Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Bjarki Sigurðsson skrifar 10. ágúst 2025 13:24 Tveir leigubílstjórar misstu prófið við Keflavíkurflugvöll í gær. Vísir/Anton Brink Settur yfirlögregluþjónn segir lögreglu ekki vera í neinu sérstöku átaki varðandi leigubílstjóra á Keflavíkurflugvelli. Hins vegar sé reglulegu eftirliti sinnt, og eiga leigubílstjórar það til að brjóta af sér. Tveir misstu prófið við flugstöðina í gær. Fréttastofa fékk í gær ábendingu um að lögreglan hafi verið með póst við Keflavíkurflugvöll þar sem gáð var að réttindum leigubílstjóra sem sóttu eða skiluðu farþegum í flugstöðina. Enginn var gripinn réttindalaus í þetta sinn, en það hefur komið fyrir. Styðjast við gátlista Ómar Mehmet Annisius, settur yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir þetta þó ekki hluta af neinu átaki. Embættið sé eingöngu að sinna skyldum sínum. „Það er ekki þannig að við séum með eitthvað sérstakt átak í gangi. Lögreglan hefur verið að sinna þessu, og við munum halda því áfram,“ segir Ómar. „Við höfum eftirlit með leigubílstjórum á svæðinu þar sem við könnum meðal annars hvort þeir séu með ökuréttindi og starfs- og rekstrarleyfi frá Samgöngustofu. Við styðjumst við gátlista þar sem við erum að athuga hvort bíllinn sé með sýnilega verðskrá, gjaldmæli og svo framvegis.“ Keyrðu of hratt Í gær var lögreglan einnig með ratsjármælingar við flugvöllinn, þar sem tveir leigubílstjórar voru sviptir ökuréttindum vegna hraðaksturs. „Það er náttúrulega margt fólk sem er þarna gangandi. Þannig það er mikilvægt að fólk fylgist með ökuhraða. Ef hámarkshraði er fimmtán kílómetrar á klukkustund, þá þarf ekki mikið til svo menn missi ökuréttindin. Fólk þarf að vera mjög vakandi,“ segir Ómar. Leigubílar Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Umferðaröryggi Suðurnesjabær Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fréttastofa fékk í gær ábendingu um að lögreglan hafi verið með póst við Keflavíkurflugvöll þar sem gáð var að réttindum leigubílstjóra sem sóttu eða skiluðu farþegum í flugstöðina. Enginn var gripinn réttindalaus í þetta sinn, en það hefur komið fyrir. Styðjast við gátlista Ómar Mehmet Annisius, settur yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir þetta þó ekki hluta af neinu átaki. Embættið sé eingöngu að sinna skyldum sínum. „Það er ekki þannig að við séum með eitthvað sérstakt átak í gangi. Lögreglan hefur verið að sinna þessu, og við munum halda því áfram,“ segir Ómar. „Við höfum eftirlit með leigubílstjórum á svæðinu þar sem við könnum meðal annars hvort þeir séu með ökuréttindi og starfs- og rekstrarleyfi frá Samgöngustofu. Við styðjumst við gátlista þar sem við erum að athuga hvort bíllinn sé með sýnilega verðskrá, gjaldmæli og svo framvegis.“ Keyrðu of hratt Í gær var lögreglan einnig með ratsjármælingar við flugvöllinn, þar sem tveir leigubílstjórar voru sviptir ökuréttindum vegna hraðaksturs. „Það er náttúrulega margt fólk sem er þarna gangandi. Þannig það er mikilvægt að fólk fylgist með ökuhraða. Ef hámarkshraði er fimmtán kílómetrar á klukkustund, þá þarf ekki mikið til svo menn missi ökuréttindin. Fólk þarf að vera mjög vakandi,“ segir Ómar.
Leigubílar Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Umferðaröryggi Suðurnesjabær Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira