Sport

Haf­þór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hafþór Júlíus Björnsson með þeim Paddy Haynes og Evans Nana sem keppa sem gestir í ár.
Hafþór Júlíus Björnsson með þeim Paddy Haynes og Evans Nana sem keppa sem gestir í ár. @thorbjornsson

Hafþór Júlíus Björnsson er í öðru sæti í keppninni um sterkasta mann Íslands eftir fyrri daginn.

Fjórar greinar fóru fram í gær og aðrar fjórar greinar fara síðan fram í dag.

Hafþór er með 22 stig eftir gærdaginn sem er 2,5 stigum minna en Paddy Haynes sem er í forystu.

Haynes vann tvær greinar en Hafþór eina.

Hafþór er að reyna að vera sterkasti maður Íslands í tólfta sinn á ferlinum og verður það þótt hann tapi fyrir Haynes.

Haynes er að keppa á mótinu sem gestur. Mesta athugli vegur að hann vann Hafþór í réttstöðulyftunum (Deadlift for reps) en Fjallið setti heimsmet á dögunum með því að lyfta 505 kílóum. Þarna áttu menn að lyfta 320 kílóum eins oft og þeir gátu.

Paddy Haynes varð sterkasti maður Englands í júlí og gæti því unnið bæði þessi mót í ár.

Næsti Íslendingurinn í keppninni á eftir Hafþóri er Hilmar Örn Jónsson með 15,5 stig en stöðuna eftir dag eitt má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×