Veður

Hiti að sau­tján stigum og hlýjast suðvestan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Það verður öllu hvassara á landinu á morgun.
Það verður öllu hvassara á landinu á morgun. Vísir/Anton Brink

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, átta til þrettán metrum á sekúndu, og rigningu með köflum á norðanverðu landinu.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði hægari og bjart að mestu sunnan heiða, en líkur á stöku skúrum þar síðdegis.

Hiti á landinu verður á bilinu sjö til sautján stig, hlýjast suðvestantil.

Spákort fyrir klukkan 15 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Norðvestlæg átt 5-13 m/s, en heldur hvassari norðvestantil framan af degi. Rigning með köflum, en léttskýjað sunnan heiða. Hiti 5 til 16 stig, hlýjast sunnanlands.

Á laugardag: Norðvestlæg átt 3-10 og yfirleitt bjart, en 8-13 og dálítil væta norðaustanlands. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast sunnantil.

Á sunnudag: Hæg breytileg átt og léttskýjað, en víða stöku skúrir síðdegis. Hiti 10 til 15 stig.

Á mánudag: Suðlæg átt 3-8 og bjart með köflum framan af degi, en hvessir og þykknar upp síðdegis. Suðaustan 8-15 og rigning sunnan- og vestanlands undir kvöld, en annars hægari og þurrt. Hiti 8 til 15 stig.

Á þriðjudag: Suðaustanátt og rigning öðru hverju. Hiti 10 til 15 stig.

Á miðvikudag: Útlit fyrir norðlæga átt. Skúrir á víð og dreif, en þurrt að kalla sunnan heiða. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast syðst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×