Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar 13. ágúst 2025 18:01 Á þessum tíma ársins má segja að yfir standi sannkölluð fótboltaveisla. Íslensku deildirnar eru að ná hámarki, bikarúrslit framundan – og um þetta leyti hefst svo enski boltinn og aðrar vetrardeildir um alla Evrópu. Hundruð milljóna áhorfenda um allan heim stilla inn og á Íslandi eru þúsundir barna og unglinga sem fylgjast spennt með, velja sér lið, dýrka leikmenn og dreymir um að spila sjálf í svona umhverfi. Fótboltinn er stór hluti af íþróttamenningu margra fjölskyldna, en með áhorfi á boltann fylgir líka önnur hlið sem ræða þarf af fullri alvöru. Veðmálavæðingin fylgir áhorfinu Áhorf á fótbolta er í auknum mæli samofið stöðugri markaðssetningu á íþróttaveðmálum. Auglýsingar veðmálasíðna birtast á samfélagsmiðlum í aðdraganda leikja og umfjöllun um fótbolta á vinsælum vefmiðlum og hlaðvörpum er oft tengd veðmálum. Merki veðmálafyrirtækja prýða oft treyjur erlendra félagsliða, auglýsingaskilti, viðtöl og aðra umgjörð leiksins. Fyrir unga áhorfendur getur þetta skapað tilfinningu um að veðmál séu sjálfsagður hluti af íþróttaáhuga, jafn sjálfsagður og að klappa fyrir sínu liði. Rannsóknir sýna að ungir karlmenn eru í mestri hættu á að þróa með sér spilavanda. Þegar þeir verða fyrir stöðugum áhrifum frá veðmálamarkaðnum, beint eða óbeint, eykst áhættan. Þessi þróun hefur þegar haft alvarlegar afleiðingar víða erlendis og við sjáum merki hennar hér heima, þó veðmál séu stunduð í mun minna mæli á Íslandi en í mörgum öðrum löndum í Evrópu eins og kemur fram í nýlegri könnun sem unnin var fyrir KSÍ. Lögin standa ekki vörð um unga fólkið Erlendar veðmálasíður eru í dag ólöglegar á Íslandi, en starfa þó hér óáreittar þar sem unglingum undir lögaldri hefur tekist að stofna reikninga, leggja inn peninga og spila. Það er staðreynd sem ætti að hvetja stjórnvöld til að bregðast við strax. Við þurfum leikreglur sem virka í raun, ekki bara á pappír. Lögin verða að endurspegla þann veruleika sem við búum við í stafrænum heimi, þar sem allt er aðgengilegt með örfáum smellum. Ábyrgð okkar allra Hjá Knattspyrnusambandi Íslands erum við staðráðin í að standa vörð um heilindi leiksins og velferð þeirra sem taka þátt í honum. Við höfum hafið samstarf við SÁÁ sem miðar að því að vekja athygli á spilavanda og hvetja þá sem þurfa á aðstoð að halda til að leita sér hjálpar. Við viljum líka að leikmenn, þjálfarar og stuðningsfólk hafi aðgang að fræðslu og upplýsingum um áhættuna sem fylgir veðmálum. Við getum öll gert okkar: Foreldrar þurfa að ræða við börnin sín um hvað veðmál eru og hvaða hættur fylgja þeim. Félög geta boðið upp á fræðslu fyrir unga iðkendur og leikmenn, þjálfara og dómara, og aðra þátttakendur leiksins. Stjórnvöld verða að tryggja að lögin verji börn og ungmenni í raun og banni ólöglega starfsemi með skilvirkum aðgerðum. Notum áhugann til góðs Fótboltinn kveikir miklar tilfinningar – gleði, vonbrigði, spennu og stolt. Við getum notað þennan mikla áhuga sem upphafspunkt til að fræða, spyrja spurninga og styrkja ungmenni til að taka upplýstar ákvarðanir. Stjórnvöld verða jafnframt að standa með unga fólkinu og tryggja að staðinn sé vörður um heilbrigt umhverfi íþrótta á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Fjárhættuspil Börn og uppeldi Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á þessum tíma ársins má segja að yfir standi sannkölluð fótboltaveisla. Íslensku deildirnar eru að ná hámarki, bikarúrslit framundan – og um þetta leyti hefst svo enski boltinn og aðrar vetrardeildir um alla Evrópu. Hundruð milljóna áhorfenda um allan heim stilla inn og á Íslandi eru þúsundir barna og unglinga sem fylgjast spennt með, velja sér lið, dýrka leikmenn og dreymir um að spila sjálf í svona umhverfi. Fótboltinn er stór hluti af íþróttamenningu margra fjölskyldna, en með áhorfi á boltann fylgir líka önnur hlið sem ræða þarf af fullri alvöru. Veðmálavæðingin fylgir áhorfinu Áhorf á fótbolta er í auknum mæli samofið stöðugri markaðssetningu á íþróttaveðmálum. Auglýsingar veðmálasíðna birtast á samfélagsmiðlum í aðdraganda leikja og umfjöllun um fótbolta á vinsælum vefmiðlum og hlaðvörpum er oft tengd veðmálum. Merki veðmálafyrirtækja prýða oft treyjur erlendra félagsliða, auglýsingaskilti, viðtöl og aðra umgjörð leiksins. Fyrir unga áhorfendur getur þetta skapað tilfinningu um að veðmál séu sjálfsagður hluti af íþróttaáhuga, jafn sjálfsagður og að klappa fyrir sínu liði. Rannsóknir sýna að ungir karlmenn eru í mestri hættu á að þróa með sér spilavanda. Þegar þeir verða fyrir stöðugum áhrifum frá veðmálamarkaðnum, beint eða óbeint, eykst áhættan. Þessi þróun hefur þegar haft alvarlegar afleiðingar víða erlendis og við sjáum merki hennar hér heima, þó veðmál séu stunduð í mun minna mæli á Íslandi en í mörgum öðrum löndum í Evrópu eins og kemur fram í nýlegri könnun sem unnin var fyrir KSÍ. Lögin standa ekki vörð um unga fólkið Erlendar veðmálasíður eru í dag ólöglegar á Íslandi, en starfa þó hér óáreittar þar sem unglingum undir lögaldri hefur tekist að stofna reikninga, leggja inn peninga og spila. Það er staðreynd sem ætti að hvetja stjórnvöld til að bregðast við strax. Við þurfum leikreglur sem virka í raun, ekki bara á pappír. Lögin verða að endurspegla þann veruleika sem við búum við í stafrænum heimi, þar sem allt er aðgengilegt með örfáum smellum. Ábyrgð okkar allra Hjá Knattspyrnusambandi Íslands erum við staðráðin í að standa vörð um heilindi leiksins og velferð þeirra sem taka þátt í honum. Við höfum hafið samstarf við SÁÁ sem miðar að því að vekja athygli á spilavanda og hvetja þá sem þurfa á aðstoð að halda til að leita sér hjálpar. Við viljum líka að leikmenn, þjálfarar og stuðningsfólk hafi aðgang að fræðslu og upplýsingum um áhættuna sem fylgir veðmálum. Við getum öll gert okkar: Foreldrar þurfa að ræða við börnin sín um hvað veðmál eru og hvaða hættur fylgja þeim. Félög geta boðið upp á fræðslu fyrir unga iðkendur og leikmenn, þjálfara og dómara, og aðra þátttakendur leiksins. Stjórnvöld verða að tryggja að lögin verji börn og ungmenni í raun og banni ólöglega starfsemi með skilvirkum aðgerðum. Notum áhugann til góðs Fótboltinn kveikir miklar tilfinningar – gleði, vonbrigði, spennu og stolt. Við getum notað þennan mikla áhuga sem upphafspunkt til að fræða, spyrja spurninga og styrkja ungmenni til að taka upplýstar ákvarðanir. Stjórnvöld verða jafnframt að standa með unga fólkinu og tryggja að staðinn sé vörður um heilbrigt umhverfi íþrótta á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun