Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. ágúst 2025 23:48 Víkingarnir voru snúnir við þegar stuðningsmenn Bröndby réðust skyndilega að þeim. skjáskot Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. Stuðningsmenn Bröndby létu öllum illum látum eftir leikinn sem Víkingur vann 3-0 og ollu milljónatjóni en létu sér það ekki nægja. Eftir að hafa verið beittir piparúða voru þeir þyrstir í slagsmál og löbbuðu á Ölver, þar sem þeir vissu að stuðningsmenn Víkinga væru. Hér má sjá stuðningsmenn Bröndby arka í átt að Ölver, úti á miðri götu í fylgd tveggja lögreglubíla. aðsend Eðli málsins samkvæmt var þeim fylgt af lögreglu, sem kom í veg fyrir að slagsmál brytust strax út en eftir að lögreglan fór slapp fjandinn laus. Lögreglan sá til þess að stuðningsmenn Bröndby kæmust ekki inn á Ölver.aðsend Flestir stuðningsmenn Bröndby höfðu þá yfirgefið svæðið, þegar þeir sáu að ekkert yrði úr slagsmálum. Stuðningsmenn Víkinga héldu sig inni á Ölver en einn þeirra gerði þau mistök, ef svo mætti kalla, að fara út til að tala í símann. „Ég fór út af Ölver til að taka símtal og þá koma þrír Bröndby menn upp að mér og spyrja hvort ég sé með vesen. Ég spyr til baka hvort þeir séu tapsárir og þeir ýta í mig og lemja mig í andlitið“ sagði stuðningsmaður Víkings, sem kaus að koma ekki fram undir nafni. „Ég labba frá þeim og fer inn á Ölver aftur, segi Víkingunum frá þessu og þeir koma allir út. Þá bakka þeir [stuðningsmenn Bröndby] frá okkur en koma svo aftur, allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur. Það endaði í blóðugum slag, sem betur fer fór enginn upp á slysó, en þeir eru greinilega tapsárir“ sagði nafnlaus stuðningsmaður Víkings einnig. Slagsmálin áttu sér stað eftir að stuðningsmenn Víkings höfðu ítrekað reynt að malda í móinn og beðið menn um að róa sig niður. Víkingarnir voru meira að segja svo góðir að bjóða Bröndby mönnum bjór en þeir afþökkuðu. Stuðningsmenn Bröndby virtust svo vera að yfirgefa svæðið en sneru aftur með meiri mannskap, fimm til viðbótar og átta talsins settu hettur yfir höfuð og réðust á stuðningsmenn Víkings sem voru að labba burt. En líkt og í leiknum fyrr í kvöld áttu Bröndby menn við ofurefli að etja. Hluti af slagsmálunum náðist á filmu og má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Stuðningsmenn Bröndby réðust á Víkinga Þorvaldur Fleming er búsettur í Danmörku og reglulegur viðmælandi Bítisins á Bylgjunni. Þorvaldur ræddi stuðningsmenn danska liðsins í Bítinu morguninn eftir lætin þar sem hann lýsti því ástandi sem reglulega skapast á knattspyrnuleikjum hjá frændum okkar. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 10:30 að morgni 8. ágúst 2025. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Tapsárir stuðningsmenn Brøndby lentu í skærum við lögreglu eftir leik kvöldsins í Víkini þar sem piparúða var beitt. Þeir ollu tjóni á vellinum sem nemur allt að fimm milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra Víkings. Þá eru þeir komnir á svartan lista hjá eigendum Ölvers í Glæsibæ. 7. ágúst 2025 21:47 Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Víkingur pakkaði Bröndby saman í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu karla í fótbolta í kvöld. Lokatölur í Víkinni 3-0 heimamönnum í vil og það reyndist of mikið fyrir sumt stuðningsfólk gestanna. 7. ágúst 2025 21:40 „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Víkingur gerði sér lítið fyrir og vann gríðarlega sannfærandi 3-0 sigur á Bröndby í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Eðlilega eru danskir fjölmiðlar allt annað en sáttir með úrslit kvöldsins. 7. ágúst 2025 21:32 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira
Stuðningsmenn Bröndby létu öllum illum látum eftir leikinn sem Víkingur vann 3-0 og ollu milljónatjóni en létu sér það ekki nægja. Eftir að hafa verið beittir piparúða voru þeir þyrstir í slagsmál og löbbuðu á Ölver, þar sem þeir vissu að stuðningsmenn Víkinga væru. Hér má sjá stuðningsmenn Bröndby arka í átt að Ölver, úti á miðri götu í fylgd tveggja lögreglubíla. aðsend Eðli málsins samkvæmt var þeim fylgt af lögreglu, sem kom í veg fyrir að slagsmál brytust strax út en eftir að lögreglan fór slapp fjandinn laus. Lögreglan sá til þess að stuðningsmenn Bröndby kæmust ekki inn á Ölver.aðsend Flestir stuðningsmenn Bröndby höfðu þá yfirgefið svæðið, þegar þeir sáu að ekkert yrði úr slagsmálum. Stuðningsmenn Víkinga héldu sig inni á Ölver en einn þeirra gerði þau mistök, ef svo mætti kalla, að fara út til að tala í símann. „Ég fór út af Ölver til að taka símtal og þá koma þrír Bröndby menn upp að mér og spyrja hvort ég sé með vesen. Ég spyr til baka hvort þeir séu tapsárir og þeir ýta í mig og lemja mig í andlitið“ sagði stuðningsmaður Víkings, sem kaus að koma ekki fram undir nafni. „Ég labba frá þeim og fer inn á Ölver aftur, segi Víkingunum frá þessu og þeir koma allir út. Þá bakka þeir [stuðningsmenn Bröndby] frá okkur en koma svo aftur, allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur. Það endaði í blóðugum slag, sem betur fer fór enginn upp á slysó, en þeir eru greinilega tapsárir“ sagði nafnlaus stuðningsmaður Víkings einnig. Slagsmálin áttu sér stað eftir að stuðningsmenn Víkings höfðu ítrekað reynt að malda í móinn og beðið menn um að róa sig niður. Víkingarnir voru meira að segja svo góðir að bjóða Bröndby mönnum bjór en þeir afþökkuðu. Stuðningsmenn Bröndby virtust svo vera að yfirgefa svæðið en sneru aftur með meiri mannskap, fimm til viðbótar og átta talsins settu hettur yfir höfuð og réðust á stuðningsmenn Víkings sem voru að labba burt. En líkt og í leiknum fyrr í kvöld áttu Bröndby menn við ofurefli að etja. Hluti af slagsmálunum náðist á filmu og má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Stuðningsmenn Bröndby réðust á Víkinga Þorvaldur Fleming er búsettur í Danmörku og reglulegur viðmælandi Bítisins á Bylgjunni. Þorvaldur ræddi stuðningsmenn danska liðsins í Bítinu morguninn eftir lætin þar sem hann lýsti því ástandi sem reglulega skapast á knattspyrnuleikjum hjá frændum okkar. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 10:30 að morgni 8. ágúst 2025.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Tapsárir stuðningsmenn Brøndby lentu í skærum við lögreglu eftir leik kvöldsins í Víkini þar sem piparúða var beitt. Þeir ollu tjóni á vellinum sem nemur allt að fimm milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra Víkings. Þá eru þeir komnir á svartan lista hjá eigendum Ölvers í Glæsibæ. 7. ágúst 2025 21:47 Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Víkingur pakkaði Bröndby saman í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu karla í fótbolta í kvöld. Lokatölur í Víkinni 3-0 heimamönnum í vil og það reyndist of mikið fyrir sumt stuðningsfólk gestanna. 7. ágúst 2025 21:40 „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Víkingur gerði sér lítið fyrir og vann gríðarlega sannfærandi 3-0 sigur á Bröndby í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Eðlilega eru danskir fjölmiðlar allt annað en sáttir með úrslit kvöldsins. 7. ágúst 2025 21:32 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Tapsárir stuðningsmenn Brøndby lentu í skærum við lögreglu eftir leik kvöldsins í Víkini þar sem piparúða var beitt. Þeir ollu tjóni á vellinum sem nemur allt að fimm milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra Víkings. Þá eru þeir komnir á svartan lista hjá eigendum Ölvers í Glæsibæ. 7. ágúst 2025 21:47
Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Víkingur pakkaði Bröndby saman í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu karla í fótbolta í kvöld. Lokatölur í Víkinni 3-0 heimamönnum í vil og það reyndist of mikið fyrir sumt stuðningsfólk gestanna. 7. ágúst 2025 21:40
„Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Víkingur gerði sér lítið fyrir og vann gríðarlega sannfærandi 3-0 sigur á Bröndby í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Eðlilega eru danskir fjölmiðlar allt annað en sáttir með úrslit kvöldsins. 7. ágúst 2025 21:32