Sport

Hitti bolta sem var á 167 kíló­metra hraða

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lourdes Gurriel Jr. fagnar eftir að hafa náð sögulegu heimahafnarhlaupi.
Lourdes Gurriel Jr. fagnar eftir að hafa náð sögulegu heimahafnarhlaupi. vísir/getty

Sagan var skrifuð í MLB-deildinni í hafnabolta í gær er San Diego Padres og Arizona Diamondbacks voru að spila.

Þá náði Lourdes Gurriel Jr. heimahafnarhlaupi þrátt fyrir að kastið til hans hafi verið á ótrúlegum hraða.

Nánar tiltekið var hafnaboltanum kastað á 167,2 kílómetra hraða en Gurriel náði samt að skila boltanum lengst upp í stúku.

MLB-deildin byrjaði að mæla kasthraða árið 2008 og síðan þá hefur enginn hitt svo hraðan bolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×