„Ég var í smá sjokki“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2025 10:01 Amin Cosic, leikmaður KR. Vísir/Ívar „Þetta er bara mjög flott og hópurinn er jákvæður þó við séum ekki í bestu stöðunni í deildinni,“ segir Amin Cosic, nýr leikmaður KR í Bestu deild karla í fótbolta. Amin Cosic kom frá Lengjudeildarliði Njarðvíkur og hafði verið meðal betri leikmanna deildarinnar. Hann þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar tækifærið bauðst. „Ég var í smá sjokki að þetta kom svona fljótt. Það var bara eftir einhverjar þrjár umferðir í Lengjudeildinni en ég heyrði að þeir hafi skoðað mig aðeins lengur en það. Ég var í smá sjokki í byrjun en svo meikaði þetta smá sens,“ segir Amin sem segist hafa verið spenntur þegar KR hafði samband. „Já, Besta deildin. Þetta er levels. Mikið betra heldur en Lengjudeildin. Maður var strax spenntur þegar maður heyrði þetta.“ Hann finnur mikinn mun á gæðunum við stigið upp í Bestu deildina og kann vel við sig á æfingum í Vesturbænum. „Við erum með 24 topp, topp leikmenn. Það eru allir að berjast og reyna að komast í byrjunarliðið. Þetta er geggjað, maður getur lært svo mikið af öllum, tekið eitthvað frá öllum og reynt að bæta því inn í þinn leik.“ Honum dylst þó ekki alvarlega staða sem KR er í. Félagið situr í fallsæti, því ellefta í deildinni, með 17 stig eftir jafnmarga leiki. KR hefur spilað fjóra leiki í röð án þess að vinna, tapað þremur af þeim, þar á meðal 2-1 tap fyrir ÍBV í sex stiga leik á laugardaginn var. „Við höldum áfram að vera jákvæðir. Við vitum að þetta er högg, en höldum í jákvæðnina því þetta er sterkur hópur og við munum gefa okkur alla í þetta,“ segir Amin sem skoraði mark KR í leiknum og hefur sýnt gæði sín í fyrstu tveimur leikjunum fyrir liðið. Gat kíkt í dalinn þegar KR-ingar sátu fastir En KR-ingar sátu fastir í Eyjum eftir tap laugardagsins. Það var ekki til að bæta líðan manna að fá þau skilaboð beint eftir erfitt tap en Amin gat þó aðeins kíkt í Herjólfsdalinn á laugardagskvöldið áður en Herjólfur sigldi aftur á meginlandið morguninn eftir. „Það var smá svekkjandi í byrjun. Dalurinn bjargaði þessu smá og Þjóðhátíðin. Maður var svekktur fyrst, sérstaklega eftir að hafa tapað þessum leik. En svo var þetta bara fínt.“ Klippa: Var í sjokki þegar KR hafði samband KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Amin Cosic kom frá Lengjudeildarliði Njarðvíkur og hafði verið meðal betri leikmanna deildarinnar. Hann þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar tækifærið bauðst. „Ég var í smá sjokki að þetta kom svona fljótt. Það var bara eftir einhverjar þrjár umferðir í Lengjudeildinni en ég heyrði að þeir hafi skoðað mig aðeins lengur en það. Ég var í smá sjokki í byrjun en svo meikaði þetta smá sens,“ segir Amin sem segist hafa verið spenntur þegar KR hafði samband. „Já, Besta deildin. Þetta er levels. Mikið betra heldur en Lengjudeildin. Maður var strax spenntur þegar maður heyrði þetta.“ Hann finnur mikinn mun á gæðunum við stigið upp í Bestu deildina og kann vel við sig á æfingum í Vesturbænum. „Við erum með 24 topp, topp leikmenn. Það eru allir að berjast og reyna að komast í byrjunarliðið. Þetta er geggjað, maður getur lært svo mikið af öllum, tekið eitthvað frá öllum og reynt að bæta því inn í þinn leik.“ Honum dylst þó ekki alvarlega staða sem KR er í. Félagið situr í fallsæti, því ellefta í deildinni, með 17 stig eftir jafnmarga leiki. KR hefur spilað fjóra leiki í röð án þess að vinna, tapað þremur af þeim, þar á meðal 2-1 tap fyrir ÍBV í sex stiga leik á laugardaginn var. „Við höldum áfram að vera jákvæðir. Við vitum að þetta er högg, en höldum í jákvæðnina því þetta er sterkur hópur og við munum gefa okkur alla í þetta,“ segir Amin sem skoraði mark KR í leiknum og hefur sýnt gæði sín í fyrstu tveimur leikjunum fyrir liðið. Gat kíkt í dalinn þegar KR-ingar sátu fastir En KR-ingar sátu fastir í Eyjum eftir tap laugardagsins. Það var ekki til að bæta líðan manna að fá þau skilaboð beint eftir erfitt tap en Amin gat þó aðeins kíkt í Herjólfsdalinn á laugardagskvöldið áður en Herjólfur sigldi aftur á meginlandið morguninn eftir. „Það var smá svekkjandi í byrjun. Dalurinn bjargaði þessu smá og Þjóðhátíðin. Maður var svekktur fyrst, sérstaklega eftir að hafa tapað þessum leik. En svo var þetta bara fínt.“ Klippa: Var í sjokki þegar KR hafði samband
KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira