Innlent

Leið­togar Norður­landa og Eystrasaltsins: Engin friður án að­komu Úkraínu“

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
„Engar ákvarðanir um Úkraínu án Úkraínu.“
„Engar ákvarðanir um Úkraínu án Úkraínu.“ Vísir/Samsett

Norðurlönd og Eystrasaltsríkin lýsa í sameiginlegri yfirlýsingu yfir stuðningi við fullveldi Úkraínu í aðdraganda fundar Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu sem birti yfirlýsinguna. Í henni er lögð áhersla á að ekki sé hægt að semja um frið án aðkomu Úkraínu.

„Leiðin til friðar verður ekki mótuð án raddar Úkraínu. Engar ákvarðanir um Úkraínu án Úkraínu,“ segir þar.

Í yfirlýsingunni er framtaki Trump við að binda enda á blóðsúthellingunum fagnað en áhersla lögð á að staðinn verði vörður um fullveldi og landhelgi Úkraínu.

„Við deilum þeirri sannfæringu að diplómatísk lausn verði að tryggja grundvallaröryggishagsmuni bæði Úkraínu og Evrópu. Þessir hagsmunir fela í sér trausta og trúverðuga öryggistryggingu sem geri Úkraínu kleift að verja á skilvirkan hátt fullveldi sitt og landhelgi. Við staðfestum á ný það meginatriði að alþjóðleg landamæri verði ekki breytt með valdi,“ segja leiðtogarnir.

Yfirlýsingin kemur í kjölfar annarrar yfirlýsingar sem evrópskir leiðtogar gáfu frá sér í gær, þeirra á meðal leiðtogar Bretlands, Þýskalands og Frakklands.

„Norrænu og Eystrasaltsríkin átta munu standa við hlið Úkraínu, sameinuð og staðföst í vörn sameiginlegs öryggis okkar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×