði til blaðamanna. Forsetinn varði um tuttugu mínútum á þakinu, þar sem hann var meðal annars að velta vöngum yfir væntanlegum framkvæmdum á lóð Hvíta hússins og skoða Rósagarðinn svokallaða en hann lét nýverið helluleggja stóran hluta hans. Blaðamenn vestanhafs urðu varir við að leyniskyttum fjölgaði á þaki Hvíta hússins áður en Trump birtist þar og voru því búnir að koma sér fyrir. Þegar Trump og starfsfólk hans gekk þar út kölluðu blaðamenn til hans: „Hvað ertu að gera á þakinu?“ Forsetinn kallaði til baka og sagðist vera í göngutúr. Það væri gott fyrir heilsuna. Nokkrir voru með honum á þaki vesturálmu Hvíta hússins og þar á meðal James McCrery, sem er arkitekt og mun stýra smíði nýs veislusalar við Hvíta húsið, sem á að kosta um tvö hundruð milljónir dala. Það samsvarar um 25 milljörðum króna. Á þessum tuttugu mínútum eða svo gekk Trump nokkrum sinnum í átt að blaðamönnunum til að heyra spurningar þeirra. Hann reyndi svo að svara þeim, bæði með því að kalla til þeirra og með tilraunum til táknmáls. Á einum tímapunkti sagðist hann vera að leita „nýrra leiða til að eyja peningum mínum fyrir ríkið“ og sagðist hann svo ætla að byggja „kjarnorkueldflaugar“, samkvæmt AP fréttaveitunni. Trump hefur sett svip sinn á Hvíta húsið og til að mynda gert mikla breytingar á skrifstofu forsetans, með miklum gullskreytingum, og þá hefur hann látið koma fyrir stórum fánastöngum við húsið. Leyniskyttur fjölmenntu á þaki Hvíta hússins áður en Trump birtist þar í gær.AP/Evan Vucci Svaf á þakinu Samkvæmt AP þykir nokkuð sjaldgæft að sjá forseta Bandaríkjanna á þaki Hvíta hússins en það hefur gerst og að minnsta kosti einn hefur sofið þar. Jimmy Carter lét setja 32 sólarsellur á þak vesturálmunnar á áttunda áratugnum en Ronald Reagan lét fjarlægja þær þegar hann tók við embætti. Árið 1910 lét William Taft reisa fyrir sig lítinn garðskála á þakinu og svaf hann þar, vegna þess hve heitt var inn í húsinu. Trump hefur látið helluleggja stóran hluta rósagarðsins svokallaða.AP/Julia Demaree Nikhinson Rósagarðurinn í apríl 1992 á blaðamannafundi George H. W. Bush.AP/Doug Mills Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Donald Trump Bandaríkjaforseti segist elska auglýsingaherferð American Eagle með Sydney Sweeney, sem hefur verið sögð taktlaus og innihalda kynþáttahyggju, eftir að kom í ljós að leikkonan væri skráður Repúblikani. 4. ágúst 2025 10:08 Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Bandarískir öldungadeildarþingmenn fóru í gærkvöldi í mánaðarlangt sumarfrí. Það gerðu þeir án þess að hafa komist að samkomulagi um að ganga frá fjölmörgum tilnefningum Donalds Trump, forseta, til ýmissa embætta í stjórnsýslu Bandaríkjanna. Trump brást reiður við og sagði Chuck Schumer, leiðtoga Demókrataflokksins í öldungadeildinni, að „fara til helvítis“. 3. ágúst 2025 08:37 Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak í gærkvöldi yfirmann stofnunar sem heldur utan um tölfræði varðandi ný störf í Bandaríkjunum. Það gerði hann eftir að nýjustu tölur stofnunarinnar sýndu fram á að tiltölulega fá ný störf urðu til í landinu á öðrum ársfjórðungi. 2. ágúst 2025 09:24 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Blaðamenn vestanhafs urðu varir við að leyniskyttum fjölgaði á þaki Hvíta hússins áður en Trump birtist þar og voru því búnir að koma sér fyrir. Þegar Trump og starfsfólk hans gekk þar út kölluðu blaðamenn til hans: „Hvað ertu að gera á þakinu?“ Forsetinn kallaði til baka og sagðist vera í göngutúr. Það væri gott fyrir heilsuna. Nokkrir voru með honum á þaki vesturálmu Hvíta hússins og þar á meðal James McCrery, sem er arkitekt og mun stýra smíði nýs veislusalar við Hvíta húsið, sem á að kosta um tvö hundruð milljónir dala. Það samsvarar um 25 milljörðum króna. Á þessum tuttugu mínútum eða svo gekk Trump nokkrum sinnum í átt að blaðamönnunum til að heyra spurningar þeirra. Hann reyndi svo að svara þeim, bæði með því að kalla til þeirra og með tilraunum til táknmáls. Á einum tímapunkti sagðist hann vera að leita „nýrra leiða til að eyja peningum mínum fyrir ríkið“ og sagðist hann svo ætla að byggja „kjarnorkueldflaugar“, samkvæmt AP fréttaveitunni. Trump hefur sett svip sinn á Hvíta húsið og til að mynda gert mikla breytingar á skrifstofu forsetans, með miklum gullskreytingum, og þá hefur hann látið koma fyrir stórum fánastöngum við húsið. Leyniskyttur fjölmenntu á þaki Hvíta hússins áður en Trump birtist þar í gær.AP/Evan Vucci Svaf á þakinu Samkvæmt AP þykir nokkuð sjaldgæft að sjá forseta Bandaríkjanna á þaki Hvíta hússins en það hefur gerst og að minnsta kosti einn hefur sofið þar. Jimmy Carter lét setja 32 sólarsellur á þak vesturálmunnar á áttunda áratugnum en Ronald Reagan lét fjarlægja þær þegar hann tók við embætti. Árið 1910 lét William Taft reisa fyrir sig lítinn garðskála á þakinu og svaf hann þar, vegna þess hve heitt var inn í húsinu. Trump hefur látið helluleggja stóran hluta rósagarðsins svokallaða.AP/Julia Demaree Nikhinson Rósagarðurinn í apríl 1992 á blaðamannafundi George H. W. Bush.AP/Doug Mills
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Donald Trump Bandaríkjaforseti segist elska auglýsingaherferð American Eagle með Sydney Sweeney, sem hefur verið sögð taktlaus og innihalda kynþáttahyggju, eftir að kom í ljós að leikkonan væri skráður Repúblikani. 4. ágúst 2025 10:08 Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Bandarískir öldungadeildarþingmenn fóru í gærkvöldi í mánaðarlangt sumarfrí. Það gerðu þeir án þess að hafa komist að samkomulagi um að ganga frá fjölmörgum tilnefningum Donalds Trump, forseta, til ýmissa embætta í stjórnsýslu Bandaríkjanna. Trump brást reiður við og sagði Chuck Schumer, leiðtoga Demókrataflokksins í öldungadeildinni, að „fara til helvítis“. 3. ágúst 2025 08:37 Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak í gærkvöldi yfirmann stofnunar sem heldur utan um tölfræði varðandi ný störf í Bandaríkjunum. Það gerði hann eftir að nýjustu tölur stofnunarinnar sýndu fram á að tiltölulega fá ný störf urðu til í landinu á öðrum ársfjórðungi. 2. ágúst 2025 09:24 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Donald Trump Bandaríkjaforseti segist elska auglýsingaherferð American Eagle með Sydney Sweeney, sem hefur verið sögð taktlaus og innihalda kynþáttahyggju, eftir að kom í ljós að leikkonan væri skráður Repúblikani. 4. ágúst 2025 10:08
Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Bandarískir öldungadeildarþingmenn fóru í gærkvöldi í mánaðarlangt sumarfrí. Það gerðu þeir án þess að hafa komist að samkomulagi um að ganga frá fjölmörgum tilnefningum Donalds Trump, forseta, til ýmissa embætta í stjórnsýslu Bandaríkjanna. Trump brást reiður við og sagði Chuck Schumer, leiðtoga Demókrataflokksins í öldungadeildinni, að „fara til helvítis“. 3. ágúst 2025 08:37
Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak í gærkvöldi yfirmann stofnunar sem heldur utan um tölfræði varðandi ný störf í Bandaríkjunum. Það gerði hann eftir að nýjustu tölur stofnunarinnar sýndu fram á að tiltölulega fá ný störf urðu til í landinu á öðrum ársfjórðungi. 2. ágúst 2025 09:24