Hver er Endakallinn frá Ibiza? Jón Þór Stefánsson skrifar 8. ágúst 2025 13:00 Hárgreiðsla Endakallsins hefur vakið sérstaka athygli. Breskur ferðamaður á spænsku partýeyjunni Ibiza hefur vakið mikla athygli í netheimum undanfarna daga. Maður þessi hefur hlotið viðurnefnið „Ibiza Final Boss“ sem mætti þýða sem „Endakallinn frá Ibiza“, en það er einkennandi útlit hans og háttalag sem hefur komið honum í sviðsljósið. Á dögunum birtist myndband af manninum að skemmta sér á eyjunni. Þar skartar hann stórum svörtum og gylltum sólgleraugum og gullkeðju. Mesta athygli vekur þó vel hirt skegg hans og skálaklipping. Í umfjöllun Independent um manninn segir að hárgreiðslan sé ekki eitthvað sem fólk búist við að sjá á Ibiza. Hún hefði passað betur við í sjónvarpsþættina Wednesday eða í orrustunni við Hastings, sem átti sér stað 1066. @zerosixwestibiza does anyone know this absolute legend coz weve got 2 free guestlist with his name on it! . #ibiza2025 #zerosixwest #eivissa #ibiza #ibiza25 ♬ original sound - Zero Six West Ibiza Venjulegur maður frá Newcastle Umræddur maður heitir Jack Kay. Hann er 26 ára gamall og frá Newcastle. Gula pressan í Bretlandi hefur bent á að Kay hafi farið heim til Bretlandseyja frá Ibiza, en hann hafi stoppað örstutt og snúið aftur til Ibiza degi síðar. Áðurnefnt myndband og annað myndefni af Kay hefur farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Hann hefur síðan stofnað reikninga á samfélagsmiðlunum TikTok og Instagram. „Það er mikið sem ég þarf að innbyrða þessa stundina. Ég er bara venjulegur maður frá Newcastle. Þetta allt saman er klikkað. Fylgist með það eru stórar fréttir væntanlegar,“ segir hann í myndbandi á hans eigin Instagram-síðu. Virðist ætla að hagnýta sér frægðina Kay virðist hafa skrifað undir samning hjá umboðsskrifstofunni Neon Management, en fjöldi stjarna úr Love Island mun vera á mála þar. Hann virðist með því ætla að hagnýta sér þessa frægð sína. Daily Mail og Mirror hafa eftir almannatengslasérfræðingum að búast megi við því að Kay muni græða sex tölustafa upphæð á komandi ári. Í bresku samhengi þýðir það að hann myndi að minnsta kosti eignast hundrað þúsund sterlingspund, sem jafngildi um 16,5 milljónum króna. Þá megi einnig búast við því að Kay muni að miklu leyti getað ferðast og djammað frítt. „Ég er Endakallinn frá Ibiza, Jack Kay. Venjist því,“ segir Kay í myndbandi á samfélagsmiðlum spænska fjölmiðilsins The Ibiza Times. Spánn Næturlíf Samfélagsmiðlar Mest lesið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Sjá meira
Á dögunum birtist myndband af manninum að skemmta sér á eyjunni. Þar skartar hann stórum svörtum og gylltum sólgleraugum og gullkeðju. Mesta athygli vekur þó vel hirt skegg hans og skálaklipping. Í umfjöllun Independent um manninn segir að hárgreiðslan sé ekki eitthvað sem fólk búist við að sjá á Ibiza. Hún hefði passað betur við í sjónvarpsþættina Wednesday eða í orrustunni við Hastings, sem átti sér stað 1066. @zerosixwestibiza does anyone know this absolute legend coz weve got 2 free guestlist with his name on it! . #ibiza2025 #zerosixwest #eivissa #ibiza #ibiza25 ♬ original sound - Zero Six West Ibiza Venjulegur maður frá Newcastle Umræddur maður heitir Jack Kay. Hann er 26 ára gamall og frá Newcastle. Gula pressan í Bretlandi hefur bent á að Kay hafi farið heim til Bretlandseyja frá Ibiza, en hann hafi stoppað örstutt og snúið aftur til Ibiza degi síðar. Áðurnefnt myndband og annað myndefni af Kay hefur farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Hann hefur síðan stofnað reikninga á samfélagsmiðlunum TikTok og Instagram. „Það er mikið sem ég þarf að innbyrða þessa stundina. Ég er bara venjulegur maður frá Newcastle. Þetta allt saman er klikkað. Fylgist með það eru stórar fréttir væntanlegar,“ segir hann í myndbandi á hans eigin Instagram-síðu. Virðist ætla að hagnýta sér frægðina Kay virðist hafa skrifað undir samning hjá umboðsskrifstofunni Neon Management, en fjöldi stjarna úr Love Island mun vera á mála þar. Hann virðist með því ætla að hagnýta sér þessa frægð sína. Daily Mail og Mirror hafa eftir almannatengslasérfræðingum að búast megi við því að Kay muni græða sex tölustafa upphæð á komandi ári. Í bresku samhengi þýðir það að hann myndi að minnsta kosti eignast hundrað þúsund sterlingspund, sem jafngildi um 16,5 milljónum króna. Þá megi einnig búast við því að Kay muni að miklu leyti getað ferðast og djammað frítt. „Ég er Endakallinn frá Ibiza, Jack Kay. Venjist því,“ segir Kay í myndbandi á samfélagsmiðlum spænska fjölmiðilsins The Ibiza Times.
Spánn Næturlíf Samfélagsmiðlar Mest lesið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Sjá meira