Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Aron Guðmundsson skrifar 14. ágúst 2025 07:31 Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings Reykjavíkur vísir / diego Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings Reykjavíkur segir sína menn ekki geta fallið til baka og múrað fyrir mark sitt í mikilvægum seinni leik gegn danska stórliðinu Bröndby í undankeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Hann á allt eins von á því að það verði baulað á sig sökum fortíðar hans í Kaupmannahöfn. Glæstur 3-0 sigur Víkinga hér heima í fyrri leik liðanna setur þá í góða stöðu en þeir geta ekki leyft sér að mæta rólegir í leik kvöldsins þar sem sæti í næstu umferð er í boði keppninnar er í boði. „Ég er bara mjög spenntur fyrir seinni leiknum, þetta verður hörku leikur og vissulega náðum við í gott veganesti með frammistöðunni og úrslitunum í fyrri leiknum,“ segir Sölvi Geir í samtali við íþróttadeild. „Maður bjóst kannski alveg við þessum tölum komandi inn í seinni leikinn en við unnum svo sannarlega fyrir því með frábærri frammistöðu. „Þetta einvígi er langt frá því að vera búið, við gerum okkur alveg grein fyrir því. Bröndby er hörku öflugt lið og eru að fara spila á sínum heimavelli með stuðningi sinna manna.“ Víkingar geti ekki komið inn í leikinn, fallið til baka og múrað fyrir markið. „Reynt að verja eitthvað forskot í níutíu mínútur, það mun bara koma okkur í verri stöðu. Við þurfum að vera djarfir í að spila okkar bolta, halda í hann og reyna særa þá þegar þeir eru búnir að setja mikla pressu og koma hátt upp á okkur.“ „Vonandi hegða þeir sér betur núna“ Það varð uppi fótur og fit eftir fyrri leik liðanna þar sem að svekktir stuðningsmenn Bröndby gengu berserksgangi, ollu tjóni á heimavelli Víkinga og réðust á stuðningsmenn Víkings. Evrópska knattspyrnusambandið hefur þar af leiðandi sett seinni leikinn á hæsta öryggisstig. Sölvi og hans menn halda sér frá öllum þessum málum. „Þetta er í raun ekkert sem við hugsum út í eða komum nálægt. Þetta er ekki í okkar höndum og eina sem við getum gert er að einbeita okkur að því sem við ætlum að gera inn á vellinum. Allt annað kemur ekki nálægt okkur þannig séð. Sem betur fer erum við með gott fólk sem sinnir þessum hluta. En vissulega er þetta leiðinlegt og á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki, svona hegðun en vonandi hegða þeir sér betur núna og verða með góða stemningu og styðja við bakið á sínum mönnum.“ Sölvi lék á sínum tíma með erkifjendum Bröndby í FC Kaupmannahöfn og varð í tvígang danskur meistari, mikill rígur er á milli félaganna og á Sölvi allt eins von á því að það verði baulað á hann á morgun. „Það kæmi mér ekkert á óvart að þeir myndu láta í sér heyra. Við spáum bara í okkar leik, hvernig við nálgumst hann og viljum spila.“ Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Glæstur 3-0 sigur Víkinga hér heima í fyrri leik liðanna setur þá í góða stöðu en þeir geta ekki leyft sér að mæta rólegir í leik kvöldsins þar sem sæti í næstu umferð er í boði keppninnar er í boði. „Ég er bara mjög spenntur fyrir seinni leiknum, þetta verður hörku leikur og vissulega náðum við í gott veganesti með frammistöðunni og úrslitunum í fyrri leiknum,“ segir Sölvi Geir í samtali við íþróttadeild. „Maður bjóst kannski alveg við þessum tölum komandi inn í seinni leikinn en við unnum svo sannarlega fyrir því með frábærri frammistöðu. „Þetta einvígi er langt frá því að vera búið, við gerum okkur alveg grein fyrir því. Bröndby er hörku öflugt lið og eru að fara spila á sínum heimavelli með stuðningi sinna manna.“ Víkingar geti ekki komið inn í leikinn, fallið til baka og múrað fyrir markið. „Reynt að verja eitthvað forskot í níutíu mínútur, það mun bara koma okkur í verri stöðu. Við þurfum að vera djarfir í að spila okkar bolta, halda í hann og reyna særa þá þegar þeir eru búnir að setja mikla pressu og koma hátt upp á okkur.“ „Vonandi hegða þeir sér betur núna“ Það varð uppi fótur og fit eftir fyrri leik liðanna þar sem að svekktir stuðningsmenn Bröndby gengu berserksgangi, ollu tjóni á heimavelli Víkinga og réðust á stuðningsmenn Víkings. Evrópska knattspyrnusambandið hefur þar af leiðandi sett seinni leikinn á hæsta öryggisstig. Sölvi og hans menn halda sér frá öllum þessum málum. „Þetta er í raun ekkert sem við hugsum út í eða komum nálægt. Þetta er ekki í okkar höndum og eina sem við getum gert er að einbeita okkur að því sem við ætlum að gera inn á vellinum. Allt annað kemur ekki nálægt okkur þannig séð. Sem betur fer erum við með gott fólk sem sinnir þessum hluta. En vissulega er þetta leiðinlegt og á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki, svona hegðun en vonandi hegða þeir sér betur núna og verða með góða stemningu og styðja við bakið á sínum mönnum.“ Sölvi lék á sínum tíma með erkifjendum Bröndby í FC Kaupmannahöfn og varð í tvígang danskur meistari, mikill rígur er á milli félaganna og á Sölvi allt eins von á því að það verði baulað á hann á morgun. „Það kæmi mér ekkert á óvart að þeir myndu láta í sér heyra. Við spáum bara í okkar leik, hvernig við nálgumst hann og viljum spila.“
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira