Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Sindri Sverrisson skrifar 14. ágúst 2025 13:01 Gulklæddir stuðningsmenn Bröndby fóru fýluferð til Íslands í síðustu viku. vísir/Diego Eftir skammarlega framkomu á Íslandi í síðustu viku og þögul mótmæli í deildarleik við Vejle á sunnudag virðast stuðningsmenn Bröndby ætla að leggja allt í sölurnar á leiknum mikilvæga við Víkinga í dag. Víkingur er með 3-0 forskot eftir sigur á heimavelli í síðustu umferð og Bröndby þarf því að vinna upp þann mun í dag til að komast áfram, í umspil Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Tapið í Víkinni olli stuðningsmönnum Bröndby miklum vonbrigðum og ollu þeir tjóni á vellinum auk þess að standa í slagsmálum eftir leikinn. Þeir sýndu svo vonbrigði sín í verki á leiknum við Velje á sunnudag, með því að vera ekki með neinn skipulagðan stuðning í fyrri hálfleik. Í tilkynningu frá stuðningsmannafélagi Bröndby sagði að þannig vildu menn gefa leikmönnum og þjálfurum tækifæri til að sýna að þeir vildu berjast fyrir gulu treyjuna. Leiknum lauk með 2-1 sigri Bröndby, þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik, og kveðst fyrirliðinn Daniel Wass vonast eftir alvöru stuðningi á leiknum við Víkinga í dag. „Það hefði mikið að segja fyrir okkur en það er í þeirra höndum að ákveða hvað þeir gera. Við stýrum því ekki en við einbeitum okkur bara að okkur sjálfum, mætum sem eitt lið og ætlum að sýna úr hverju við erum gerðir,“ sagði Wass. „Það er ljóst að þetta gildir ekki bara í eina átt. Það fer líka í hina áttina, það er ljóst. Auðvitað þurfum við á þeim að halda, en ég get ekki stjórnað því hvað þeir gera og hvað þeir hugsa,“ sagði Wass. Miðað við færslur á Instagram-síðu stuðningsmannafélags Bröndby þá verður enginn skortur á stuðningi í kvöld, og er ætlast til þess að allir leggi sig 100 prósent fram, bæði stuðningsmenn og leikmenn. Þannig sé hægt að vinna einvígið líkt og Bröndby hafi áður gert eftir erfiða stöðu í Evrópukeppni. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Víkingur er með 3-0 forskot eftir sigur á heimavelli í síðustu umferð og Bröndby þarf því að vinna upp þann mun í dag til að komast áfram, í umspil Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Tapið í Víkinni olli stuðningsmönnum Bröndby miklum vonbrigðum og ollu þeir tjóni á vellinum auk þess að standa í slagsmálum eftir leikinn. Þeir sýndu svo vonbrigði sín í verki á leiknum við Velje á sunnudag, með því að vera ekki með neinn skipulagðan stuðning í fyrri hálfleik. Í tilkynningu frá stuðningsmannafélagi Bröndby sagði að þannig vildu menn gefa leikmönnum og þjálfurum tækifæri til að sýna að þeir vildu berjast fyrir gulu treyjuna. Leiknum lauk með 2-1 sigri Bröndby, þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik, og kveðst fyrirliðinn Daniel Wass vonast eftir alvöru stuðningi á leiknum við Víkinga í dag. „Það hefði mikið að segja fyrir okkur en það er í þeirra höndum að ákveða hvað þeir gera. Við stýrum því ekki en við einbeitum okkur bara að okkur sjálfum, mætum sem eitt lið og ætlum að sýna úr hverju við erum gerðir,“ sagði Wass. „Það er ljóst að þetta gildir ekki bara í eina átt. Það fer líka í hina áttina, það er ljóst. Auðvitað þurfum við á þeim að halda, en ég get ekki stjórnað því hvað þeir gera og hvað þeir hugsa,“ sagði Wass. Miðað við færslur á Instagram-síðu stuðningsmannafélags Bröndby þá verður enginn skortur á stuðningi í kvöld, og er ætlast til þess að allir leggi sig 100 prósent fram, bæði stuðningsmenn og leikmenn. Þannig sé hægt að vinna einvígið líkt og Bröndby hafi áður gert eftir erfiða stöðu í Evrópukeppni.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira