Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Smári Jökull Jónsson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 16. ágúst 2025 20:54 Stefnan er sett á að styðja Kraft um tíu milljónir króna. Sýn Jakkafataklæddur hlaupahópur ætlar að hlaupa sex maraþon á sex dögum yfir Kjöl í næstu viku til styrktar Krafti. Eftir að farið var af stað með söfnunina greindist einn úr hópnum með krabbamein og málefnið stendur þeim því afar nærri. Hlaupahópurinn HHHC Boss er ekki að hlaupa vegalengd sem þessa í fyrsta sinn því fyrir tveimur árum hljóp hópurinn frá Akureyri til Reykjavíkur. Þeir segja tilhlökkun ríkja en alls mun hópurinn hlaupa sex maraþon á sex dögum. „Við erum gríðarlega spenntir eins og þú sérð, það er meira tilhlökkun heldur en kvíði. Við erum gríðarlega spenntir að safna fyrir flott málefni. Síðan eru þetta vinir sem ætlum að vera fimm daga á ferðinni saman þannig að við erum gríðarlega spenntir,“ segja Pétur Ívarsson og Jóhann Ottó Wathne, meðlimir hlaupahópsins. Einn meðlimur hópsins greindist nýlega Í hlaupinu safnar hópurinn pening fyrir Kraft - stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein en stefnan er sett á að safna tíu milljónum. „Það er klárt, það gerir þetta mun auðveldara og stemmninguna miklu skemmtilegri þegar maður kemur inn í bíl, tékkar á símanum og sér hvað þetta hefur hækkað. Eins og ég segi, núna tengist þetta okkur enn nær að einn af félögum HHHC hafi greinst mjög nýlega,“ segir Pétur. Þeir segja undirbúninginn felast í áralangri þjálfun og ráðleggja ekki hverjum sem er að leggja í verkefni sem þetta. Hlaupið hefst á Akureyri en við Húnaver verður tekin beygja og hlaupið yfir Kjöl. Það sem meira er, þá ætlar hópurinn að fara alla þessa leið í jakkafötum. „Fólk hefur hlaupið yfir Kjöl og frá Akureyri en það hefur ekki gert það í jakkafötum. Þetta gerir þetta aðeins meira krefjandi og hafa gaman af þessu,“ segir Pétur. Jakkafötin komi út eins og ný Hvernig eru svo fötin eftir svona hlaup? „Þetta eru gæðaföt að sjálfsögðu þannig að þau verða bara eins og ný þegar þau eru komin úr þvottavélinni,“ segir Jóhann. Í tilefni hlaupsins skellti hópurinn sér í stúdíó og tók upp lag sem hægt er að sjá glefsu úr hér að ofan. Óhætt er að segja að stemmningin sé allsráðandi en hægt er að heita á hópinn á vefsíðunni Hlaupastyrkur.is. Hlaup Krabbamein Góðverk Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Hlaupahópurinn HHHC Boss er ekki að hlaupa vegalengd sem þessa í fyrsta sinn því fyrir tveimur árum hljóp hópurinn frá Akureyri til Reykjavíkur. Þeir segja tilhlökkun ríkja en alls mun hópurinn hlaupa sex maraþon á sex dögum. „Við erum gríðarlega spenntir eins og þú sérð, það er meira tilhlökkun heldur en kvíði. Við erum gríðarlega spenntir að safna fyrir flott málefni. Síðan eru þetta vinir sem ætlum að vera fimm daga á ferðinni saman þannig að við erum gríðarlega spenntir,“ segja Pétur Ívarsson og Jóhann Ottó Wathne, meðlimir hlaupahópsins. Einn meðlimur hópsins greindist nýlega Í hlaupinu safnar hópurinn pening fyrir Kraft - stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein en stefnan er sett á að safna tíu milljónum. „Það er klárt, það gerir þetta mun auðveldara og stemmninguna miklu skemmtilegri þegar maður kemur inn í bíl, tékkar á símanum og sér hvað þetta hefur hækkað. Eins og ég segi, núna tengist þetta okkur enn nær að einn af félögum HHHC hafi greinst mjög nýlega,“ segir Pétur. Þeir segja undirbúninginn felast í áralangri þjálfun og ráðleggja ekki hverjum sem er að leggja í verkefni sem þetta. Hlaupið hefst á Akureyri en við Húnaver verður tekin beygja og hlaupið yfir Kjöl. Það sem meira er, þá ætlar hópurinn að fara alla þessa leið í jakkafötum. „Fólk hefur hlaupið yfir Kjöl og frá Akureyri en það hefur ekki gert það í jakkafötum. Þetta gerir þetta aðeins meira krefjandi og hafa gaman af þessu,“ segir Pétur. Jakkafötin komi út eins og ný Hvernig eru svo fötin eftir svona hlaup? „Þetta eru gæðaföt að sjálfsögðu þannig að þau verða bara eins og ný þegar þau eru komin úr þvottavélinni,“ segir Jóhann. Í tilefni hlaupsins skellti hópurinn sér í stúdíó og tók upp lag sem hægt er að sjá glefsu úr hér að ofan. Óhætt er að segja að stemmningin sé allsráðandi en hægt er að heita á hópinn á vefsíðunni Hlaupastyrkur.is.
Hlaup Krabbamein Góðverk Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira