Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 20. ágúst 2025 07:02 Frá því skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar hafa regnhlífarsamtökin European Movement International unnið ötullega að lokamarkmiðinu með samrunanum innan Evrópusambandsins og forvera þess allt frá upphafi að til verði að lokum evrópskt sambandsríki. Regnhlífarsamtökin samanstanda af samtökum frá flestum Evrópuríkjum og þar á meðal frá Íslandi en Evrópuhreyfingin er aðili að þeim líkt og eldri samtök íslenzkra Evrópusambandssinna voru áður. Til að mynda kom þannig fram í Schuman-yfirlýsingunni 1950, sem markar upphaf Evrópusambandsins eins og við þekkjum það í dag, að fyrsta skrefið á þeirri vegferð væri að koma stál- og kolaframleiðslu Evrópuríkja undir eina yfirþjóðlega stjórn en lokamarkmiðið evrópskt sambandsríki. Síðan hefur sambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Nú síðast var til að mynda talað um áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnarsáttmála síðustu ríkisstjórnar Þýzkalands. Hér er einmitt lykilorðið „áframhaldandi þróun“ enda er Evrópusambandið í dag að stóru leyti þegar orðið federalískt og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Þannig eru flestar helztu stofnanir sambandsins federalískar í eðli sínu. Hrein leitun hefur enda verið að forystumönnum Evrópusambandsins og ríkja þess á liðnum árum sem ekki hafa verið yfirlýstir stuðningsmenn lokamarkmiðsins. Þar á meðal allir forsetar framkvæmdastjórnar sambandsins undanfarna áratugi. Með öðrum orðum er Evrópuhreyfingin ljóslega samtök íslenzkra sambandsríkissinna sem vilja að Ísland verði hluti evrópsks sambandsríkis. Annars væri hreyfingin varla aðili að regnhlífarsamtökum evrópskra sambandsríkissinna. Hver þróunin hefur verið innan Evrópusambandsins og hvert hún stefnir er annars lykilatriði þegar rætt er um það hvort rétt væri að Ísland yrði hluti þess. Eins er auðvitað gagnlegt að vita hvers konar félagsskapur Evrópuhreyfingin er í raun. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Frá því skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar hafa regnhlífarsamtökin European Movement International unnið ötullega að lokamarkmiðinu með samrunanum innan Evrópusambandsins og forvera þess allt frá upphafi að til verði að lokum evrópskt sambandsríki. Regnhlífarsamtökin samanstanda af samtökum frá flestum Evrópuríkjum og þar á meðal frá Íslandi en Evrópuhreyfingin er aðili að þeim líkt og eldri samtök íslenzkra Evrópusambandssinna voru áður. Til að mynda kom þannig fram í Schuman-yfirlýsingunni 1950, sem markar upphaf Evrópusambandsins eins og við þekkjum það í dag, að fyrsta skrefið á þeirri vegferð væri að koma stál- og kolaframleiðslu Evrópuríkja undir eina yfirþjóðlega stjórn en lokamarkmiðið evrópskt sambandsríki. Síðan hefur sambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Nú síðast var til að mynda talað um áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnarsáttmála síðustu ríkisstjórnar Þýzkalands. Hér er einmitt lykilorðið „áframhaldandi þróun“ enda er Evrópusambandið í dag að stóru leyti þegar orðið federalískt og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Þannig eru flestar helztu stofnanir sambandsins federalískar í eðli sínu. Hrein leitun hefur enda verið að forystumönnum Evrópusambandsins og ríkja þess á liðnum árum sem ekki hafa verið yfirlýstir stuðningsmenn lokamarkmiðsins. Þar á meðal allir forsetar framkvæmdastjórnar sambandsins undanfarna áratugi. Með öðrum orðum er Evrópuhreyfingin ljóslega samtök íslenzkra sambandsríkissinna sem vilja að Ísland verði hluti evrópsks sambandsríkis. Annars væri hreyfingin varla aðili að regnhlífarsamtökum evrópskra sambandsríkissinna. Hver þróunin hefur verið innan Evrópusambandsins og hvert hún stefnir er annars lykilatriði þegar rætt er um það hvort rétt væri að Ísland yrði hluti þess. Eins er auðvitað gagnlegt að vita hvers konar félagsskapur Evrópuhreyfingin er í raun. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun