„Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Hjörvar Ólafsson skrifar 17. ágúst 2025 22:04 Þjálfarinn Sölvi Geir Ottesen gefur skipanir. Vísir/Diego Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, gat leyft sér að brosa eftir erfiða daga þegar lið hans lagði ÍA að velli með einu marki gegn engu í 19. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta uppi á Skipaskaga í kvöld. Sigurinn færir Víking þremur stigum nær Val sem trónir á toppi deildarinnar. „Við náðum að hrista af okkur vonbrigðin í Kaupmannahöfn og það sýnir karakterinn í hópnum hvað við mættum sterkir til þessa leiks. Við vorum meira með boltann í fyrri hálfleik en það gekk kannski ekki nógu vel að opna þá. Við vildum vera beinskeyttir en vorum kannski helst til fljótir að fara í úrslitasendinguna,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. „Við fórum yfir hlutina í hálfleik og ræddum hvar við vildum herja á þá. Það skilaði sér þegar Óskar skoraði í upphafi seinni hálfleiks og við fengum fleiri færi í seinni hálfleik en þeim fyrri. Við vorum líka bara sharp í báðum vítateigum að þessu sinni. Eitthvað sem hefur vantað í leikjum okkar síðustu vikurnar,“ sagði Sölvi Geir enn fremur. „Það er gott fyrir Óskar og okkur að hann sé kominn á blað í markaskorun en hann hefur komið vel inn í þetta eftir að hann kom til okkar. Við náðum að koma Óskari og hinum í framlínunni í góðar stöður í þessum leik og Óskar nýtti sér það vel þegar hann skoraði,“ sagði þjálfarinn um markaskorarann sem var gulls ígildi í kvöld. „Það er gott að ná í þrjú stig eftir dræma stigasöfnun undanfarið. Deildin hefur sem betur fer spilast þannig að við erum ennþá í baráttu um efsta sætið þrátt fyrir að hafa ekki halað inn mörg í síðustu leikjum. Við unnum vel fyrir þessum sigri og leikmenn eiga hrós skilið fyrir vinnusemina þrátt fyrir mikið álag síðustu daga,“ sagði hann. „Nú fáum við níu daga til þess að safna orku fyrir næsta leik hjá okkur. Það er kærkomið að fá smá hvíld og prófa kannski að æfa aðeins milli leikja og vera ekki í stöðugri endurheimt. Það eru þreyttar lappir í leikmannahópnum sem hafa gott af því að fara í smá frí frá leikjaálagi,“ sagði Sölvi Geir um framhaldið. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira
„Við náðum að hrista af okkur vonbrigðin í Kaupmannahöfn og það sýnir karakterinn í hópnum hvað við mættum sterkir til þessa leiks. Við vorum meira með boltann í fyrri hálfleik en það gekk kannski ekki nógu vel að opna þá. Við vildum vera beinskeyttir en vorum kannski helst til fljótir að fara í úrslitasendinguna,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. „Við fórum yfir hlutina í hálfleik og ræddum hvar við vildum herja á þá. Það skilaði sér þegar Óskar skoraði í upphafi seinni hálfleiks og við fengum fleiri færi í seinni hálfleik en þeim fyrri. Við vorum líka bara sharp í báðum vítateigum að þessu sinni. Eitthvað sem hefur vantað í leikjum okkar síðustu vikurnar,“ sagði Sölvi Geir enn fremur. „Það er gott fyrir Óskar og okkur að hann sé kominn á blað í markaskorun en hann hefur komið vel inn í þetta eftir að hann kom til okkar. Við náðum að koma Óskari og hinum í framlínunni í góðar stöður í þessum leik og Óskar nýtti sér það vel þegar hann skoraði,“ sagði þjálfarinn um markaskorarann sem var gulls ígildi í kvöld. „Það er gott að ná í þrjú stig eftir dræma stigasöfnun undanfarið. Deildin hefur sem betur fer spilast þannig að við erum ennþá í baráttu um efsta sætið þrátt fyrir að hafa ekki halað inn mörg í síðustu leikjum. Við unnum vel fyrir þessum sigri og leikmenn eiga hrós skilið fyrir vinnusemina þrátt fyrir mikið álag síðustu daga,“ sagði hann. „Nú fáum við níu daga til þess að safna orku fyrir næsta leik hjá okkur. Það er kærkomið að fá smá hvíld og prófa kannski að æfa aðeins milli leikja og vera ekki í stöðugri endurheimt. Það eru þreyttar lappir í leikmannahópnum sem hafa gott af því að fara í smá frí frá leikjaálagi,“ sagði Sölvi Geir um framhaldið.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira