Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. ágúst 2025 12:15 Gunnþór Ingvason er framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar og formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir bráðabirgðaniðurstöður mælinga Hafrannsóknarstofnunar á makríl vera vonbrigði og tilefni sé til að hafa ákveðnar áhyggjur. Hins vegar beri að varast að draga of miklar ályktanir út frá sveiflum á einu ári. Makrílveiðar hafi gengið vel í sumar og betri fréttir af öðrum tegundum veki bjartsýni. Þéttleiki makríls í íslenskri landhelgi mælist sá minnsti í fimmtán ár, eða síðan leiðangur var fyrst farinn sumarið 2010. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson lauk þátttöku í árlegum alþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum í lok júlí. Í leiðangrinum veiddist makríll á 13 af 46 yfirborðstogstöðvum sem allar voru austur af landinu. Aflinn var lítill, en heildarafli makríls í leiðangrinum var 97 kíló, aðeins 164 fiskar. Þetta segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar og formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, vera ákveðin vonbrigði. „Það er ekki mikill makríll í íslenskri lögsögu samkvæmt þessum leiðangri. Þetta er það lægsta sem þeir hafa, þéttleikinn sá minnsti, sem þau hafa orðið vör við frá 2010 og stór fiskur. En auðvitað höfum við verið að sjá þetta í veiðinni þar sem við höfum veitt minna í íslenskum sjó núna en til dæmis í fyrra og meira í Smugunni. Við höfum auðvitað séð ár þar sem þetta hefur sveiflast þannig að veiðin hefur verið meiri í Smugunni en í íslenskum sjó. En auðvitað er full ástæða til að hafa ákveðnar áhyggjur af þessu. Að hann sé ekki að skila sér með sama hætti inn í íslenskan sjó,“ segir Gunnþór. Makrílveiðar hafa gengið nokkuð vel í ár en meira hefur verið að veiðast í Smugunni en undanfarin ár að sögn Gunnþórs.Vísir/óskar p. friðriksson Það geti að hluta til veikt stöðuna ef hlutfallslega meira magn makríls er veiddur á alþjóðlegu hafssvæði. „En auðvitað er of mikið að draga ályktanir út af einu ári eða svona sveiflum. Það er að ganga bara vel að veiða makrílinn en við höfum veitt aðeins meira í Smugunni en undanfarin ár. Við höfum líka verið að sjá það í veiðinni síðustu ár að við höfum ekki verið að sjá kannski smærri fisk koma með sama hætti inn í lögsöguna og áður. Þannig það hefur vantað kannski nýliðunina inn í lögsöguna.“ Niðurstöður bráðabirgðamælinga Hafró hvað varðar aðrar tegundir veki hins vegar bjartsýni. „Það eru líka margir jákvæðir punktar í þessu. Við erum að sjá síld víða og það er síld að koma upp á mörgum togstöðum hjá þeim. Þeir eru að sjá mun meira magn af kolmuna við landið en þeir hafa séð undanfarið í þessum leiðöngrum. Og svo er náttúrlega rúsínan í pylsuendanum er að sjá loðnuna á mjög stóru svæði fyrir norðan land sem að ætti að vekja okkur einhverja bjartsýni,“ segir Gunnþór. Sjávarútvegur Hafrannsóknastofnun Síldarvinnslan Loðnuveiðar Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Þéttleiki makríls í íslenskri landhelgi mælist sá minnsti í fimmtán ár, eða síðan leiðangur var fyrst farinn sumarið 2010. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson lauk þátttöku í árlegum alþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum í lok júlí. Í leiðangrinum veiddist makríll á 13 af 46 yfirborðstogstöðvum sem allar voru austur af landinu. Aflinn var lítill, en heildarafli makríls í leiðangrinum var 97 kíló, aðeins 164 fiskar. Þetta segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar og formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, vera ákveðin vonbrigði. „Það er ekki mikill makríll í íslenskri lögsögu samkvæmt þessum leiðangri. Þetta er það lægsta sem þeir hafa, þéttleikinn sá minnsti, sem þau hafa orðið vör við frá 2010 og stór fiskur. En auðvitað höfum við verið að sjá þetta í veiðinni þar sem við höfum veitt minna í íslenskum sjó núna en til dæmis í fyrra og meira í Smugunni. Við höfum auðvitað séð ár þar sem þetta hefur sveiflast þannig að veiðin hefur verið meiri í Smugunni en í íslenskum sjó. En auðvitað er full ástæða til að hafa ákveðnar áhyggjur af þessu. Að hann sé ekki að skila sér með sama hætti inn í íslenskan sjó,“ segir Gunnþór. Makrílveiðar hafa gengið nokkuð vel í ár en meira hefur verið að veiðast í Smugunni en undanfarin ár að sögn Gunnþórs.Vísir/óskar p. friðriksson Það geti að hluta til veikt stöðuna ef hlutfallslega meira magn makríls er veiddur á alþjóðlegu hafssvæði. „En auðvitað er of mikið að draga ályktanir út af einu ári eða svona sveiflum. Það er að ganga bara vel að veiða makrílinn en við höfum veitt aðeins meira í Smugunni en undanfarin ár. Við höfum líka verið að sjá það í veiðinni síðustu ár að við höfum ekki verið að sjá kannski smærri fisk koma með sama hætti inn í lögsöguna og áður. Þannig það hefur vantað kannski nýliðunina inn í lögsöguna.“ Niðurstöður bráðabirgðamælinga Hafró hvað varðar aðrar tegundir veki hins vegar bjartsýni. „Það eru líka margir jákvæðir punktar í þessu. Við erum að sjá síld víða og það er síld að koma upp á mörgum togstöðum hjá þeim. Þeir eru að sjá mun meira magn af kolmuna við landið en þeir hafa séð undanfarið í þessum leiðöngrum. Og svo er náttúrlega rúsínan í pylsuendanum er að sjá loðnuna á mjög stóru svæði fyrir norðan land sem að ætti að vekja okkur einhverja bjartsýni,“ segir Gunnþór.
Sjávarútvegur Hafrannsóknastofnun Síldarvinnslan Loðnuveiðar Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira