Sport

Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mark og Kristine Igyarto giftu sig um helgina í miðjum leik hjá bandaríska hafnaboltaliðinu Chicago White Sox.
Mark og Kristine Igyarto giftu sig um helgina í miðjum leik hjá bandaríska hafnaboltaliðinu Chicago White Sox. @whitesox

Mark og Kristine Igyarto giftu sig um helgina en þetta var ekkert venjulegt brúðkaup. Þau eru bæði miklir stuðningsmenn bandaríska hafnaboltaliðsins Chicago White Sox og létu draum sinn rætast

Draumur Mark og Kristine var að gifta sig í miðjum leik hjá sínu uppáhaldsliði. Sá draumur rættist á leik Chicago White Sox og Cleveland Guardians.

Þau urðu hins vegar að vera mjög fljót því athöfnin mátti aðeins taka sextíu sekúndur eða á milli þriðja og fjórðu lotu.

Presturinn var ekki af verri endanum heldur Ron Kittle, fyrrum leikmaður Chicago White Sox, sem var árið 1983 valinn besti nýliði MLB deildarinnar sem leikmaður félagsins.

Athöfnin fór fram í tengslum við Bill Veeck kvöld hjá Chicago White Sox og var auglýst sem „Married in a Minute“ eða „Gifting á einni mínútu“.

Bill Veeck er fyrrum eigandi félagsins en hann lést árið 1986 og var seinna valinn í heiðurshöll bandaríska hafnaboltans.

Allt gekk þetta upp og Kittle tókst að klára giftinguna á mettíma. Það er líka öruggt að það voru engin tímamörk á giftingarveislunni á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×