Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Jón Þór Stefánsson skrifar 14. ágúst 2025 17:00 Maðurinn sagðist hafa tekið ýmsar krókaleiðir um Hafnarfjörð. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfum tónlistarmanns sem var handtekinn í Hafnarfirði að nóttu til árið 2022. Lögreglu hafði grunað að maðurinn væri að aka undir áhrifum fíkniefna, en niðurstaða úr sýnatöku var neikvæð. Maðurinn vildi meina að aðgerðir lögreglu hefðu verið ólögmætar og krafðist bóta. Atvikið sem málið varðar átti sér stað aðfaranótt sunnudags á ótilgreindum degi árið 2022. Maðurinn sem var handtekinn starfar meðal annars sem tónlistarmaður og hafði verið að spila á skemmtun þetta kvöld, og var á leiðinni þaðan akandi. Í skýrslu fyrir dómi sagðist hann hafa tekið eftir því að lögreglubíll veitti honum eftirför án þess þó að kveikja á blikkljósum. Hann hefði farið að aka krókaleiðir hingað og þangað og þrætt heilu hverfin í Hafnarfirði, en lögreglubíllinn alltaf verið fyrir aftan hann. Á endanum hafi hann fengið nóg og viljað útskýringar á þessum „eltingarleik lögreglunnar“ sem honum þótti „fullkomlega ástæðulaus“. Hann hafi lagt bílnum og um leið hefðu blá ljós lögreglunnar verið sett á. Hann hafi stigið út og tveir lögreglumenn gert það í sömu andrá. Maðurinn hafi sagt við lögreglumennina að hann vildi vita hvað gegni á. Honum þætti þetta ekki eðlilegur hluti af störfum lögreglu. Að sögn mannsins fór það öfugt ofan í annan lögreglumanninn sem hafi sagt að hann hygðist handtaka hann fyrir fíkniefnaakstur. Það hafi komið manninum spánskt fyrir sjónir sem sagðist ekki neyta fíkniefna og hefði hætt neyslu áfengis fyrir einhverjum árum. Hann vildi líka meina að ekkert í fari hans hefði bent til fíkniefnaneyslu. Hann viðurkenndi þó að hafa veri „svolítið hvass“ eða ákveðinn við lögreglumennina. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Maðurinn var þá settur í handjárn og fluttur á lögreglustöð þar sem hann gaf þvagsýni. Líkt og áður segir var niðurstaða prófsins sú að ekki væri hægt að sjá að hann væri undir áhrifum fíkniefna, og í kjölfarið var manninum sleppt. Maðurinn taldi frelsissviptinguna hafa varað í þrjátíu til fjörutíu mínútur, en samkvæmt bókun lögreglu var hún einungist í rétt rúmt korter. Lögreglumaðurinn sem ákvað að handtaka manninn sagði fyrir dómi að hann hefði verið mjög æstur, ör og óðamála. Þá þótti honum sjáöldur augna hans benda til þess að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Í niðurstöðu dómsins var vísað til framburðar þeirra beggja, og var það mat dómsins að framkoma mannsins hefði verið þess eðlis að lögreglan gæti gert ráð fyrir því að hann væri undir áhrifum einhverra efna. Því hafi handtakan verið réttlætanleg. Maðurinn hafði krafist 600 þúsund króna í miskabætur. Ríkið var hins vegar sýknað og verður gjafsóknarkostnaður mannsins greiddur úr ríkissjóði. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað aðfaranótt sunnudags á ótilgreindum degi árið 2022. Maðurinn sem var handtekinn starfar meðal annars sem tónlistarmaður og hafði verið að spila á skemmtun þetta kvöld, og var á leiðinni þaðan akandi. Í skýrslu fyrir dómi sagðist hann hafa tekið eftir því að lögreglubíll veitti honum eftirför án þess þó að kveikja á blikkljósum. Hann hefði farið að aka krókaleiðir hingað og þangað og þrætt heilu hverfin í Hafnarfirði, en lögreglubíllinn alltaf verið fyrir aftan hann. Á endanum hafi hann fengið nóg og viljað útskýringar á þessum „eltingarleik lögreglunnar“ sem honum þótti „fullkomlega ástæðulaus“. Hann hafi lagt bílnum og um leið hefðu blá ljós lögreglunnar verið sett á. Hann hafi stigið út og tveir lögreglumenn gert það í sömu andrá. Maðurinn hafi sagt við lögreglumennina að hann vildi vita hvað gegni á. Honum þætti þetta ekki eðlilegur hluti af störfum lögreglu. Að sögn mannsins fór það öfugt ofan í annan lögreglumanninn sem hafi sagt að hann hygðist handtaka hann fyrir fíkniefnaakstur. Það hafi komið manninum spánskt fyrir sjónir sem sagðist ekki neyta fíkniefna og hefði hætt neyslu áfengis fyrir einhverjum árum. Hann vildi líka meina að ekkert í fari hans hefði bent til fíkniefnaneyslu. Hann viðurkenndi þó að hafa veri „svolítið hvass“ eða ákveðinn við lögreglumennina. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Maðurinn var þá settur í handjárn og fluttur á lögreglustöð þar sem hann gaf þvagsýni. Líkt og áður segir var niðurstaða prófsins sú að ekki væri hægt að sjá að hann væri undir áhrifum fíkniefna, og í kjölfarið var manninum sleppt. Maðurinn taldi frelsissviptinguna hafa varað í þrjátíu til fjörutíu mínútur, en samkvæmt bókun lögreglu var hún einungist í rétt rúmt korter. Lögreglumaðurinn sem ákvað að handtaka manninn sagði fyrir dómi að hann hefði verið mjög æstur, ör og óðamála. Þá þótti honum sjáöldur augna hans benda til þess að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Í niðurstöðu dómsins var vísað til framburðar þeirra beggja, og var það mat dómsins að framkoma mannsins hefði verið þess eðlis að lögreglan gæti gert ráð fyrir því að hann væri undir áhrifum einhverra efna. Því hafi handtakan verið réttlætanleg. Maðurinn hafði krafist 600 þúsund króna í miskabætur. Ríkið var hins vegar sýknað og verður gjafsóknarkostnaður mannsins greiddur úr ríkissjóði.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent