Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Jón Þór Stefánsson skrifar 6. ágúst 2025 15:13 Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Vallarstarfsmaður Golfklúbbs Þorlákshafnar varð fyrir golfbolta í gær. Höggið mun hafa verið þungt, og lent örskammt frá höfði starfsmannsins. Þetta kemur fram í Facebook-færslu klúbbsins, en Edwin Roald vallarstjóri er skrifaður fyrir henni. Hann segir að atvikið hafi átt sér stað þegar kylfingunum sem sló boltann hefði átt að vera ljóst að hann væri að setja tvo vallarstarfsmenn í hættu. Þar kemur fram að golfklúbburinn hafi ákveðið að móta stefnu um það hvernig tekið verði á svona málum. „Það hlaut að koma að því. Í gær gerðist nokkuð sem við höfum óttast undanfarið, eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun of margra kylfinga,“ segir Edwin. „Varla hefði þurft að bíða lengur en í um fimm sekúndur til að gæta viðunandi öryggis.“ Fram kemur í færslunni að svo virðist sem boltinn hafi hafnað í manninum áður en hann hafði viðkomu í jörðu. Þar af leiðandi hafi höggið líklega verið þungt. „Aðeins munaði fáeinum sentimetrum að boltinn hafnaði á höfði viðkomandi,“ segir Edwin. Hann tekur fram að ekkert viðvörunarhróp hafi heyrst frá kylfingnum, og að engin tilraun hafi verið gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins. Edwin segir að enginn vallarstarfsmanna, að honum undanskildum, séu eldri en sautján ára. Þeim sé ítrekað sýnd mikil vanvirðing á golfvellinum. Þá minnist hann á nokkur atvik þar sem boltar enduðu skammt frá starfsmönnum við vinnu. Í eitt skipti hafi starfsmaður þurft að beygja sig á bakvið vinnutæki til að verða ekki fyrir höggum. „Með framangreint í huga, en fyrst og fremst með öryggi og velferð starfsfólks í huga, hefur Golfklúbbur Þorlákshafnar ákveðið að hefja vinnu við mótun málsmeðferðar og viðurlaga við háskaleik sem þessum.“ Golf Ölfus Golfvellir Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu klúbbsins, en Edwin Roald vallarstjóri er skrifaður fyrir henni. Hann segir að atvikið hafi átt sér stað þegar kylfingunum sem sló boltann hefði átt að vera ljóst að hann væri að setja tvo vallarstarfsmenn í hættu. Þar kemur fram að golfklúbburinn hafi ákveðið að móta stefnu um það hvernig tekið verði á svona málum. „Það hlaut að koma að því. Í gær gerðist nokkuð sem við höfum óttast undanfarið, eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun of margra kylfinga,“ segir Edwin. „Varla hefði þurft að bíða lengur en í um fimm sekúndur til að gæta viðunandi öryggis.“ Fram kemur í færslunni að svo virðist sem boltinn hafi hafnað í manninum áður en hann hafði viðkomu í jörðu. Þar af leiðandi hafi höggið líklega verið þungt. „Aðeins munaði fáeinum sentimetrum að boltinn hafnaði á höfði viðkomandi,“ segir Edwin. Hann tekur fram að ekkert viðvörunarhróp hafi heyrst frá kylfingnum, og að engin tilraun hafi verið gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins. Edwin segir að enginn vallarstarfsmanna, að honum undanskildum, séu eldri en sautján ára. Þeim sé ítrekað sýnd mikil vanvirðing á golfvellinum. Þá minnist hann á nokkur atvik þar sem boltar enduðu skammt frá starfsmönnum við vinnu. Í eitt skipti hafi starfsmaður þurft að beygja sig á bakvið vinnutæki til að verða ekki fyrir höggum. „Með framangreint í huga, en fyrst og fremst með öryggi og velferð starfsfólks í huga, hefur Golfklúbbur Þorlákshafnar ákveðið að hefja vinnu við mótun málsmeðferðar og viðurlaga við háskaleik sem þessum.“
Golf Ölfus Golfvellir Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira