Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Agnar Már Másson skrifar 13. ágúst 2025 16:13 Héraðsdómur Reykjavíkur Til stendur að vísa manni úr landi í dag sem grunaður er um heimilisofbeldi og hefur hlotið þrjá refsidóma á Íslandi. Maðurinn dvaldi hér á landi í trássi við lög og var handtekinn í byrjun mánaðar eftir að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína og brotið síma hennar, að sögn lögreglu. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdómi Reykjavíkur sem Landsréttur staðfesti í dag yfir manninum, sem hefur að sögn lögreglu dvalið ólöglega á Íslandi og er grunaður um ofbeldisbrot gegn fyrrverandi maka en einnig er hann grunaður um eignaspjöll á síma hennar og fleiri brot. Þjóðerni og aldur mannsins eru ekki gefin upp í dómnum. Flutningur hans úr landi var samkvæmt dómnum fyrirhugaður í gær eða í dag, 13. ágúst 2025, en fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvort manninum hafi verið vísað úr landi. Blaðamaður leitaði til fulltrúa ríkislögreglustjóra en fékk þau svör að hann gæti ekki tjáð sig um einstök mál. Dóttirin fylgdist með Í greinargerð lögreglu segir að lögregla hafi verið kölluð út að heimili í Reykjavík í byrjun ágúst þar sem fyrrverandi kærasta hans tók á móti lögreglu er hún stóð ásamt dóttur sinni á götuhorni. Þar mun hún hafa lýst því hvernig maðurinn hafi komið óvænt til þeirra mæðgna og rifið í hár konunnar, sparkað í hana, tekið af henni símann og kastað honum í gólfið. Dætur hennar urðu vitni að þessu, hefur lögregla eftir konunni sem mun hafa tjáð lögregluþjónum að maðurinn hefði komið á stórum, svörtum bíl sem hann héldi til með bróður sínum. Þær mæðgur voru nánast ótalandi á ensku og fór samtal lögreglu í gegnum þýðingaforrit í farsíma, að sögn lögreglu. Ekki hafi verið neinir sjáanlegir áverkar á konunni og taldi hún sig ekki þurfa að fara í læknisskoðun. Staðfesta varðhald Lögregla handtók manninn heima hjá honum seinna um nóttina og var hann fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Maðurinn skráði dvöl sína á Íslandi 31. mars 2021 en hann var skráður úr landi þann 1. júní 2021 og hefur ekki sinnt tilkynningaskyldu að sögn lögreglu. Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála hafa þegar staðfest brottvísun mannsins og þriggja ára endurkomubann yfir honum. Landsréttur staðfesti varðhald yfir honum sem á að renna út á morgun en samkvæmt ákvörðunum yfirvalda ætti hann að vera farinn af landi brott þá. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritsjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Landsréttur dæmdi í málinu á dögunum.Vísir/Egill Reykjavík Heimilisofbeldi Dómsmál Innflytjendamál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira
Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdómi Reykjavíkur sem Landsréttur staðfesti í dag yfir manninum, sem hefur að sögn lögreglu dvalið ólöglega á Íslandi og er grunaður um ofbeldisbrot gegn fyrrverandi maka en einnig er hann grunaður um eignaspjöll á síma hennar og fleiri brot. Þjóðerni og aldur mannsins eru ekki gefin upp í dómnum. Flutningur hans úr landi var samkvæmt dómnum fyrirhugaður í gær eða í dag, 13. ágúst 2025, en fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvort manninum hafi verið vísað úr landi. Blaðamaður leitaði til fulltrúa ríkislögreglustjóra en fékk þau svör að hann gæti ekki tjáð sig um einstök mál. Dóttirin fylgdist með Í greinargerð lögreglu segir að lögregla hafi verið kölluð út að heimili í Reykjavík í byrjun ágúst þar sem fyrrverandi kærasta hans tók á móti lögreglu er hún stóð ásamt dóttur sinni á götuhorni. Þar mun hún hafa lýst því hvernig maðurinn hafi komið óvænt til þeirra mæðgna og rifið í hár konunnar, sparkað í hana, tekið af henni símann og kastað honum í gólfið. Dætur hennar urðu vitni að þessu, hefur lögregla eftir konunni sem mun hafa tjáð lögregluþjónum að maðurinn hefði komið á stórum, svörtum bíl sem hann héldi til með bróður sínum. Þær mæðgur voru nánast ótalandi á ensku og fór samtal lögreglu í gegnum þýðingaforrit í farsíma, að sögn lögreglu. Ekki hafi verið neinir sjáanlegir áverkar á konunni og taldi hún sig ekki þurfa að fara í læknisskoðun. Staðfesta varðhald Lögregla handtók manninn heima hjá honum seinna um nóttina og var hann fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Maðurinn skráði dvöl sína á Íslandi 31. mars 2021 en hann var skráður úr landi þann 1. júní 2021 og hefur ekki sinnt tilkynningaskyldu að sögn lögreglu. Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála hafa þegar staðfest brottvísun mannsins og þriggja ára endurkomubann yfir honum. Landsréttur staðfesti varðhald yfir honum sem á að renna út á morgun en samkvæmt ákvörðunum yfirvalda ætti hann að vera farinn af landi brott þá. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritsjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Landsréttur dæmdi í málinu á dögunum.Vísir/Egill
Reykjavík Heimilisofbeldi Dómsmál Innflytjendamál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira