Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. ágúst 2025 18:51 Kristrún Frostadóttir segir tollahækkanir Bandaríkjanna gagnvart Íslandi vonbrigði. Stjórnvöld þrýsti á um fund sem fyrst. Enn sé óljóst hvort Evrópusambandið taki upp verndartolla gagnvart Íslandi. Vísir Forsætisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hafi enn ekki hafið formlegar viðræður við bandarísk yfirvöld vegna boðaðra tollahækkanna sem taka gildi á morgun. Þrýst sé á að þær hefjist sem fyrst. Hækkanirnar séu vonbrigði. Hún segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvort Evrópusambandið setji verndartoll á járnblendi. Hagsmunasamtök atvinnurekenda og iðnaðarins hafa lýst yfir áhyggjum af boðuðum tollahækkunum um 15 prósent á útflutning frá Íslandi til Bandaríkjanna sem taka gildi á morgun. Þá hefur stjórn Íslensk-evrópska verslunarráðsins sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir áhyggjum af áformum Evrópusambandsins um að leggja verndartolla á járnblendi frá Íslandi og Noregi. Mikil vonbrigði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld meðvituð um ástandið og stundi öfluga hagsmunagæslu. „Það skiptir máli að þessar aðgerðir í Bandaríkjunum voru einhliða, þær voru teknar án fyrirvara. Þannig að við urðum eftir á að lýsa vonbrigðum okkar sem við höfum svo sannarlega gert. Það er breyttur veruleiki í alþjóðaviðskiptum. Við sjáum það í Bandaríkjunum, Asíu og Kína. Auðvitað er Evrópusambandið að vernda sig í ákveðnum geirum. En það eru skiptar skoðanir um málið meðal landa Evrópusambandsins. Þannig að við erum að fóta okkur í nýjum heimi. Lykilatriðið er að hafa stjórn á því sem við höfum stjórn á, sem er öflug íslensk hagsmunagæsla,“ segir Kristrún. Gríðarlegir hagsmunir Um er að ræða gríðarlega mikla hagsmuni. Til að mynda nemur vöruútflutningur Íslendinga til Bandaríkjanna frá árinu 2020 og til dagsins í dag alls tæplega 430 milljörðum króna samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Til samanburðar er kostnaður við byggingu nýs Landspítala áætlaður um 211 milljarða króna. Lyf, lækningavörur og þjónusta verða þó enn sem komið er undanþegin tollum. Engin fundir enn sem komið er Stjórnvöld kölluðu eftir samtali um hækkunina við bandarísk yfirvöld þegar hún var tilkynnt um mánaðamótin. Kristrún segir að enn sem komið er hafi slíkur fundur ekki verið boðaður. „Það liggur fyrir að viðræðurnar eru enn ekki hafnar en við erum enn að þrýsta á um að þær hefjist sem fyrst,“ segir Kristrún. Hún segir í mörg horn að líta í komandi viðræðum. „Þessar viðræður verða ekki teknar á nokkrum dögum eða einni viku,“ segir Kristrún. Óljóst hvort að Evrópusambandið taki upp verndartolla Kristrún segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvort að Evrópusambandið taki upp verndartolla gagnvart Íslandi. Viðtalið í heild: „Það er ekki búið að ljúka viðræðum við Evrópusambandið vegna þessa máls. Það er afar mikilvægt að halda því til haga. Ég hef átt í beinum samskiptum við forsætisráðherra Noregs um málið og við höfum beitt okkur í sameiningu,“ segir Kristrún. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Hagsmunasamtök atvinnurekenda og iðnaðarins hafa lýst yfir áhyggjum af boðuðum tollahækkunum um 15 prósent á útflutning frá Íslandi til Bandaríkjanna sem taka gildi á morgun. Þá hefur stjórn Íslensk-evrópska verslunarráðsins sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir áhyggjum af áformum Evrópusambandsins um að leggja verndartolla á járnblendi frá Íslandi og Noregi. Mikil vonbrigði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld meðvituð um ástandið og stundi öfluga hagsmunagæslu. „Það skiptir máli að þessar aðgerðir í Bandaríkjunum voru einhliða, þær voru teknar án fyrirvara. Þannig að við urðum eftir á að lýsa vonbrigðum okkar sem við höfum svo sannarlega gert. Það er breyttur veruleiki í alþjóðaviðskiptum. Við sjáum það í Bandaríkjunum, Asíu og Kína. Auðvitað er Evrópusambandið að vernda sig í ákveðnum geirum. En það eru skiptar skoðanir um málið meðal landa Evrópusambandsins. Þannig að við erum að fóta okkur í nýjum heimi. Lykilatriðið er að hafa stjórn á því sem við höfum stjórn á, sem er öflug íslensk hagsmunagæsla,“ segir Kristrún. Gríðarlegir hagsmunir Um er að ræða gríðarlega mikla hagsmuni. Til að mynda nemur vöruútflutningur Íslendinga til Bandaríkjanna frá árinu 2020 og til dagsins í dag alls tæplega 430 milljörðum króna samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Til samanburðar er kostnaður við byggingu nýs Landspítala áætlaður um 211 milljarða króna. Lyf, lækningavörur og þjónusta verða þó enn sem komið er undanþegin tollum. Engin fundir enn sem komið er Stjórnvöld kölluðu eftir samtali um hækkunina við bandarísk yfirvöld þegar hún var tilkynnt um mánaðamótin. Kristrún segir að enn sem komið er hafi slíkur fundur ekki verið boðaður. „Það liggur fyrir að viðræðurnar eru enn ekki hafnar en við erum enn að þrýsta á um að þær hefjist sem fyrst,“ segir Kristrún. Hún segir í mörg horn að líta í komandi viðræðum. „Þessar viðræður verða ekki teknar á nokkrum dögum eða einni viku,“ segir Kristrún. Óljóst hvort að Evrópusambandið taki upp verndartolla Kristrún segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvort að Evrópusambandið taki upp verndartolla gagnvart Íslandi. Viðtalið í heild: „Það er ekki búið að ljúka viðræðum við Evrópusambandið vegna þessa máls. Það er afar mikilvægt að halda því til haga. Ég hef átt í beinum samskiptum við forsætisráðherra Noregs um málið og við höfum beitt okkur í sameiningu,“ segir Kristrún.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda