Fótbolti

Segja Sölva hæðast að Bröndby

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sölvi Geir Ottesen á hliðarlínunni í sigurleiknum á móti Bröndby.
Sölvi Geir Ottesen á hliðarlínunni í sigurleiknum á móti Bröndby. Vísir/Diego

Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkinga, þekkir vel til í fótboltanum í Kaupmannahöfn enda ein af hetjum FC Kaupmannahafnar á sínum tíma. Það vakti því enn meiri athygli í Danmörku þegar hann stýrði Víkingum til 3-0 sigurs á Bröndby í Sambandsdeildinni.

Slagsmál og læti stuðningsmönnum Bröndby eftir leik hafa verið mikið í fréttum eftir leik en danska blaðið Berlinski Tidende vildi vekja athygli á ummælum Sölva eftir leikinn.

BT slær því upp í fyrirsögn að Sölvi hafa verið að hæðast að Bröndby liðinu eftir glæsilegan sigur.

www.bt.dk

Fyrirsögnin má sjá hér fyrir ofan en hún er: FCK-darling håner Brøndby: „Har høje tanker om sig selv“

FCK yndi hæðist að Bröndby: „Hafa of mikið álit á sjálfum sér“

BT rifjar upp tíma Sölva með FC Kaupmannahöfn frá 2010 til 2013 þar sem hann skoraði meðal annars sigurmark á móti Rosenborg í undankeppni Meistaradeildarinnar.

Sölvi Geir Ottesen fagnar risamarki sinu fyrir FC Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni.Getty/Claudio Villa

FCK og Bröndby eru erkifjendur sem risarnir í dönsku höfuðborginni.

„Við bjuggumst við því að þeir myndu pressa okkur. Kaupmannahafnabúarnir hafa of mikið álit á sjálfum sér og vildu ekki leyfa okkur að halda boltanum,“ er haft eftir Sölva.

Fyrir vikið náðu Víkingar að þétta raðirnar aftarlega á vellinum og beita síðan skyndisóknum. Tvö fyrstu mörkin komu síðan eftir horn en það síðasta kom úr skyndisókn.

„Ég býst við því að það hafi verið aðeins vanmat af þeirra hálfu,“ Sölvu en BT hefur þetta eftir Bold vefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×