Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2025 23:19 Konráð Guðjónsson er fyrrum efnahagsráðgjafi ríkissjórnarinnar og aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm/Ívar Fannar Fimmtán prósenta tollar á mestöllum útflutningi til Bandaríkjanna taka gildi á morgun og enn er óljóst hvort verndartollar verði lagðir á útflutning á járnblendi til Evrópusambandsins. Hagfræðingur segir Ísland sleppa vel en að tollarnir gætu haft áhrif á hagsæld okkar til lengri tíma. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lýsti hækkunum tolla á útflutningsvörur til Bandaríkjanna sem miklum vonbrigðum í kvöldfréttum Sýnar í kvöld. Stjórnvöld hafi ekki enn hafið formlegar viðræður við bandarísk yfirvöld þeirra vegna en að þrýst sé á um að þær hefjist sem fyrst. Hún segir breyttan veruleika blasa við í alþjóðaviðskiptum og að þjóðir heimsins séu að fóta sig í nýjum heimi. Vöruútflutningur Íslendinga til Bandaríkjanna frá árinu 2020 og til dagsins í dag nema tæplega 430 milljörðum króna og því er ljóst að mikið sé undir. Til samanburðar nemur kostnaður við byggingu nýs Landspítala 211 milljörðum króna. Til allrar luku eru lyf, lækningavörur og þjónusta enn sem komið er undanþegin tollum en Ísland flytur talsvert út af lyfjum vestur um haf. Munar um útflutningstekjurnar Konráð Guðjónsson hagfræðingur segir áhrif tollahækkananna margvísleg. Íslensk fyrirtæki sem stundi útflutning til Bandaríkjanna standi verr en áður og gætu þurft að sætta sig við lægra verðlag. Það geti komið til með að hafa áhrif á afkomu þeirra og þannig mögulega störf og almenna hagsæld á Íslandi. „Þetta skerðir mögulega kaupmátt okkar ef áhrifin á útflutning verða það mikil,“ segir hann. Hann segir þó að, eins og það horfir við okkur í dag, sé ekki tilefni til stórtækra áhyggna. Hagkerfið í heild sinni sé ekki í stórkostlegri hættu þó tollarnir geti komið ansi illa niður á ákveðnum geirum eða fyrirtækjum. „Maður hefur kannski meiri áhyggjur gagnvart Bandaríkjunum ef þeir fara að setja á lyfjaiðnaðinn því hátt í helmingur af því sem við flytjum út til Bandaríkjanna í vörum eru lyf og lækningavörur og það skiptir okkur gríðarlegu máli,“ segir Konráð. „Svo er líka alvarlegt ef það verða settir tollar á kísiljárn sem við erum að flytja út fyrir einhverja 25 milljarða samtals á ári. Það munar um slíkar útflutningstekjur,“ segir hann. Sleppum vel Eins og þeir sem eru að flytja út fisk. Það er settur tollur á fisk, þurfa þeir þá að lækka verðið, minnkar salan talsvert? „Í raun getur allt af þessu gerst. En það sem hjálpar okkur, því maður leyfir sér alltaf að vera smábjartsýnn í leiðinni þó heilt yfir séu áhrif af tollum eiginlega undantekningalaust neikvæð. En það sem er kannski kosturinn við þetta er að við erum að sleppa nokkuð vel frá tollunum gagnvart Bandaríkjunum miðað við margar aðrar þjóðir þó að við séum mjög útflutningsdrifin þjóð,“ segir Konráð. Sjá einnig: Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Yrði ástandið verra fyrir neytendur ef við færum að setja tolla á bandarískar vörur? „Ég ætla að vona að við séum ekki á leiðinni þangað. Það myndi náttúrlega þýða það að vöruverð á því sem við flytjum inn, það er allt innflutt, að það geti hækkað,“ segir hann. „Hagfræðingar eru sammála um fátt en það eina sem við erum nánast allir sammála um sé að tollar séu almennt skaðlegirog mjög ópraktísk nálgun til að vinna gegn einhverjum hagsmunum eða sækja tekjur til ríkissjóðs,“ segir Konráð Guðjónsson hagfræðingur. Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Bandaríkin Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lýsti hækkunum tolla á útflutningsvörur til Bandaríkjanna sem miklum vonbrigðum í kvöldfréttum Sýnar í kvöld. Stjórnvöld hafi ekki enn hafið formlegar viðræður við bandarísk yfirvöld þeirra vegna en að þrýst sé á um að þær hefjist sem fyrst. Hún segir breyttan veruleika blasa við í alþjóðaviðskiptum og að þjóðir heimsins séu að fóta sig í nýjum heimi. Vöruútflutningur Íslendinga til Bandaríkjanna frá árinu 2020 og til dagsins í dag nema tæplega 430 milljörðum króna og því er ljóst að mikið sé undir. Til samanburðar nemur kostnaður við byggingu nýs Landspítala 211 milljörðum króna. Til allrar luku eru lyf, lækningavörur og þjónusta enn sem komið er undanþegin tollum en Ísland flytur talsvert út af lyfjum vestur um haf. Munar um útflutningstekjurnar Konráð Guðjónsson hagfræðingur segir áhrif tollahækkananna margvísleg. Íslensk fyrirtæki sem stundi útflutning til Bandaríkjanna standi verr en áður og gætu þurft að sætta sig við lægra verðlag. Það geti komið til með að hafa áhrif á afkomu þeirra og þannig mögulega störf og almenna hagsæld á Íslandi. „Þetta skerðir mögulega kaupmátt okkar ef áhrifin á útflutning verða það mikil,“ segir hann. Hann segir þó að, eins og það horfir við okkur í dag, sé ekki tilefni til stórtækra áhyggna. Hagkerfið í heild sinni sé ekki í stórkostlegri hættu þó tollarnir geti komið ansi illa niður á ákveðnum geirum eða fyrirtækjum. „Maður hefur kannski meiri áhyggjur gagnvart Bandaríkjunum ef þeir fara að setja á lyfjaiðnaðinn því hátt í helmingur af því sem við flytjum út til Bandaríkjanna í vörum eru lyf og lækningavörur og það skiptir okkur gríðarlegu máli,“ segir Konráð. „Svo er líka alvarlegt ef það verða settir tollar á kísiljárn sem við erum að flytja út fyrir einhverja 25 milljarða samtals á ári. Það munar um slíkar útflutningstekjur,“ segir hann. Sleppum vel Eins og þeir sem eru að flytja út fisk. Það er settur tollur á fisk, þurfa þeir þá að lækka verðið, minnkar salan talsvert? „Í raun getur allt af þessu gerst. En það sem hjálpar okkur, því maður leyfir sér alltaf að vera smábjartsýnn í leiðinni þó heilt yfir séu áhrif af tollum eiginlega undantekningalaust neikvæð. En það sem er kannski kosturinn við þetta er að við erum að sleppa nokkuð vel frá tollunum gagnvart Bandaríkjunum miðað við margar aðrar þjóðir þó að við séum mjög útflutningsdrifin þjóð,“ segir Konráð. Sjá einnig: Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Yrði ástandið verra fyrir neytendur ef við færum að setja tolla á bandarískar vörur? „Ég ætla að vona að við séum ekki á leiðinni þangað. Það myndi náttúrlega þýða það að vöruverð á því sem við flytjum inn, það er allt innflutt, að það geti hækkað,“ segir hann. „Hagfræðingar eru sammála um fátt en það eina sem við erum nánast allir sammála um sé að tollar séu almennt skaðlegirog mjög ópraktísk nálgun til að vinna gegn einhverjum hagsmunum eða sækja tekjur til ríkissjóðs,“ segir Konráð Guðjónsson hagfræðingur.
Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Bandaríkin Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira