Sport

Varð að hætta keppni í úr­slita­leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jannik Sinner varð að hætta keppni og gefa Carlos Alcaraz sigurinn á Cincinnati Open.
Jannik Sinner varð að hætta keppni og gefa Carlos Alcaraz sigurinn á Cincinnati Open. Skjámynd

Jannik Sinner varð að gefa úrslitaleik sinn á móti Spánverjanum Carlos Alcaraz á Opna Cincinnati tennismótinu í kvöld.

Sinner hætti keppni eftir aðeins 23 mínútna leik en þá var staðan orðin 5-0 fyrir Alcaraz í fyrsta setti.

Sinner er efstur á heimslistanum og hefur verið það í 63 vikur eða síðan í júní á síðasta ári. Alcaraz er annar á listanum.

Þetta var í fjórða sinn sem þeir mætast í úrslitaleik á síðustu mánuðum og var búist við hörkuleik.

Ekkert varð að því þar sem að það kom fljótlega í ljós að Sinner var ekki heill heilsu. Hann var ekki meiddur heldur veikur.

Undir það síðasta náði hann varla að hreyfa sig inn á vellinum og það þurfti því ekki að koma neinum á óvart að hann hætti keppni.

Alcaraz hafði unnið 8 af 13 viðureignum sínum á móti Skinner en Skinner vann þann síðasta á undan þessum sem var í úrslitaleik Wimbledon mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×