Erlent

Segja að stjúp­sonur norska krón­prinsins verði á­kærður

Kjartan Kjartansson skrifar
Marius Borg Høiby með móður sinni Mette-Marit krónprinsessu, eiginkonu Hákonar krónprins.
Marius Borg Høiby með móður sinni Mette-Marit krónprinsessu, eiginkonu Hákonar krónprins. EPA/VEGARD WIVESTAD GROTT

Norskir fjölmiðlar fullyrða að saksóknari hafi ákveðið að ákæra stjúpson Hákons krónprins fyrir fjölda afbrota. Saksóknari ætlar að tilkynna formlega um ákærur á blaðamannafundi í dag.

Marius Borg Høiby er sonur Mette-Marit, norsku krónprinsessunnar, af fyrra sambandi og stjúpsonur Hákonar krónprins af Noregi. 

Hann hefur meðal annars verið sakaður um nauðganir, ofbeldi og líkamsárásir og sat í gæsluvarðhaldi síðasta haust vegna rannsóknar á brotum gegn tveimur konum. Nokkrum mánuðum áður var Høiby handtekinn vegna líkamsárásar og skemmdarverka.

Ríkissaksóknari í Osló ætlar að kynna ákvörðun sína á blaðamannafundi klukkan 14:30 að norskum tíma, 12:30 að íslenskum tíma. Norska blaðið Aftenposten og norska ríkisútvarpið fullyrða að þar tilkynni hann að Høiby verði ákærður fyrir ýmis brot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×