Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 13. ágúst 2025 07:32 Fyrr á árinu skrifaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, undir samkomulag við Evrópusambandið sem meðal annars felur í sér að Ísland aðlagi sig að utanríkisstefnu sambandsins. Þar segir með skýrum hætti: „Aðlögun að utanríkisstefnu ESB […] aðlögun EFTA/EES-ríkjanna að ákvörðunum, yfirlýsingum og refsiaðgerðum ESB.“ Þorgerður hefur þvertekið fyrir þetta þrátt fyrir að það standi beinlínis í skjalinu sem hún undirritaði. Fram kemur í svari frá upplýsingaskrifstofu Evrópusambandsins, unnið í samráði við utanríkisráðuneyti þess, við fyrirspurn frá mér varðandi það hvernig bæri að skilja umræddan texta í framkvæmd að hann fæli í sér pólitíska skuldbindingu Íslands í þessum efnum. Svarið er svohljóðandi: „Aðlögun felur í sér pólitíska skuldbindingu landanna þriggja sem nefnd eru, Íslands, Liechtensteins og Noregs, til þess að fylgja og framkvæma ákveðna þætti utanríkisstefnu Evrópusambandsins.“ Meðal þess sem fram kemur í rýniskýrslu Evrópusambandsins um utanríkis-, öryggis- og varnarmál, vegna umsóknar þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og VG um inngöngu í sambandið á sínum tíma, er að ríki sem gangi þar inn þurfi einmitt að aðlaga sig að stefnu þess í þeim málum. Ríkin þurfi þannig að „aðlaga sig að yfirlýsingum Evrópusambandsins, taka þátt í ákvörðunum sambandsins og hrinda í framkvæmd samþykktum refsi- og þvingunaraðgerðum þess.“ Fram kemur að sama skapi í gögnum Evrópusambandsins almennt varðandi inngöngu nýrra ríkja í sambandið að umsóknarríkjum sé meðal annars skylt að aðlaga sig utanríkisstefnu þess: „Umsóknarríkjum er skylt að aðlaga sig jafnt og þétt að yfirlýsingum Evrópusambandsins og hrinda í framkvæmd refsi- og þvingunaraðgerðum þess þegar þess gerist þörf.“ Þá kemur skýrt fram víða í gögnum sambandsins að umsóknarferlið gangi öðru fremur út á slíka aðlögun. Hérlend stjórnvöld hafa í gegnum tíðina reglulega verið sökuð um að reka ekki sjálfstæða utanríkisstefnu. Þá ýmist gagnvart Bandaríkjunum, Evrópusambandinu eða eftir atvikum báðum þessum aðilum. Þar hefur þó verið um að ræða einstök, afmörkuð og fyrirliggjandi mál. Hversu langt sem það kann annars að hafa náð hefur ekki áður verið gengið svo langt að undirrita formlegt og skuldbindandi samkomulag um aðlögun Íslands að utanríkisstefnu erlendra ríkja. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað slegið um sig með þeim orðum að þeir treysti þjóðinni til þess að ákveða í þjóðaratkvæði hvort hefja eigi á nýjan leik umsóknarferli að Evrópusambandinu. Hins vegar er á sama tíma ljóst að ráðherrar ríkisstjórnarinnar, hinir miklu lýðræðissinnar, hafa þegar hafizt handa við að vinna sér í haginn og hrinda ferlinu óformlega af stað áður en þjóðin hefur kosið um málið og áður en fyrir liggur hvort hún leggi blessun sína yfir það. Hafa má í huga í þessum efnum þau orð Þorgerðar Katrínar í Spursmálum á mbl.is þann 20. nóvember, í aðdraganda síðustu þingkosninga, að þjóðaratkvæði um málið væri „mikil málamiðlun“ af hálfu Viðreisnar. Helzt vildi flokkurinn þannig fara undir eins í umsóknarferlið í stað þess að málið færi fyrst til þjóðarinnar. Hins vegar liggur nú fyrir sem fyrr segir að ákveðið hefur verið að láta það eftir sér og hefja undir eins vinnu við ferlið í stað þess að bíða aðkomu þjóðarinnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Sjá meira
Fyrr á árinu skrifaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, undir samkomulag við Evrópusambandið sem meðal annars felur í sér að Ísland aðlagi sig að utanríkisstefnu sambandsins. Þar segir með skýrum hætti: „Aðlögun að utanríkisstefnu ESB […] aðlögun EFTA/EES-ríkjanna að ákvörðunum, yfirlýsingum og refsiaðgerðum ESB.“ Þorgerður hefur þvertekið fyrir þetta þrátt fyrir að það standi beinlínis í skjalinu sem hún undirritaði. Fram kemur í svari frá upplýsingaskrifstofu Evrópusambandsins, unnið í samráði við utanríkisráðuneyti þess, við fyrirspurn frá mér varðandi það hvernig bæri að skilja umræddan texta í framkvæmd að hann fæli í sér pólitíska skuldbindingu Íslands í þessum efnum. Svarið er svohljóðandi: „Aðlögun felur í sér pólitíska skuldbindingu landanna þriggja sem nefnd eru, Íslands, Liechtensteins og Noregs, til þess að fylgja og framkvæma ákveðna þætti utanríkisstefnu Evrópusambandsins.“ Meðal þess sem fram kemur í rýniskýrslu Evrópusambandsins um utanríkis-, öryggis- og varnarmál, vegna umsóknar þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og VG um inngöngu í sambandið á sínum tíma, er að ríki sem gangi þar inn þurfi einmitt að aðlaga sig að stefnu þess í þeim málum. Ríkin þurfi þannig að „aðlaga sig að yfirlýsingum Evrópusambandsins, taka þátt í ákvörðunum sambandsins og hrinda í framkvæmd samþykktum refsi- og þvingunaraðgerðum þess.“ Fram kemur að sama skapi í gögnum Evrópusambandsins almennt varðandi inngöngu nýrra ríkja í sambandið að umsóknarríkjum sé meðal annars skylt að aðlaga sig utanríkisstefnu þess: „Umsóknarríkjum er skylt að aðlaga sig jafnt og þétt að yfirlýsingum Evrópusambandsins og hrinda í framkvæmd refsi- og þvingunaraðgerðum þess þegar þess gerist þörf.“ Þá kemur skýrt fram víða í gögnum sambandsins að umsóknarferlið gangi öðru fremur út á slíka aðlögun. Hérlend stjórnvöld hafa í gegnum tíðina reglulega verið sökuð um að reka ekki sjálfstæða utanríkisstefnu. Þá ýmist gagnvart Bandaríkjunum, Evrópusambandinu eða eftir atvikum báðum þessum aðilum. Þar hefur þó verið um að ræða einstök, afmörkuð og fyrirliggjandi mál. Hversu langt sem það kann annars að hafa náð hefur ekki áður verið gengið svo langt að undirrita formlegt og skuldbindandi samkomulag um aðlögun Íslands að utanríkisstefnu erlendra ríkja. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað slegið um sig með þeim orðum að þeir treysti þjóðinni til þess að ákveða í þjóðaratkvæði hvort hefja eigi á nýjan leik umsóknarferli að Evrópusambandinu. Hins vegar er á sama tíma ljóst að ráðherrar ríkisstjórnarinnar, hinir miklu lýðræðissinnar, hafa þegar hafizt handa við að vinna sér í haginn og hrinda ferlinu óformlega af stað áður en þjóðin hefur kosið um málið og áður en fyrir liggur hvort hún leggi blessun sína yfir það. Hafa má í huga í þessum efnum þau orð Þorgerðar Katrínar í Spursmálum á mbl.is þann 20. nóvember, í aðdraganda síðustu þingkosninga, að þjóðaratkvæði um málið væri „mikil málamiðlun“ af hálfu Viðreisnar. Helzt vildi flokkurinn þannig fara undir eins í umsóknarferlið í stað þess að málið færi fyrst til þjóðarinnar. Hins vegar liggur nú fyrir sem fyrr segir að ákveðið hefur verið að láta það eftir sér og hefja undir eins vinnu við ferlið í stað þess að bíða aðkomu þjóðarinnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar