Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Jón Þór Stefánsson skrifar 17. ágúst 2025 13:21 Þorbjörg Sigríður er dómsmálaráðherra Viðreisnar og Sabine Leskopf er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.. Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segist hafa áhyggjur af því hvernig dómsmálaráðherra talar um útlendingamál, og finnst ráðherrann ala á ótta. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Sabine sagðist hafa orðið vör við það að stjórnmálafólk væri að ala á ótta fólks á innflytjendum. Hún sagðist ánægð með að sinn flokkur, Samfylkingin, hefði ekki gert það fyrir síðustu kosningabaráttu, þó skiptar skoðanir væru innan flokksins. „Ég er Samfylkingarkona og ég hef haft orð á þessu í mínum flokki. Við höfum rætt þetta og það eru alveg skiptar skoðanir á þessu. Ég er þeirrar skoðunar að við þurfum að passa okkur betur,“ sagði Sabine. „Það var fyrir ári síðan að mér fannst að margir voru að tala inn í óttann í staðinn fyrir að koma með staðreyndir á móti. Samfylkingin var ekki að því í síðustu kosningabaráttu. Og Kristrún hefur nú talað mikið fyrir breyttri atvinnustefnu sem er lykilpunktur, og ég er sammála henni varðandi það.“ Hefur áhyggjur af orðræðu ráðherra Sabine sagðist þó hafa áhyggjur af orðræðu Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra Viðreisnar, sem er í stjórnarsamstarfi með Samfylkingunni. Hún nefndi sem dæmi viðbrögð Þorbjargar við hópnum Skildi Íslands, sem hún vísaði til sem nýnasistahóps. Umræddur hópur hefur látið sjá sig í miðbæ Reykjavíkur og er yfirlýst markmið hans að vernda Íslendinga, en meðlimir hans hafa gagnrýnt meint andvaraleysi stjórnvalda í útlendingamálum. „Ég hef hins vegar til dæmis áhyggjur af því hvernig dómsmálaráðherra hefur talað. Hún hefur talað mikið inn í óttan held ég. Hún talaði sérstaklega þegar þessi nýnasistahópur kom inn og var að ógna fólki í miðborginni, þá talaði hún í því samhengi um meiri hörku flóttamannamálum, eins og það myndi hjálpa til að vinna gegn útlendingaandúð. Það gerir það ekki, þvert á móti. Það gefur þessu fólki réttlætingu. Það megum við ekki gera.“ Kallar skildina nasista Sabine, sem er af þýskum uppruna, sagðist kalla Skjöld Íslands nýnasistahóp meðal annars vegna merkisins sem hópurinn valdi sér, hin svokallaða járnkross sem nýnasistar hafa oft borið. Þess má þó geta að hópurinn hefur breytt um merki síðan. „Ég tel mig líka nota þetta orð vegna þess að við þurfum að passa upp á að við förum ekki í þessa átt, að þetta byrji ekki að verða stórt. Þróunin í mörgum löndum sem hafa endað á mjög vondum stað byrjar einmitt með þessari umræðu sem við höfum, þar sem útlendingar eru gerðir að blóraböggli. Það er talað um að heilbrigðiskerfið sé að brotna saman, eins og það hafi verið fullkomið áður en útlendingar komu. Skólakerfið, velferðarkerfið, allt er útlendingum að kenna. Þetta er talsmáti sem er ótrúlega hættulegur.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Innflytjendamál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Sabine sagðist hafa orðið vör við það að stjórnmálafólk væri að ala á ótta fólks á innflytjendum. Hún sagðist ánægð með að sinn flokkur, Samfylkingin, hefði ekki gert það fyrir síðustu kosningabaráttu, þó skiptar skoðanir væru innan flokksins. „Ég er Samfylkingarkona og ég hef haft orð á þessu í mínum flokki. Við höfum rætt þetta og það eru alveg skiptar skoðanir á þessu. Ég er þeirrar skoðunar að við þurfum að passa okkur betur,“ sagði Sabine. „Það var fyrir ári síðan að mér fannst að margir voru að tala inn í óttann í staðinn fyrir að koma með staðreyndir á móti. Samfylkingin var ekki að því í síðustu kosningabaráttu. Og Kristrún hefur nú talað mikið fyrir breyttri atvinnustefnu sem er lykilpunktur, og ég er sammála henni varðandi það.“ Hefur áhyggjur af orðræðu ráðherra Sabine sagðist þó hafa áhyggjur af orðræðu Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra Viðreisnar, sem er í stjórnarsamstarfi með Samfylkingunni. Hún nefndi sem dæmi viðbrögð Þorbjargar við hópnum Skildi Íslands, sem hún vísaði til sem nýnasistahóps. Umræddur hópur hefur látið sjá sig í miðbæ Reykjavíkur og er yfirlýst markmið hans að vernda Íslendinga, en meðlimir hans hafa gagnrýnt meint andvaraleysi stjórnvalda í útlendingamálum. „Ég hef hins vegar til dæmis áhyggjur af því hvernig dómsmálaráðherra hefur talað. Hún hefur talað mikið inn í óttan held ég. Hún talaði sérstaklega þegar þessi nýnasistahópur kom inn og var að ógna fólki í miðborginni, þá talaði hún í því samhengi um meiri hörku flóttamannamálum, eins og það myndi hjálpa til að vinna gegn útlendingaandúð. Það gerir það ekki, þvert á móti. Það gefur þessu fólki réttlætingu. Það megum við ekki gera.“ Kallar skildina nasista Sabine, sem er af þýskum uppruna, sagðist kalla Skjöld Íslands nýnasistahóp meðal annars vegna merkisins sem hópurinn valdi sér, hin svokallaða járnkross sem nýnasistar hafa oft borið. Þess má þó geta að hópurinn hefur breytt um merki síðan. „Ég tel mig líka nota þetta orð vegna þess að við þurfum að passa upp á að við förum ekki í þessa átt, að þetta byrji ekki að verða stórt. Þróunin í mörgum löndum sem hafa endað á mjög vondum stað byrjar einmitt með þessari umræðu sem við höfum, þar sem útlendingar eru gerðir að blóraböggli. Það er talað um að heilbrigðiskerfið sé að brotna saman, eins og það hafi verið fullkomið áður en útlendingar komu. Skólakerfið, velferðarkerfið, allt er útlendingum að kenna. Þetta er talsmáti sem er ótrúlega hættulegur.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Innflytjendamál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira