Innlent

Tollar, höfundar­réttur og þögn lög­reglu í kynferðisbrotamálum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12.

Fimmtán prósenta tollur á vörur frá Íslandi hefur tekið gildi í Bandaríkjunum. Utanríkismálanefnd Alþingis kom saman í morgun til að ræða þá breyttu stöðu sem uppi er í heimi alþjóðaviðskipða. Tollar Bandaríkjastjórnar og mögulegar verndaraðgerðir Evrópusambandsins á járnblendi voru á dagskrá fundarins.

Talskona Stígamóta segir það ekki þolendum kynferðisbrota til hagsbóta að greina ekki frá fjölda slíkra brota á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Lögregla hefur gefið út fjölda ýmissa annars konar brota, en segir rannsóknarhagsmuni og hagsmuni þolenda koma í veg fyrir að greint verði frá fjölda tilkynntra kynferðisbrota.

Hjördís Halldórsdóttir, hæstaréttarlögmaður og formaður Höfundarréttarfélags Íslands, segir að forvitnilegt verði að fylgjast með þróun frumvarps sem nú liggur fyrir í Danmörku, þar sem tryggja á einstaklingum höfundarréttinn að eigin persónu og rödd. Hvaða leiðir sem verða fyrir valinu sé ljóst að breyta verði lögum til að taka á mögulegri misnotkun með aðstoð gervigreindar.

Ítalir ætla að reisa lengstu hengibrú í heimi til að tengja saman Sikiley og meginland Ítalíu. Hér heima er hönnun Ölfusárbrúar lokið og framkvæmdir við vegagerð í fullum gangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×