Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir, Sigríður Kristín Helgadóttir og Þorvaldur Víðisson skrifa 13. ágúst 2025 13:30 Tjáningarfrelsið er grundvallar mannréttindi. Um leið og við nýtum okkur þau mannréttindi með því að tjá okkur, gefum við í raun öðrum færi og heimild til að gera slíkt hið sama. Skoðanirnar geta síðan verið skiptar, ég hef þessa skoðun, þú hefur hina skoðunina. Þetta er eitt af því sem grundvallar lýðræðislegt samfélag, fólk skiptist á skoðunum og allir eiga rödd. Þrátt fyrir hið grundvallandi tjáningarfrelsi skal það frelsi ekki leiða okkur í þær ógöngur að meiða annað fólk eða skemma hluti. Tjáningarfrelsinu eru því takmörk sett. Í Fossvogsprestakalli var regnbogafánanum flaggað í síðustu viku. Kristin kirkja hefur á öllum öldum haft það hlutverk að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist, hinn upprisna, frelsara heimsins. Leiðirnar sem kirkjan fer í þessu verkefni sínu eru óteljandi. Kirkjan sinnir til dæmis gríðarlega öflugu hjálparstarfi, innanlands og erlendis. Svo er það sístætt verkefni þjóna og starfsfólks kirkjunnar að skíra og fræða, hugga og styðja, biðja og blessa. Allt er það unnið á grundvelli þess fagnaðarerindis sem heilög ritning boðar. Að flagga regnbogafánanum við kirkjur landsins er ein af þessum óteljandi leiðum við boðun fagnaðarerindisins sem kirkjan hefur farið og tekur þannig sýnilegan þátt í mannréttindabaráttu. Í fréttum heyrum við um að bakslag hafi orðið í þeirri baráttu. Ekki héldum við að bakslagið myndi birtast í því að regnbogafáninn yrði skorinn niður úr fánastönginni við Grensáskirkju í Reykjavík núna um helgina. Það kom okkur verulega á óvart. Slíkt er vitanlega skemmdarverk, en vissulega einnig tjáning einhvers sem ekki er sammála því að kirkjan flaggi regnbogafánanum. Er það ekki hálfgert örþrifaráð einhvers sem finnst ekki á sig hlustað að viðkomandi sker niður fallegan regnbogafána við kirkjuna í hverfinu sínu? Þarf kirkjan kannski að veita fólki víðari vettvang til að tjá sig, stærri faðm og fleiri eyru til að hlusta? Við prestarnir í Fossvogsprestakalli viljum bjóða þau öll velkomin til okkar, sem vilja tjá sig um mannréttindi og þátttöku kirkjunnar í slíkri réttindabaráttu. Verið þið hjartanlega velkomin til samtals við okkur. Við viljum gjarnan heyra hvað þið hafið að segja. Höfundar eru prestar í Fossvogsprestakalli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Reykjavík Hinsegin Gleðigangan Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Tjáningarfrelsið er grundvallar mannréttindi. Um leið og við nýtum okkur þau mannréttindi með því að tjá okkur, gefum við í raun öðrum færi og heimild til að gera slíkt hið sama. Skoðanirnar geta síðan verið skiptar, ég hef þessa skoðun, þú hefur hina skoðunina. Þetta er eitt af því sem grundvallar lýðræðislegt samfélag, fólk skiptist á skoðunum og allir eiga rödd. Þrátt fyrir hið grundvallandi tjáningarfrelsi skal það frelsi ekki leiða okkur í þær ógöngur að meiða annað fólk eða skemma hluti. Tjáningarfrelsinu eru því takmörk sett. Í Fossvogsprestakalli var regnbogafánanum flaggað í síðustu viku. Kristin kirkja hefur á öllum öldum haft það hlutverk að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist, hinn upprisna, frelsara heimsins. Leiðirnar sem kirkjan fer í þessu verkefni sínu eru óteljandi. Kirkjan sinnir til dæmis gríðarlega öflugu hjálparstarfi, innanlands og erlendis. Svo er það sístætt verkefni þjóna og starfsfólks kirkjunnar að skíra og fræða, hugga og styðja, biðja og blessa. Allt er það unnið á grundvelli þess fagnaðarerindis sem heilög ritning boðar. Að flagga regnbogafánanum við kirkjur landsins er ein af þessum óteljandi leiðum við boðun fagnaðarerindisins sem kirkjan hefur farið og tekur þannig sýnilegan þátt í mannréttindabaráttu. Í fréttum heyrum við um að bakslag hafi orðið í þeirri baráttu. Ekki héldum við að bakslagið myndi birtast í því að regnbogafáninn yrði skorinn niður úr fánastönginni við Grensáskirkju í Reykjavík núna um helgina. Það kom okkur verulega á óvart. Slíkt er vitanlega skemmdarverk, en vissulega einnig tjáning einhvers sem ekki er sammála því að kirkjan flaggi regnbogafánanum. Er það ekki hálfgert örþrifaráð einhvers sem finnst ekki á sig hlustað að viðkomandi sker niður fallegan regnbogafána við kirkjuna í hverfinu sínu? Þarf kirkjan kannski að veita fólki víðari vettvang til að tjá sig, stærri faðm og fleiri eyru til að hlusta? Við prestarnir í Fossvogsprestakalli viljum bjóða þau öll velkomin til okkar, sem vilja tjá sig um mannréttindi og þátttöku kirkjunnar í slíkri réttindabaráttu. Verið þið hjartanlega velkomin til samtals við okkur. Við viljum gjarnan heyra hvað þið hafið að segja. Höfundar eru prestar í Fossvogsprestakalli.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar