Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar 19. ágúst 2025 11:31 Undanfarin misseri hafa sprottið upp myndavélastaurar við ferðamannastaði frá bílastæðafyrirtækjum út um allt land, líkt og skæð farsótt, þar sem fólk er rukkað fyrir að leggja ökutækjunum sínum. Á sumum stöðum er ágætis þjónusta til staðar eins og t.d. aðgangur að salerni og malbikuð bílastæði á meðan aðrir staðir bjóða upp á mjög takmarkaða eða enga þjónustu. Í sumum tilfellum hefur ríkið komið að uppbyggingu þessara ferðamannastaða, en samt er gjaldskylda til staðar. Upplifun gesta Ég ferðast mikið um Ísland sem ljósmyndari og leiðsögumaður. Því miður er upplifun mín að ferðast um landið orðin ömurlega leiðinleg, enda þarf núna að rífa upp veskið og greiða bílastæðagjald við alltof margar náttúruperlur. Mín skoðun er sú að Íslendingar og þeir sem að hér búa eigi að fá frítt aðgengi að öllum náttúruperlum landsins, enda er það hluti af almannaréttinum og finnst mér hægt að færa rök fyrir því að það sé búið að skerða þann rétt okkar í skjóli bílastæðagjalda. Ég velti fyrir mér hvenær þessar öfgar í að rukka bílastæðagjöld við nánast hverja einustu lækjarsprænu og krækiberjalyng fari að hafa neikvæð áhrif á upplifun erlendra ferðamanna af Íslandi? Ætli það sé ekki bara tímaspursmál, en ég held það sé nú þegar byrjað að gerast, eftir að hafa rætt við nokkra ferðamenn á leið minni um landið. Áhugi minn hefur allavega minnkað verulega á að heimsækja ferðamannastaði sem rukka fyrir afnot af misgóðum bílastæðum. Ófullnægjandi þjónusta og ólöglegar sektir Nýverið lagði ég í bílastæði við Fagradalsfjall til þess að ganga að eldgosinu sem byrjaði í júlí síðastliðinn. Ég hef farið margoft inn á svæðið og vissi að gjaldtaka væri ekki lengur í gildi fyrir bílastæði á svæðinu enda voru myndavélastaurarnir huldir plasti um tíma. Í þau þrjú skipti sem ég lagði í bílastæðin hjá Fagradalsfjalli í júlí fékk ég eina rukkun í heimabanka og sekt fyrir að hafa ekki greitt innan 24 klukkustunda. Bílastæðagjaldið var 1000 krónur á hörmulegu, holóttu malarbílastæði, sem var fullt af grjóthnullungum, en upphæðin hækkaði í 4500 krónur fyrir að hafa ekki greitt innan sólarhrings. Nokkur hundruð prósenta sekt ofan á bílastæðagjaldið! Í grein á mbl.is segir Georg Andersen, framkvæmdastjóri Gjaldskila, að ólöglegt að beita slíkri sekt. Hvernig átti ég að vita að gjaldskylda væri hafin aftur? Það var ekkert sem benti til þess enda var ég ekki rukkaður í fyrstu tvö skiptin sem ég lagði þarna. Í ljósi þessa hafði ég samband þjónustufulltrúa MyParking ehf (sem sér um innheimtu á bílastæðagjöldum) í þeirri von um að fá að greiða eðlilegt gjald og fá sektina niðurfellda, en þá mætti mér ekkert nema dónaskapur og hótun að ef ekki yrði greitt færi krafan í innheimtuferli. Hvers vegna fær maður sekt? Af hverju er ekki nóg að fá kröfu upp á 1000 krónur í heimabankann sem maður greiðir innan t.d. 14 daga? Þetta er ekkert nema græðgi. Burt með þessi siðlausu fyrirtæki frá ferðamannastöðum! Síðastliðinn janúar á ferð minni um Suðurlandið keyrði ég fram hjá hinum svokallaða Viking Park, en þar er búið að koma fyrir myndavélastaurum við afleggjarann. Ég var hálf hissa á því, enda vegurinn nákvæmlega sá sami og áður en nýir eigendur eignuðust svæðið og engin þjónusta til staðar. Engin salerni, enginn snjómokstur og engin bílastæði. Ég sá erlenda ferðamenn sem greiddu aðgang inn á svæðið, en festu bílinn á snjóþungum veginum. Þeir voru á Land Cruiser, sem dugði því miður ekki til þess að komast nema um það bil 100 metra frá afleggjaranum. Það sorglega er að ég sá erlenda ferðamenn fasta á þessum vegi þegar ég var á leiðinni austur og aftur á leiðinni heim í bæinn, báðir á jeppa! Að sjálfsögðu hjálpaði ég ferðamönnunum að fá dráttarbílaþjónustu, en þeir borguðu 1000 krónur fyrir ekkert og ofan á það tugi þúsunda fyrir dráttarbílaþjónustu. Frábær auglýsing fyrir Ísland eða hitt þó heldur! Við slóðann vestan við Fjallsárlón eru líka komnir myndavélastaurar. Þar er engin þjónusta til staðar, einungis gamall slóði og skitið malarplan. Þetta á við um fleiri staði víða um land. Er þetta boðlegt? Sérstaða Íslands Ísland er mjög sérstakt á heimsmælikvarða hvað varðar náttúru og hversu stutt er á milli náttúruperlna. Erlendir ferðamenn skilja alveg þá hugmynd að greiða þarf fyrir bílastæði. Hins vegar er það þannig að í flestum öðrum löndum þarf maður að keyra í fleiri klukkutíma þegar verið er að heimsækja mismunandi náttúruperlur. Hér á Íslandi er það oft minna en klukkutími og allt niður í 10 mínútur. Ég held að upplifun gesta verði ekki góð þegar þeir þurfa að rífa upp veskið fimm til tíu sinnum á dag til að borga fyrir bílastæði á ferð þeirra um landið. Þetta ástand er orðið að algjörri sturlun! Nokkrir staðir til fyrirmyndar Það eru nokkrir staðir á Íslandi sem enn rukka einungis fyrir salernisaðstöðu, en bílastæðin eru frí eins og t.d. í Dimmuborgum. Heimamenn og erlendir ferðamenn hafa þannig frjálsan aðgang að náttúruperlum án íþyngjandi bílastæðagjalda, en eru rukkaðir fyrir að nota salernisaðstöðu. Það finnst mér eðlilegt. Eflaust eru þeir gestir líka til í að eyða meiri pening á veitingastað svæðisins á móti, allavega geri ég það sjálfur. Hver er lausnin? Að sjálfsögðu skil ég að landeigendur þurfi að fá fjármagn til þess að sinna viðhaldi á svæði í þeirra eigu, þó það sé misvel gert. Núverandi ástand er hins vegar komið út í algjörar öfgar og það þarf að stöðva þessa þróun sem allra fyrst. Stundum þarf hreinlega inngrip stjórnvalda eins og í þessu tilfelli. Ég held að nánast allar aðrar lausnir séu betri en núverandi staða, hvort sem það eru komugjöld eða náttúrupassi. Það verður að vera kerfi sem heldur utan um uppbyggingu og viðhaldi á ferðamannastöðum. Hægt væri t.d. að mynda bílnúmer eða hafa teljara við ferðamannastaði og úthluta ferðamannastöðum fjármagn m.v. fjölda gesta og ágang. Ég hef tekið eftir því í umræðunni að ekki megi mismuna erlendum ferðamönnum sem koma hingað til lands t.d. hvað varðar gjöld við náttúruperlur. Hins vegar eru til undanþágur á slíku og búa til dæmis íbúar Kanaríeyja, Asóreyja og Madeira við ýmis sérkjör m.a. á grundvelli þess að þau búa langt frá meginlandi Evrópu (EU Outermost Region Status). Á það sama ekki við um Ísland? Nú þarf ríkisstjórn Íslands og Ferðamálastofa að stöðva þessa þróun enda er þetta að mínu mati upphafið að hnignun ferðaþjónustu á Íslandi. Viljum við að Ísland verði þannig í framtíðinni að rukkað sé bílastæðagjald við allar náttúruperlur? Viljum við að þriðji aðili, eins og bílastæðafyrirtæki sem staðsett eru á höfuðborgarsvæðinu, geri sér íslenskar náttúruperlur að féþúfu? Eiga Íslendingar að borga fyrir aðgengi að náttúruperlum þar sem ríkið kom að uppbyggingu? Hvað finnst þér kæri lesandi? Höfundur er ljósmyndari og leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílastæði Ferðaþjónusta Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa sprottið upp myndavélastaurar við ferðamannastaði frá bílastæðafyrirtækjum út um allt land, líkt og skæð farsótt, þar sem fólk er rukkað fyrir að leggja ökutækjunum sínum. Á sumum stöðum er ágætis þjónusta til staðar eins og t.d. aðgangur að salerni og malbikuð bílastæði á meðan aðrir staðir bjóða upp á mjög takmarkaða eða enga þjónustu. Í sumum tilfellum hefur ríkið komið að uppbyggingu þessara ferðamannastaða, en samt er gjaldskylda til staðar. Upplifun gesta Ég ferðast mikið um Ísland sem ljósmyndari og leiðsögumaður. Því miður er upplifun mín að ferðast um landið orðin ömurlega leiðinleg, enda þarf núna að rífa upp veskið og greiða bílastæðagjald við alltof margar náttúruperlur. Mín skoðun er sú að Íslendingar og þeir sem að hér búa eigi að fá frítt aðgengi að öllum náttúruperlum landsins, enda er það hluti af almannaréttinum og finnst mér hægt að færa rök fyrir því að það sé búið að skerða þann rétt okkar í skjóli bílastæðagjalda. Ég velti fyrir mér hvenær þessar öfgar í að rukka bílastæðagjöld við nánast hverja einustu lækjarsprænu og krækiberjalyng fari að hafa neikvæð áhrif á upplifun erlendra ferðamanna af Íslandi? Ætli það sé ekki bara tímaspursmál, en ég held það sé nú þegar byrjað að gerast, eftir að hafa rætt við nokkra ferðamenn á leið minni um landið. Áhugi minn hefur allavega minnkað verulega á að heimsækja ferðamannastaði sem rukka fyrir afnot af misgóðum bílastæðum. Ófullnægjandi þjónusta og ólöglegar sektir Nýverið lagði ég í bílastæði við Fagradalsfjall til þess að ganga að eldgosinu sem byrjaði í júlí síðastliðinn. Ég hef farið margoft inn á svæðið og vissi að gjaldtaka væri ekki lengur í gildi fyrir bílastæði á svæðinu enda voru myndavélastaurarnir huldir plasti um tíma. Í þau þrjú skipti sem ég lagði í bílastæðin hjá Fagradalsfjalli í júlí fékk ég eina rukkun í heimabanka og sekt fyrir að hafa ekki greitt innan 24 klukkustunda. Bílastæðagjaldið var 1000 krónur á hörmulegu, holóttu malarbílastæði, sem var fullt af grjóthnullungum, en upphæðin hækkaði í 4500 krónur fyrir að hafa ekki greitt innan sólarhrings. Nokkur hundruð prósenta sekt ofan á bílastæðagjaldið! Í grein á mbl.is segir Georg Andersen, framkvæmdastjóri Gjaldskila, að ólöglegt að beita slíkri sekt. Hvernig átti ég að vita að gjaldskylda væri hafin aftur? Það var ekkert sem benti til þess enda var ég ekki rukkaður í fyrstu tvö skiptin sem ég lagði þarna. Í ljósi þessa hafði ég samband þjónustufulltrúa MyParking ehf (sem sér um innheimtu á bílastæðagjöldum) í þeirri von um að fá að greiða eðlilegt gjald og fá sektina niðurfellda, en þá mætti mér ekkert nema dónaskapur og hótun að ef ekki yrði greitt færi krafan í innheimtuferli. Hvers vegna fær maður sekt? Af hverju er ekki nóg að fá kröfu upp á 1000 krónur í heimabankann sem maður greiðir innan t.d. 14 daga? Þetta er ekkert nema græðgi. Burt með þessi siðlausu fyrirtæki frá ferðamannastöðum! Síðastliðinn janúar á ferð minni um Suðurlandið keyrði ég fram hjá hinum svokallaða Viking Park, en þar er búið að koma fyrir myndavélastaurum við afleggjarann. Ég var hálf hissa á því, enda vegurinn nákvæmlega sá sami og áður en nýir eigendur eignuðust svæðið og engin þjónusta til staðar. Engin salerni, enginn snjómokstur og engin bílastæði. Ég sá erlenda ferðamenn sem greiddu aðgang inn á svæðið, en festu bílinn á snjóþungum veginum. Þeir voru á Land Cruiser, sem dugði því miður ekki til þess að komast nema um það bil 100 metra frá afleggjaranum. Það sorglega er að ég sá erlenda ferðamenn fasta á þessum vegi þegar ég var á leiðinni austur og aftur á leiðinni heim í bæinn, báðir á jeppa! Að sjálfsögðu hjálpaði ég ferðamönnunum að fá dráttarbílaþjónustu, en þeir borguðu 1000 krónur fyrir ekkert og ofan á það tugi þúsunda fyrir dráttarbílaþjónustu. Frábær auglýsing fyrir Ísland eða hitt þó heldur! Við slóðann vestan við Fjallsárlón eru líka komnir myndavélastaurar. Þar er engin þjónusta til staðar, einungis gamall slóði og skitið malarplan. Þetta á við um fleiri staði víða um land. Er þetta boðlegt? Sérstaða Íslands Ísland er mjög sérstakt á heimsmælikvarða hvað varðar náttúru og hversu stutt er á milli náttúruperlna. Erlendir ferðamenn skilja alveg þá hugmynd að greiða þarf fyrir bílastæði. Hins vegar er það þannig að í flestum öðrum löndum þarf maður að keyra í fleiri klukkutíma þegar verið er að heimsækja mismunandi náttúruperlur. Hér á Íslandi er það oft minna en klukkutími og allt niður í 10 mínútur. Ég held að upplifun gesta verði ekki góð þegar þeir þurfa að rífa upp veskið fimm til tíu sinnum á dag til að borga fyrir bílastæði á ferð þeirra um landið. Þetta ástand er orðið að algjörri sturlun! Nokkrir staðir til fyrirmyndar Það eru nokkrir staðir á Íslandi sem enn rukka einungis fyrir salernisaðstöðu, en bílastæðin eru frí eins og t.d. í Dimmuborgum. Heimamenn og erlendir ferðamenn hafa þannig frjálsan aðgang að náttúruperlum án íþyngjandi bílastæðagjalda, en eru rukkaðir fyrir að nota salernisaðstöðu. Það finnst mér eðlilegt. Eflaust eru þeir gestir líka til í að eyða meiri pening á veitingastað svæðisins á móti, allavega geri ég það sjálfur. Hver er lausnin? Að sjálfsögðu skil ég að landeigendur þurfi að fá fjármagn til þess að sinna viðhaldi á svæði í þeirra eigu, þó það sé misvel gert. Núverandi ástand er hins vegar komið út í algjörar öfgar og það þarf að stöðva þessa þróun sem allra fyrst. Stundum þarf hreinlega inngrip stjórnvalda eins og í þessu tilfelli. Ég held að nánast allar aðrar lausnir séu betri en núverandi staða, hvort sem það eru komugjöld eða náttúrupassi. Það verður að vera kerfi sem heldur utan um uppbyggingu og viðhaldi á ferðamannastöðum. Hægt væri t.d. að mynda bílnúmer eða hafa teljara við ferðamannastaði og úthluta ferðamannastöðum fjármagn m.v. fjölda gesta og ágang. Ég hef tekið eftir því í umræðunni að ekki megi mismuna erlendum ferðamönnum sem koma hingað til lands t.d. hvað varðar gjöld við náttúruperlur. Hins vegar eru til undanþágur á slíku og búa til dæmis íbúar Kanaríeyja, Asóreyja og Madeira við ýmis sérkjör m.a. á grundvelli þess að þau búa langt frá meginlandi Evrópu (EU Outermost Region Status). Á það sama ekki við um Ísland? Nú þarf ríkisstjórn Íslands og Ferðamálastofa að stöðva þessa þróun enda er þetta að mínu mati upphafið að hnignun ferðaþjónustu á Íslandi. Viljum við að Ísland verði þannig í framtíðinni að rukkað sé bílastæðagjald við allar náttúruperlur? Viljum við að þriðji aðili, eins og bílastæðafyrirtæki sem staðsett eru á höfuðborgarsvæðinu, geri sér íslenskar náttúruperlur að féþúfu? Eiga Íslendingar að borga fyrir aðgengi að náttúruperlum þar sem ríkið kom að uppbyggingu? Hvað finnst þér kæri lesandi? Höfundur er ljósmyndari og leiðsögumaður.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun