Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2025 23:19 Konráð Guðjónsson er fyrrum efnahagsráðgjafi ríkissjórnarinnar og aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm/Ívar Fannar Fimmtán prósenta tollar á mestöllum útflutningi til Bandaríkjanna taka gildi á morgun og enn er óljóst hvort verndartollar verði lagðir á útflutning á járnblendi til Evrópusambandsins. Hagfræðingur segir Ísland sleppa vel en að tollarnir gætu haft áhrif á hagsæld okkar til lengri tíma. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lýsti hækkunum tolla á útflutningsvörur til Bandaríkjanna sem miklum vonbrigðum í kvöldfréttum Sýnar í kvöld. Stjórnvöld hafi ekki enn hafið formlegar viðræður við bandarísk yfirvöld þeirra vegna en að þrýst sé á um að þær hefjist sem fyrst. Hún segir breyttan veruleika blasa við í alþjóðaviðskiptum og að þjóðir heimsins séu að fóta sig í nýjum heimi. Vöruútflutningur Íslendinga til Bandaríkjanna frá árinu 2020 og til dagsins í dag nema tæplega 430 milljörðum króna og því er ljóst að mikið sé undir. Til samanburðar nemur kostnaður við byggingu nýs Landspítala 211 milljörðum króna. Til allrar luku eru lyf, lækningavörur og þjónusta enn sem komið er undanþegin tollum en Ísland flytur talsvert út af lyfjum vestur um haf. Munar um útflutningstekjurnar Konráð Guðjónsson hagfræðingur segir áhrif tollahækkananna margvísleg. Íslensk fyrirtæki sem stundi útflutning til Bandaríkjanna standi verr en áður og gætu þurft að sætta sig við lægra verðlag. Það geti komið til með að hafa áhrif á afkomu þeirra og þannig mögulega störf og almenna hagsæld á Íslandi. „Þetta skerðir mögulega kaupmátt okkar ef áhrifin á útflutning verða það mikil,“ segir hann. Hann segir þó að, eins og það horfir við okkur í dag, sé ekki tilefni til stórtækra áhyggna. Hagkerfið í heild sinni sé ekki í stórkostlegri hættu þó tollarnir geti komið ansi illa niður á ákveðnum geirum eða fyrirtækjum. „Maður hefur kannski meiri áhyggjur gagnvart Bandaríkjunum ef þeir fara að setja á lyfjaiðnaðinn því hátt í helmingur af því sem við flytjum út til Bandaríkjanna í vörum eru lyf og lækningavörur og það skiptir okkur gríðarlegu máli,“ segir Konráð. „Svo er líka alvarlegt ef það verða settir tollar á kísiljárn sem við erum að flytja út fyrir einhverja 25 milljarða samtals á ári. Það munar um slíkar útflutningstekjur,“ segir hann. Sleppum vel Eins og þeir sem eru að flytja út fisk. Það er settur tollur á fisk, þurfa þeir þá að lækka verðið, minnkar salan talsvert? „Í raun getur allt af þessu gerst. En það sem hjálpar okkur, því maður leyfir sér alltaf að vera smábjartsýnn í leiðinni þó heilt yfir séu áhrif af tollum eiginlega undantekningalaust neikvæð. En það sem er kannski kosturinn við þetta er að við erum að sleppa nokkuð vel frá tollunum gagnvart Bandaríkjunum miðað við margar aðrar þjóðir þó að við séum mjög útflutningsdrifin þjóð,“ segir Konráð. Sjá einnig: Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Yrði ástandið verra fyrir neytendur ef við færum að setja tolla á bandarískar vörur? „Ég ætla að vona að við séum ekki á leiðinni þangað. Það myndi náttúrlega þýða það að vöruverð á því sem við flytjum inn, það er allt innflutt, að það geti hækkað,“ segir hann. „Hagfræðingar eru sammála um fátt en það eina sem við erum nánast allir sammála um sé að tollar séu almennt skaðlegirog mjög ópraktísk nálgun til að vinna gegn einhverjum hagsmunum eða sækja tekjur til ríkissjóðs,“ segir Konráð Guðjónsson hagfræðingur. Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Bandaríkin Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Heldur fullum launum Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lýsti hækkunum tolla á útflutningsvörur til Bandaríkjanna sem miklum vonbrigðum í kvöldfréttum Sýnar í kvöld. Stjórnvöld hafi ekki enn hafið formlegar viðræður við bandarísk yfirvöld þeirra vegna en að þrýst sé á um að þær hefjist sem fyrst. Hún segir breyttan veruleika blasa við í alþjóðaviðskiptum og að þjóðir heimsins séu að fóta sig í nýjum heimi. Vöruútflutningur Íslendinga til Bandaríkjanna frá árinu 2020 og til dagsins í dag nema tæplega 430 milljörðum króna og því er ljóst að mikið sé undir. Til samanburðar nemur kostnaður við byggingu nýs Landspítala 211 milljörðum króna. Til allrar luku eru lyf, lækningavörur og þjónusta enn sem komið er undanþegin tollum en Ísland flytur talsvert út af lyfjum vestur um haf. Munar um útflutningstekjurnar Konráð Guðjónsson hagfræðingur segir áhrif tollahækkananna margvísleg. Íslensk fyrirtæki sem stundi útflutning til Bandaríkjanna standi verr en áður og gætu þurft að sætta sig við lægra verðlag. Það geti komið til með að hafa áhrif á afkomu þeirra og þannig mögulega störf og almenna hagsæld á Íslandi. „Þetta skerðir mögulega kaupmátt okkar ef áhrifin á útflutning verða það mikil,“ segir hann. Hann segir þó að, eins og það horfir við okkur í dag, sé ekki tilefni til stórtækra áhyggna. Hagkerfið í heild sinni sé ekki í stórkostlegri hættu þó tollarnir geti komið ansi illa niður á ákveðnum geirum eða fyrirtækjum. „Maður hefur kannski meiri áhyggjur gagnvart Bandaríkjunum ef þeir fara að setja á lyfjaiðnaðinn því hátt í helmingur af því sem við flytjum út til Bandaríkjanna í vörum eru lyf og lækningavörur og það skiptir okkur gríðarlegu máli,“ segir Konráð. „Svo er líka alvarlegt ef það verða settir tollar á kísiljárn sem við erum að flytja út fyrir einhverja 25 milljarða samtals á ári. Það munar um slíkar útflutningstekjur,“ segir hann. Sleppum vel Eins og þeir sem eru að flytja út fisk. Það er settur tollur á fisk, þurfa þeir þá að lækka verðið, minnkar salan talsvert? „Í raun getur allt af þessu gerst. En það sem hjálpar okkur, því maður leyfir sér alltaf að vera smábjartsýnn í leiðinni þó heilt yfir séu áhrif af tollum eiginlega undantekningalaust neikvæð. En það sem er kannski kosturinn við þetta er að við erum að sleppa nokkuð vel frá tollunum gagnvart Bandaríkjunum miðað við margar aðrar þjóðir þó að við séum mjög útflutningsdrifin þjóð,“ segir Konráð. Sjá einnig: Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Yrði ástandið verra fyrir neytendur ef við færum að setja tolla á bandarískar vörur? „Ég ætla að vona að við séum ekki á leiðinni þangað. Það myndi náttúrlega þýða það að vöruverð á því sem við flytjum inn, það er allt innflutt, að það geti hækkað,“ segir hann. „Hagfræðingar eru sammála um fátt en það eina sem við erum nánast allir sammála um sé að tollar séu almennt skaðlegirog mjög ópraktísk nálgun til að vinna gegn einhverjum hagsmunum eða sækja tekjur til ríkissjóðs,“ segir Konráð Guðjónsson hagfræðingur.
Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Bandaríkin Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Heldur fullum launum Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira