Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 16:19 Ákvörðun öryggisráðs Ísraels og stefna Netanjahú-stjórnarinnar hefur vakið hörð viðbrögð, bæði innanland og utan. AP/Ariel Schalit Öryggisráð Ísrael hefur ákveðið að taka yfir Gasa-borg en ákvörðunin er umdeild í Ísrael. Hún þykir til marks um enn frekari stigmögnun átaka á svæðinu að sögn alþjóðastjórnmálafræðings. Benjamín Netanyahu forsætisráðherra hafði áður lýst því yfir að til stæði að hernema allt Gasasvæðið í einhverja mánuði. Ákvörðunina um að taka aðeins yfir Gasa-borg, að minnsta kosti í bili, má mögulega rekja til ósættis milli stjórnvalda og hersins um þær fyrirætlanir Netanjahú að taka yfir allt Gasasvæðið. Ákvörðunin er umdeild. Hundruðir mótmælenda söfnuðust saman við skrifstofu forsætisráðherrans í gær til að mótmæla og krefjast þess að stjórnvöld berjist fyrir frelsi þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar hefur fordæmt ákvörðunina og yfirmaður hjá hernum er sagður hafa varað við því að hernám Gasa myndi steypa Ísrael í "svarthol" skæruátaka og mannúðarkrísu. Áformin verið í farvatninu Svanhildur Þorvaldsdóttir er dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. Svanhildur Þorvaldsdóttir er dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.Vísir „Þetta er náttúrlega stigmögnun á því sem er búið að vera í gangi, og er verið að bæta við og ýta undir að Ísrael sé að taka yfir Gasasvæðið aftur og taka stjórnina af Hamas í rauninni. Þetta er eitthvað sem við erum búin að sjá á leiðinni að gerast, það er búið að tala um þetta lengi og nú er þetta í rauninni komið í gegn. Viðbrögð alþjóðasamfélagsins, hjá mögum en ekki öllum kannski, harkaleg. En nú þurfum við bara að sjá hvernig þetta kemur til með að þróast á næstu vikum og mánuðum,“ segir Svanhildur. Vanmáttur alþjóðakerfisins ekki nýr af nálinni Ákvörðunin er umdeild bæði innan Ísrael og utan. Vanmáttur alþjóðakerfisins til að hafa áhrif á stöðuna er ekki nýr af nálinni að sögn Svanhildar. Alþjóðleg samstaða hafi ekki verið til staðar hvað varðar málefni Ísraels og Palestínu áratugum saman. „Alþjóðakerfið er samráðsvettvangur ríkja og til þess að það geti virkað þá þurfa ríki að vera samstíga í því hvernig á að bregðast við og vinna samkvæmt alþjóðalögum og alþjóðlegri samstöðu. Og hún hefur ekki verið til staðar þegar kemur að málefnum Ísraels og Palestínu,“ segir Svanhildur. Stefna Netanjahú sé ekki til þess fallin að því verði breytt. „Netanjahú er harður í þessum átökum sem hafa verið í gangi undanfarin ár og það hefur haft þessi áhrif. Hann er ekki vinsæll fyrir það, hvorki innanlands né utan. En meðan að hann er með þessa afstöðu og á meðan það er ekki samstaða í alþjóðasamfélaginu að taka á því, að þá er bara mjög takmarkað sem alþjóðasamfélagið getur gert.“ Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Sjá meira
Benjamín Netanyahu forsætisráðherra hafði áður lýst því yfir að til stæði að hernema allt Gasasvæðið í einhverja mánuði. Ákvörðunina um að taka aðeins yfir Gasa-borg, að minnsta kosti í bili, má mögulega rekja til ósættis milli stjórnvalda og hersins um þær fyrirætlanir Netanjahú að taka yfir allt Gasasvæðið. Ákvörðunin er umdeild. Hundruðir mótmælenda söfnuðust saman við skrifstofu forsætisráðherrans í gær til að mótmæla og krefjast þess að stjórnvöld berjist fyrir frelsi þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar hefur fordæmt ákvörðunina og yfirmaður hjá hernum er sagður hafa varað við því að hernám Gasa myndi steypa Ísrael í "svarthol" skæruátaka og mannúðarkrísu. Áformin verið í farvatninu Svanhildur Þorvaldsdóttir er dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. Svanhildur Þorvaldsdóttir er dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.Vísir „Þetta er náttúrlega stigmögnun á því sem er búið að vera í gangi, og er verið að bæta við og ýta undir að Ísrael sé að taka yfir Gasasvæðið aftur og taka stjórnina af Hamas í rauninni. Þetta er eitthvað sem við erum búin að sjá á leiðinni að gerast, það er búið að tala um þetta lengi og nú er þetta í rauninni komið í gegn. Viðbrögð alþjóðasamfélagsins, hjá mögum en ekki öllum kannski, harkaleg. En nú þurfum við bara að sjá hvernig þetta kemur til með að þróast á næstu vikum og mánuðum,“ segir Svanhildur. Vanmáttur alþjóðakerfisins ekki nýr af nálinni Ákvörðunin er umdeild bæði innan Ísrael og utan. Vanmáttur alþjóðakerfisins til að hafa áhrif á stöðuna er ekki nýr af nálinni að sögn Svanhildar. Alþjóðleg samstaða hafi ekki verið til staðar hvað varðar málefni Ísraels og Palestínu áratugum saman. „Alþjóðakerfið er samráðsvettvangur ríkja og til þess að það geti virkað þá þurfa ríki að vera samstíga í því hvernig á að bregðast við og vinna samkvæmt alþjóðalögum og alþjóðlegri samstöðu. Og hún hefur ekki verið til staðar þegar kemur að málefnum Ísraels og Palestínu,“ segir Svanhildur. Stefna Netanjahú sé ekki til þess fallin að því verði breytt. „Netanjahú er harður í þessum átökum sem hafa verið í gangi undanfarin ár og það hefur haft þessi áhrif. Hann er ekki vinsæll fyrir það, hvorki innanlands né utan. En meðan að hann er með þessa afstöðu og á meðan það er ekki samstaða í alþjóðasamfélaginu að taka á því, að þá er bara mjög takmarkað sem alþjóðasamfélagið getur gert.“
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Sjá meira