Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar 15. ágúst 2025 12:03 Ég veiddi svolítið hér á árum áður og skil þá sem sækjast í lax- og silungsveiði. Ég skil líka náttúruverndarsjónarmiðin að baki því að vernda íslenska laxastofninn. Fyrir tveimur árum benti ég með blaðagrein á að löggjafinn hefði ákveðið, í reglugerð um fiskeldi, að vísa til norsks staðals frá 2009 um gerð og virkni sjókvíaelda sem ætlað var að hindra strok. Þar sem bæði var til nýrri staðall frá Norðmönnum sem gekk lengra og annar alþjóðlegur sem gekk talsvert lengra líka var þessi reglugerð í ósamræmi við ákvæði laga um fiskeldi sem sögðu til um að vísa ætti til STRÖNGUSTU staðla sem gerðir eru fyrir fiskeldismannvirki á sjó. Nú tveimur árum síðar er enn vísað í þennan staðal frá 2009 í umræddri reglugerð þó reyndar sé breytingartillögu að finna í Samráðsgáttinni þar sem lagt er til að vísa í nýrri útgáfu staðalsins frá 2021. Nýrri útgáfan gengur talsvert lengra og er það vel. Þetta hefur hins vegar tekið allt of langan tíma auk þess sem viðurlögin við brotum á viðhaldi, eftirliti og viðbrögð við stroki eru í besta falli hlægileg. Lagaramminn er í grunninn skítlélegur. 500.000 kr. dagsektir bíta ekki fyrirtæki sem hagnast um milljarða á ári. Í tilviki Arctic Sea Farm í Dýrafirði eru slíkar dagsektir 3.800 daga að éta upp hagnað síðasta árs eða 10 og hálft ár. Þá verður ekki betur séð en að eftirliti sé verulega áfátt og það vekur hreinlega upp spurningar um ásetning. Af hverju smíðar einhver vísvitandi regluverk sem virkar ekki? Er einhver falinn ávinningur í því eða erum við bara svona ógeðslega léleg í að verja okkur og hagsmuni okkar? Ef þetta, og ýmislegt fleira sem finna má að lélegu regluverki og slöppu eftirliti, er ekki spilling, þá er löngu orðið tímabært að stjórnvöld líti í auknum mæli til staðla til að útfæra löggjöfina og tryggja að þær girðingar, sem þó eru reistar, haldi. Gott fyrsta skref væri að byrja á að fylgja kröfunum sem þegar hafa verið gerðar en ekki er fylgt eftir. Það er fjöldi dæma um allt samfélagið þar sem stjórnvöld hafa vísvitandi og af ásetningi veitt afslátt af eðlilegum og lögbundnum, stöðluðum kröfum sem eiga að vernda okkur. Í meðvirkni við hagsmunaaðila sem virðast geta öskrað fram afslátt af öllum fjandanum. Við erum ekkert of góð til að undirgangast sömu kröfur og annars staðar í Evrópu. Það er ekkert náttúrulögmál að hér eigi villta vestrið að ríkja í alls kyns málum eins og raunin er, því það erum alltaf við sem berum áhættuna og kostnaðinn af fúskinu sem af hlýst . Venjulegt fólk. Eða náttúran í tilviki sjókvíaeldis. Það er engin tilviljun að staðlar eru vel metin stjórntæki um allan heim og þær þjóðir sem hafa það að markmiði að tryggja og viðhalda samkeppnishæfni sinni leggja mikið í staðlastarf. Það er engin tilviljun að alþjóðastofnanir eins og WTO, Worldbank, OECD, Sþ og ýmsir fleiri leggja áherslu á staðlanotkun. Það er engin tilviljun að Evrópusambandið notar staðla markvisst sem hluta löggjafar til að tryggja öryggi fólks, neytendavernd, líf og limi. Á Íslandi er hins vegar oft látið eins og um sé að ræða leiðindamál sem menn eru dyggilega aðstoðaðir við að komast undan. Og þess vegna er fúsk landlægt hér á mörgum sviðum atvinnulífsins sem skaðar okkur þegar til lengri tíma er litið. Örfáir græða hins vegar á þessum veigamiklu afsláttum stjórnvalda. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Sigrún Harðardóttir Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég veiddi svolítið hér á árum áður og skil þá sem sækjast í lax- og silungsveiði. Ég skil líka náttúruverndarsjónarmiðin að baki því að vernda íslenska laxastofninn. Fyrir tveimur árum benti ég með blaðagrein á að löggjafinn hefði ákveðið, í reglugerð um fiskeldi, að vísa til norsks staðals frá 2009 um gerð og virkni sjókvíaelda sem ætlað var að hindra strok. Þar sem bæði var til nýrri staðall frá Norðmönnum sem gekk lengra og annar alþjóðlegur sem gekk talsvert lengra líka var þessi reglugerð í ósamræmi við ákvæði laga um fiskeldi sem sögðu til um að vísa ætti til STRÖNGUSTU staðla sem gerðir eru fyrir fiskeldismannvirki á sjó. Nú tveimur árum síðar er enn vísað í þennan staðal frá 2009 í umræddri reglugerð þó reyndar sé breytingartillögu að finna í Samráðsgáttinni þar sem lagt er til að vísa í nýrri útgáfu staðalsins frá 2021. Nýrri útgáfan gengur talsvert lengra og er það vel. Þetta hefur hins vegar tekið allt of langan tíma auk þess sem viðurlögin við brotum á viðhaldi, eftirliti og viðbrögð við stroki eru í besta falli hlægileg. Lagaramminn er í grunninn skítlélegur. 500.000 kr. dagsektir bíta ekki fyrirtæki sem hagnast um milljarða á ári. Í tilviki Arctic Sea Farm í Dýrafirði eru slíkar dagsektir 3.800 daga að éta upp hagnað síðasta árs eða 10 og hálft ár. Þá verður ekki betur séð en að eftirliti sé verulega áfátt og það vekur hreinlega upp spurningar um ásetning. Af hverju smíðar einhver vísvitandi regluverk sem virkar ekki? Er einhver falinn ávinningur í því eða erum við bara svona ógeðslega léleg í að verja okkur og hagsmuni okkar? Ef þetta, og ýmislegt fleira sem finna má að lélegu regluverki og slöppu eftirliti, er ekki spilling, þá er löngu orðið tímabært að stjórnvöld líti í auknum mæli til staðla til að útfæra löggjöfina og tryggja að þær girðingar, sem þó eru reistar, haldi. Gott fyrsta skref væri að byrja á að fylgja kröfunum sem þegar hafa verið gerðar en ekki er fylgt eftir. Það er fjöldi dæma um allt samfélagið þar sem stjórnvöld hafa vísvitandi og af ásetningi veitt afslátt af eðlilegum og lögbundnum, stöðluðum kröfum sem eiga að vernda okkur. Í meðvirkni við hagsmunaaðila sem virðast geta öskrað fram afslátt af öllum fjandanum. Við erum ekkert of góð til að undirgangast sömu kröfur og annars staðar í Evrópu. Það er ekkert náttúrulögmál að hér eigi villta vestrið að ríkja í alls kyns málum eins og raunin er, því það erum alltaf við sem berum áhættuna og kostnaðinn af fúskinu sem af hlýst . Venjulegt fólk. Eða náttúran í tilviki sjókvíaeldis. Það er engin tilviljun að staðlar eru vel metin stjórntæki um allan heim og þær þjóðir sem hafa það að markmiði að tryggja og viðhalda samkeppnishæfni sinni leggja mikið í staðlastarf. Það er engin tilviljun að alþjóðastofnanir eins og WTO, Worldbank, OECD, Sþ og ýmsir fleiri leggja áherslu á staðlanotkun. Það er engin tilviljun að Evrópusambandið notar staðla markvisst sem hluta löggjafar til að tryggja öryggi fólks, neytendavernd, líf og limi. Á Íslandi er hins vegar oft látið eins og um sé að ræða leiðindamál sem menn eru dyggilega aðstoðaðir við að komast undan. Og þess vegna er fúsk landlægt hér á mörgum sviðum atvinnulífsins sem skaðar okkur þegar til lengri tíma er litið. Örfáir græða hins vegar á þessum veigamiklu afsláttum stjórnvalda. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun