Lífið

Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum

Jón Þór Stefánsson skrifar
Kevin Costner sem Hrói Höttur og Bubbi Morthens. Á milli þeirra er veggur sem í vantar hraðbanka eftir stuld næturinnar.
Kevin Costner sem Hrói Höttur og Bubbi Morthens. Á milli þeirra er veggur sem í vantar hraðbanka eftir stuld næturinnar. Getty/Vísir/Anton/Vilhelm

Bubbi Morthens, einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, hefur tjáð sig um hraðbankaþjófnað sem varð í Mosfellsbæ í nótt. Bubbi segir stuldinn hafa minnt sig á goðsagnapersónuna Hróa Hött.

„Það er einhver Hróa hattar bragur á því að ræna banka með gröfu þó ekki mæli ég því bót,“ segir Bubbi í færslu á Facebook.

Hann segir þjófnaðinn „fallegt andsvar“ við því hvernig bankarnir hegða sér.

„Hvernig bankarnir haga sér í skjóli ríkistjórnar Íslands þá er hráleiki brotsins og framkvæmd þess á sinn hátt fallegt andsvar.“

Hrói Höttur, fyrir þá sem ekki þekkja, er þekkt persóna úr breskum þjóðsögum, og er talinn hafa komið fram á sjónarsviðið á síðmiðöldum. Honum hefur verið lýst sem sérlega flinkum bogamanni sem hafi stolið af þeim ríku til að gefa þeim fátæku.

Umræddur þjófnaður átti sér stað í í hraðbankaútibú Íslandsbanka í Þverholti Mosfellsbæjar í nótt. Talið er að grafa hafi verið notuð við verknaðinn. 

Lögreglan hefur rannsakað málið í dag og ráðist í að minnsta kosti tvær húsleitir vegna þess. Einn hefur verið handtekinn.


Tengdar fréttir

Húsleit á heimili þekkts brotamanns

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í tvær húsleitir með aðstoð sérsveitar í dag vegna rannsóknar sinnar á þjófnaði úr hraðbanka í Mosfellsbæ í nótt. Samkvæmt heimildum fréttastofu býr Stefán Blackburn, þekktur brotamaður, á öðru heimilinu sem lögreglan heimsótti í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.