Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson og Anna Steinsen skrifa 16. ágúst 2025 12:00 Þann 15. ágúst 2025 voru liðin fjögur ár frá því að talíbanar náðu völdum í Afganistan og hófu markvisst að afnema réttindi kvenna og stúlkna. Á þessum tíma hefur samfélag þar sem konur höfðu réttindi og tóku þátt á ýmsum sviðum umbreyst í samfélag þar sem konur eru nær alfarið útilokaðar úr opinberu lífi og mega ekki ferðast. Í reynd hafa talíbanar þurrkað út nær öll réttindi afganskra kvenna og stúlkna. Áður en talíbanar tóku aftur völd 2021 voru afganskar konur ríflega fjórðungur þingmanna og um svipað hlutfall opinbers starfsfólks voru konur. Stúlkur gátu sótt framhaldsnám og sérstakt jafnréttismálaráðuneyti var starfandi. Þessi framfaraskref hurfu á einu augabragði, jafnréttismálaráðuneytið var lagt niður um leið og talíbanar komust til valda og konum var beinlínis skipað að snúa ekki aftur til starfa hjá hinu opinbera. Í kjölfarið hafa grundvallarmannréttindi kvenna verið tekin burtu, eitt af öðru, með kerfisbundnum hætti. Talíbanar hafa nú bannað stúlkum að sækja skóla eftir 6. bekk, rekið konur úr flestum störfum, þar á meðal störfum hjá alþjóðlegum hjálparsamtökum, og neitað þeim um sjálfsákvörðunarrétt í ferðalögum, klæðavali og jafnvel í tómstundum. Í raun jafngildir þetta alvarlegri mannréttindabrotum gegn konum og stúlkum, sem ekki aðeins sviptir þær frelsi og tækifærum heldur grefur líka undan framtíð þjóðarinnar sjálfrar. Nýjustu gögn frá UN Women varpa skýru ljósi á þá skelfilegu stöðu sem nú er komin upp. Samkvæmt Afghanistan Gender Index 2024 skýrslunni hafa konur í Afganistan nú einungis náð 17% af mögulegum réttindum sínum og tækifærum – samanborið við 60% að meðaltali hjá konum á heimsvísu. Afganistan er þar með næstneðsta land í heiminum í jafnréttismálum á eftir Jemen. Þessar tölur eru staðreyndir sem endurspegla líf milljóna kvenna og stúlkna sem hafa máttlitla rödd í samfélaginu. Nokkur lykilatriði úr skýrslunni sýna dökka stöðu: Menntun: Aðeins 12% afganskra kvenna hafa lokið framhaldsmenntun eða hærra, og nú er 0% stúlkna leyft að ganga í framhaldsskóla undir stjórn talíbana. Menntavegi kvenna hefur verið algjörlega lokað. Atvinnuþátttaka: Um 24% kvenna taka þátt á vinnumarkaði, samanborið við um 90% karla. En tölurnar segja ekki alla söguna. Takmarkanir talíbana á atvinnuþátttöku kvenna hefur þær afleiðingar að konur hafa að mestu verið hraktar af vinnumarkaðnum eða í verri störf. Um 77% ungra kvenna (18–29 ára) eru hvorki í námi, starfi né starfsþjálfun (NEET), sem er nær fjórum sinnum hærra hlutfall en hjá ungu körlum (20%). Heilar kynslóðir kvenna eru þannig fastar heima án tækifæris til þátttöku í samfélaginu. Kynbundið ofbeldi: Afganskar konur búa við skelfilega tíðni ofbeldis og frá því að talíbanar tóku aftur völdin hefur tíðni kynferðisofbeldis líklega aukist í Afganistan. Þessar tölur lýsa kúgun kvenna í Afganistan aðeins að hluta en hún birtist grímulaust í öllum helstu félagslegum þáttum: menntun hefur verið kerfisbundið hindruð, efnahagsleg staða kvenna hefur veikst stórkostlega og konur hafa verið útilokaðar frá ákvarðanatöku og almannaþjónustu. Afganskt samfélag getur einfaldlega ekki þrifist þegar helmingur íbúanna er sviptur mannréttindum og tækifærum. Hvað er hægt að gera? Staða kvenna í Afganistan er áfellisdómur yfir ástandi mannréttindamála í heiminum í dag. Þegar grundvallarmannréttindi kvenna eru fótum troðin á þann hátt sem nú á sér stað í Afganistan, er ekki lengur um innanlandsmál að ræða heldur krefst það þess að vera rætt alþjóðlega. Þöggun og kúgun kvenna þar varðar okkur öll sem trúum á jafnrétti og mannlega reisn. Ísland hefur lengi verið í fararbroddi í baráttunni fyrir réttindum kvenna á heimsvísu og ber siðferðileg skylda til að halda málefnum afganskra kvenna á lofti á alþjóðavettvangi. Ísland á að að beita rödd sinni áfram innan alþjóðastofnana, eins og Sameinuðu þjóðanna, til að krefjast þess að talíbanar verði dregnir til ábyrgðar og að réttindi kvenna verði sett sem skilyrði fyrir samskiptum við stjórnvöld í Afganistan. Enn fremur getum við sem einstaklingar og samfélag sýnt samstöðu. Landsnefnd UN Women á Íslandi hefur ávallt lagt áherslu á að styðja konur sem hafa verið sviptar rödd, menntun og frelsi. Tækifærin sem við getum nýtt á hverjum degi eru fræðsla, fjárstuðningur og opinber umræða, halda því á lofti að staðan er ekki ásættanleg. Þrátt fyrir allt hafa konur í Afganistan ekki gefist upp, þær sýna ótrúlegt hugrekki og við ættum að stuðla að því að láta ekki þessa fjögurra ára afturför verða að varanlegu ástandi. Að standa með afgönskum konum núna er ekki aðeins spurning um samkennd heldur einnig að standa vörð um mannréttindi og jafnrétti í heimi þar sem gengið er æ nærri þeim grundvallarmannréttindum. Höfundar eru formaður og varaformaður í stjórn Landsnefndar UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Afganistan Mest lesið Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Þann 15. ágúst 2025 voru liðin fjögur ár frá því að talíbanar náðu völdum í Afganistan og hófu markvisst að afnema réttindi kvenna og stúlkna. Á þessum tíma hefur samfélag þar sem konur höfðu réttindi og tóku þátt á ýmsum sviðum umbreyst í samfélag þar sem konur eru nær alfarið útilokaðar úr opinberu lífi og mega ekki ferðast. Í reynd hafa talíbanar þurrkað út nær öll réttindi afganskra kvenna og stúlkna. Áður en talíbanar tóku aftur völd 2021 voru afganskar konur ríflega fjórðungur þingmanna og um svipað hlutfall opinbers starfsfólks voru konur. Stúlkur gátu sótt framhaldsnám og sérstakt jafnréttismálaráðuneyti var starfandi. Þessi framfaraskref hurfu á einu augabragði, jafnréttismálaráðuneytið var lagt niður um leið og talíbanar komust til valda og konum var beinlínis skipað að snúa ekki aftur til starfa hjá hinu opinbera. Í kjölfarið hafa grundvallarmannréttindi kvenna verið tekin burtu, eitt af öðru, með kerfisbundnum hætti. Talíbanar hafa nú bannað stúlkum að sækja skóla eftir 6. bekk, rekið konur úr flestum störfum, þar á meðal störfum hjá alþjóðlegum hjálparsamtökum, og neitað þeim um sjálfsákvörðunarrétt í ferðalögum, klæðavali og jafnvel í tómstundum. Í raun jafngildir þetta alvarlegri mannréttindabrotum gegn konum og stúlkum, sem ekki aðeins sviptir þær frelsi og tækifærum heldur grefur líka undan framtíð þjóðarinnar sjálfrar. Nýjustu gögn frá UN Women varpa skýru ljósi á þá skelfilegu stöðu sem nú er komin upp. Samkvæmt Afghanistan Gender Index 2024 skýrslunni hafa konur í Afganistan nú einungis náð 17% af mögulegum réttindum sínum og tækifærum – samanborið við 60% að meðaltali hjá konum á heimsvísu. Afganistan er þar með næstneðsta land í heiminum í jafnréttismálum á eftir Jemen. Þessar tölur eru staðreyndir sem endurspegla líf milljóna kvenna og stúlkna sem hafa máttlitla rödd í samfélaginu. Nokkur lykilatriði úr skýrslunni sýna dökka stöðu: Menntun: Aðeins 12% afganskra kvenna hafa lokið framhaldsmenntun eða hærra, og nú er 0% stúlkna leyft að ganga í framhaldsskóla undir stjórn talíbana. Menntavegi kvenna hefur verið algjörlega lokað. Atvinnuþátttaka: Um 24% kvenna taka þátt á vinnumarkaði, samanborið við um 90% karla. En tölurnar segja ekki alla söguna. Takmarkanir talíbana á atvinnuþátttöku kvenna hefur þær afleiðingar að konur hafa að mestu verið hraktar af vinnumarkaðnum eða í verri störf. Um 77% ungra kvenna (18–29 ára) eru hvorki í námi, starfi né starfsþjálfun (NEET), sem er nær fjórum sinnum hærra hlutfall en hjá ungu körlum (20%). Heilar kynslóðir kvenna eru þannig fastar heima án tækifæris til þátttöku í samfélaginu. Kynbundið ofbeldi: Afganskar konur búa við skelfilega tíðni ofbeldis og frá því að talíbanar tóku aftur völdin hefur tíðni kynferðisofbeldis líklega aukist í Afganistan. Þessar tölur lýsa kúgun kvenna í Afganistan aðeins að hluta en hún birtist grímulaust í öllum helstu félagslegum þáttum: menntun hefur verið kerfisbundið hindruð, efnahagsleg staða kvenna hefur veikst stórkostlega og konur hafa verið útilokaðar frá ákvarðanatöku og almannaþjónustu. Afganskt samfélag getur einfaldlega ekki þrifist þegar helmingur íbúanna er sviptur mannréttindum og tækifærum. Hvað er hægt að gera? Staða kvenna í Afganistan er áfellisdómur yfir ástandi mannréttindamála í heiminum í dag. Þegar grundvallarmannréttindi kvenna eru fótum troðin á þann hátt sem nú á sér stað í Afganistan, er ekki lengur um innanlandsmál að ræða heldur krefst það þess að vera rætt alþjóðlega. Þöggun og kúgun kvenna þar varðar okkur öll sem trúum á jafnrétti og mannlega reisn. Ísland hefur lengi verið í fararbroddi í baráttunni fyrir réttindum kvenna á heimsvísu og ber siðferðileg skylda til að halda málefnum afganskra kvenna á lofti á alþjóðavettvangi. Ísland á að að beita rödd sinni áfram innan alþjóðastofnana, eins og Sameinuðu þjóðanna, til að krefjast þess að talíbanar verði dregnir til ábyrgðar og að réttindi kvenna verði sett sem skilyrði fyrir samskiptum við stjórnvöld í Afganistan. Enn fremur getum við sem einstaklingar og samfélag sýnt samstöðu. Landsnefnd UN Women á Íslandi hefur ávallt lagt áherslu á að styðja konur sem hafa verið sviptar rödd, menntun og frelsi. Tækifærin sem við getum nýtt á hverjum degi eru fræðsla, fjárstuðningur og opinber umræða, halda því á lofti að staðan er ekki ásættanleg. Þrátt fyrir allt hafa konur í Afganistan ekki gefist upp, þær sýna ótrúlegt hugrekki og við ættum að stuðla að því að láta ekki þessa fjögurra ára afturför verða að varanlegu ástandi. Að standa með afgönskum konum núna er ekki aðeins spurning um samkennd heldur einnig að standa vörð um mannréttindi og jafnrétti í heimi þar sem gengið er æ nærri þeim grundvallarmannréttindum. Höfundar eru formaður og varaformaður í stjórn Landsnefndar UN Women á Íslandi.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun